Bæjarráð

2518. fundur 22. febrúar 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2829. fundur
22.02.2001 kl. 09:00 - 11:26
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 12. febrúar 2001
2001010126
Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram til kynningar.2 Slökkvilið Akureyrar, hugmyndir um yfirtöku vaktstöðvar
2000090027
12. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 14. febrúar 2001 sem vísað var til bæjarráðs.
Með vísan til athugunar bæjarlögmanns á lögmæti rekstrar Slökkviliðs Akureyrar á vaktstöð telur bæjarráð ekki ástæðu til að hætta þeim rekstri, en lýsir sig reiðubúið til viðræðna um hagræðingarmöguleika sem báðir aðilar gætu haft hag af.
Umhverfisráð 28. 2. 2001
Bæjarstjórn 6. 3. 2001


3 Starfsemi Punktsins
2001020104
Lögð fram áskorun til bæjaryfirvalda á Akureyri, undirrituð af 39 manns, um að skerða hvorki né kljúfa í sundur starfsemi þá sem nú fer fram í handverksmiðstöðinni Punktinum á Akureyri.4 Opnun Sjallans og Kaffi Akureyri sumarið 2001
2001020111
Erindi dags. 12. febrúar 2001 frá framkvæmdastjórum Sjallans og Kaffi Akureyrar þar sem þeir fara fram á sveigjanlegri opnunartíma nokkurra daga á tímabilinu 11. apríl - 5. ágúst 2001.
Bæjarráð telur ekki ástæðu til breytinga á þeim reglum um opnunartíma vínveitingahúsa sem gilda í bæjarfélaginu. Í þessu sambandi er bréfriturum bent á að kynna sér 8. gr. reglnanna.
Bæjarstjórn 6. 3. 2001


5 Forkaupsréttur að hlutum í Kísiliðjunni
2001020119
Erindi dags. 15. febrúar 2001 frá framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar við Mývatn þar sem stjórn Kísiliðjunnar býður sveitarfélaginu að neyta forkaupsréttar.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti á þeim hlutabréfum sem bærinn á rétt á og hafa verið boðin þriðja aðila til kaups.
Bæjarstjórn 6. 3. 2001


6 Jafnrétti karla og kvenna í opinberri stefnumótun
2000120012
Erindi dags. 15. febrúar 2001 frá nefnd um jafnrétti kynjanna við opinbera stefnumótun þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær geri grein fyrir því hvað hefur verið gert í jafnréttismálum á liðnum árum.
Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustusviðs að svara erindinu.


7 Samningur milli Akureyrarbæjar og Gilfélagsins
2000120121
Fulltrúar frá Gilfélaginu þeir Þórgnýr Dýrfjörð, Sigurður Jónsson og Jón Erlendsson mættu til fundar við bæjarráð og fóru yfir drög að samningi og stöðu mála hjá félaginu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Gilfélagið í samræmi við umræður á fundinum.


8 Verslunarmiðstöðin Sunnuhlíð - framtíð hússins
2001020103
Erindi dags. 12. febrúar 2001 frá stjórn Húsfélagsins Sunnuhlíð 12 þar sem óskað er eftir viðræðum við Akureyrarbæ um framtíð húsnæðisins í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð.
Ekki eru uppi áform um að breyta þeirri ákvörðun að byggja við Amtsbókasafnið.
Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til viðræðna við eigendur Sunnuhlíðar, en telur nauðsynlegt að fyrir liggi nákvæmari upplýsingar um áform þeirra.
Bæjarstjórn 6. 3. 2001


9 Styrkir til Menntasmiðju
2000110051
Lagt fram erindi dags. 15. febrúar 2001 frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar þar sem beiðni Akureyrarbæjar um fjárframlag til Menntasmiðjunnar er hafnað. Einnig lagt fram afrit af erindi Akureyrarbæjar til Símenntunarmiðstöðvarinnar dags. 6. febrúar 2001.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra þjónustusviðs að ganga til viðræðna við Símenntunarmiðstöðina um samstarf við Menntasmiðjuna.10 Gjafabréf vegna lóðar fyrir Menntaskólann á Akureyri
2001010129
Lagt fram minnisblað frá bæjarlögmanni og bæjarverkfræðingi varðandi formlegt gjafabréf handa Menntaskólanum á Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gefa út lóðarsamning til Menntaskólans á Akureyri þar sem tekið er fram að lóðin sé afhent skólanum að gjöf í samræmi við bókanir bæjarstjórnar frá 1928 og 1960 og samkomulag frá 9. september 1997.
Bæjarstjórn 6. 3. 2001


11 Styrkur Akureyrarbæjar til Háskólans á Akureyri 2001-2002
2001020122
Styrkur til Háskólans á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir að veita Háskólanum á Akureyri styrk að upphæð kr. 1.000.000 sem komi í stað fjölda smærri styrkja sem veittir hafa verið til skólans á hverju ári.
Bæjarstjórn 6. 3. 2001


12 Rafmagnsveitur ríkisins
2000010041
Skipun fulltrúa Akureyrarbæjar í viðræðunefnd um hugsanlega sameiningu Norðurorku og Rafmagnsveitna ríkisins.
Bæjarráð samþykkir að skipa eftirtalda í viðræðunefnd Akureyrarbæjar:
Ásgeir Magnússon formann bæjarráðs,
Franz Árnason forstjóra Norðurorku,
Jakob Björnsson bæjarfulltrúa og
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóra, sem jafnframt verður formaður viðræðunefndar Akureyrarbæjar.
Hákon Stefánsson bæjarlögmaður mun starfa með nefndinni.

Fundi slitið kl. 11.26.