Bæjarráð

2524. fundur 01. mars 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2830. fundur
01.03.2001 kl. 09:00 - 11:22
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Verslunarmiðstöðin Sunnuhlíð
2001020103
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. febrúar 2001.
Bæjarráð vísar til afgreiðslu á erindi frá eigendum Sunnuhlíðar sem afgreitt var á síðasta fundi bæjarráðs. Í samræmi við það sem þar var bókað er ítrekað að bæjarráð er reiðubúið til viðræðna við eigendur Sunnuhlíðar um framtíð húsnæðisins.


2 Hækkun á leigu fyrir beitarhólf
2001020134
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. febrúar 2001.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs og fjármálastjóra að taka saman og leggja fram á næsta fundi bæjarráðs upplýsingar um leigu á Botni, Brávöllum og Skjaldarvík. Þá er jafnframt óskað eftir sundurliðuðum upplýsingum um allan kostnað Akureyrarbæjar af þeim rekstrarþáttum sem snúa beint að búfjárhaldi í bæjarlandinu.


3 Hækkun á leigu fyrir beitarlönd
2001020134
3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. febrúar 2001.
Bæjarráð vísar til bókunar í 2. lið hér að framan.


4 Ábúð á jörðinni Skjaldarvík
2000080039
4. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. febrúar 2001.
Bæjarlögmaður gerði grein fyrir samskiptum sínum við ábúendur Skjaldarvíkur.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að leita leiða til að ná samningum við ábúendur.


5 Öldrunarmál
2000030088
5. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. febrúar 2001.
Bæjarráð vísar fyrri hluta erindisins til félagsmálaráðs.


6 Amtsbókasafn - viðbygging
2001020166
6. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. febrúar 2001.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs.7 Amtsbókasafn
2001020099
2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 12. febrúar 2001 sem bæjarstjórn 20. febrúar sl. vísaði til bæjarráðs.
Einnig lögð fram erindi móttekin 23. febrúar 2001 frá Hólmkeli Hreinssyni amtsbókaverði og Aðalbjörgu Sigmarsdóttur héraðsskjalaverði varðandi nýbyggingu við Amtsbókasafnið.
Ákvörðun um framkvæmdir við Amtsbókasafnið verður tekin þegar afgreiðsla þriggja ára áætlunar liggur fyrir.


8 Verslunarmiðstöðin Sunnuhlíð - framtíð hússins
2001020103
Erindi dags. 25. febrúar 2001 þar sem eignaraðilar Verslunarmiðstöðvarinnar Sunnuhlíðar fara þess á leit við bæjarráð að hafnar verði könnunarviðræður við eigendur um þann möguleika að Akureyrarbær kaupi eignina Sunnuhlíð 12. Einnig lagt fram kostnaðarmat unnið af VST sem eigendur Sunnuhlíðar hafa látið gera á því að breyta Sunnuhlíð 12 í bókasafn.
Bæjarráð vísar til bókunar við 1. lið hér að framan.


9 Mótmæli gegn hækkun leigugjalds fyrir beitarhólf
2001020134
Erindi dags. 22. febrúar 2001 og áskorun frá almennum félagsfundi Hestamannafélagsins Léttis, þar sem hækkun leigugjalds fyrir beitarhólf í bæjarlandinu er harðlega mótmælt.
Bæjarráð vísar til bókunar við 2. lið hér að framan.


10 Frumvarp til laga um lax- og silungsveiði
2001020127
Landbúnaðarnefnd sendir með bréfi dags. 16. febrúar 2001 Akureyrarbæ til umsagnar frumvarp til laga um lax- og silungsveiði, 389. mál, rekstrarleyfi, gjaldtaka, fiskeldisnefnd o.fl.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að fara yfir frumvarpið og vísar því jafnframt til skoðunar í náttúruverndarnefnd.


11 Innheimta fasteignagjalda
2001020129
Fram lagt til upplýsinga erindi dags. 19. febrúar 2001 frá félagsmálaráðuneytinu þar sem vakin er athygli sveitarstjórna á áliti umboðsmanns Alþingis frá 30. janúar 2001 varðandi kvörtun vegna innheimtu fasteignagjalda í Hafnarfirði.


12 Álit umboðsmanns Alþingis
1999120087
Lagt fram erindi dags. 20. febrúar 2001 þar sem umboðsmaður Alþingis sendir álit sitt í tilefni af kvörtun Harðar F. Harðarsonar héraðsdómslögmanns f.h. Michaels Jóns Clarke.13 Stækkun vesturbakka í Fiskihöfn, Akureyri
2001020130
Erindi dags. 19. febrúar 2001 frá Skipulagsstofnun þar sem í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum er óskað álits Akureyrarbæjar á því hvort ofangreind framkvæmd skuli háð mati skv. 2. og 3. viðauka í framangreindum lögum. Einnig var lagt fram minnisblað frá bæjarverkfræðingi og skipulags- og byggingafulltrúa um málið.
Bæjarráð telur að eðli og umfang framkvæmda Hafnasamlags Norðurlands í Fiskihöfninni hafi ekki þau umhverfisáhrif að þau geti talist matsskyld.
Bæjarstjórn 6. 3. 2001


14 Myndlistaskóli Arnar Inga
2001020144
Erindi dags. 6. janúar 2001 (móttekið 22. febrúar), undirritað af fyrrverandi og núverandi nemendum Myndlistaskóla Arnar Inga, þar sem vakin er athygli bæjaryfirvalda á starfsemi skólans. Einnig er bent á misræmi við úthlutun styrkja til menningar- og listastarfs í bænum.
Bæjarráð vísar erindinu til þeirrar nefndar sem fjallar um myndlistamenntun í bæjarfélaginu.


15 Trjáröð á lóð VMA meðfram Mýrarvegi og Hringteigi
2001020150
Erindi dags. 5. febrúar 2001 frá Verkmenntaskólanum á Akureyri þar sem óskað er aðstoðar Akureyrarbæjar við frágang og gróðursetningu á lóð.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs.


16 Afsal Olíudreifingar ehf. á lóð félagsins í Krossanesi
1999120079
Erindi dags. 23. febrúar 2001 frá Olíudreifingu ehf. þar sem óskað er viðræðna um afsal á lóð félagsins með fyrirvara um endurgreiðslu kostnaðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við bréfritara um lóðamál.


17 Dómur í máli Ingibjargar Eyfells
1999110080
Bæjarlögmaður gerði grein fyrir niðurstöðum dóms í máli nr. E-399/2000 Ingibjörg Eyfells gegn Akureyrarbæ, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra 27. febrúar 2001.


18 Starfsáætlanir 2001 - endurskoðaðar
2001010084
Lagðar fram endurskoðaðar starfsáætlanir sviða og nefnda bæjarins.
Umræðum frestað til næsta fundar.


19 Þriggja ára áætlun 2002 - 2004
2001020165
Fjármálastjóri lagði fram tillögu að vinnulista við gerð þriggja ára áætlunar 2002-2004.
Bæjarráð vísar tillögunni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


20 Tímaáætlun vegna vinnu við gerð áætlana hjá Akureyrarbæ árið 2001
Fjármálastjóri lagði fram tímaáætlun vegna vinnu við gerð áætlana árið 2001.
Bæjarráð samþykkir að vinna samkvæmt þessari áætlun.

Fundi slitið kl. 11.22.