Bæjarráð

2545. fundur 15. mars 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2832. fundur
15/03/2001 kl. 09:00 - 11:31
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Sígaunabaróninn
2001030082
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 12. mars 2001 þar sem óskað er eftir styrk til að setja upp óperettu.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til menningarmálanefndar.2 Fasteignir Akureyrarbæjar - breytt erindisbréf, skipurit o.fl.
2000100094
1. liður í fundargerð framkvæmdaráð dags. 12. mars 2001 varðandi fasteignir Akureyrarbæjar og drög að nýju erindisbréfi framkvæmdaráðs.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn 20. mars 20013 Kynningar- og markaðsmál - verkefnastjórn
2001030055
Á fundi bæjarstjórnar 6. mars sl. var Heiðrún Jónsdóttir tilnefnd fulltrúi í verkefnastjórn kynningar- og markaðsmála.
Með bréfi dags. 7. mars 2001 tilkynnir Heiðrún að hún sjái sér ekki fært að taka sæti í verkefnastjórninni vegna flutnings úr bænum.
Bæjarráð vísar tilnefningu á fulltrúa í verkefnastjórnina til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn 20. mars 2001


4 Kontaktmannamötet í Lahti 14. - 17. júní 2001
2001030056
Erindi dags. 6. mars 2001 frá bæjarstjóranum í Lahti þar sem hann býður 2 fulltrúum Akureyrarbæjar að koma á tenglamót (kontaktmannamöte) í Lahti dagana 14. - 17. júní nk.
Bæjarráð samþykkir að senda tvo fulltrúa bæjarins á tenglamótið.


5 Aðalfundur Minjasafnsins á Akureyri 2001
2001030067
Erindi dags. 9. mars sl. frá safnstjóra Minjasafnsins á Akureyri þar sem boðað er til aðalfundar miðvikudaginn 28. mars nk. kl. 20.00 í sal Zontaklúbbsins, Aðalstræti 54. Akureyrarbær skal kjósa fulltrúa sína á aðalfund Minjasafnsins og varamenn þeirra.
Bæjarráð felur Karli Guðmundssyni sviðsstjóra félagssviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.
Bæjarfulltrúum er jafnframt gefinn kostur á að sækja fundinn eða tilnefna mann í sinn stað.6 Rekstur einkasalar í safnaðarheimili Akureyrarkirkju
2001020169
Með bréfi dags. 26. febrúar 2001 sendir Sýslumaðurinn á Akureyri til umsagnar umsókn Einars S. Bjarnasonar, kt. 060351-7599, fyrir hönd Akureyrarkirkju um leyfi til að reka einkasal í safnaðarheimili Akureyrarkirkju við Eyrarlandsveg.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


7 ADS-Ísland ehf. - leyfi til reksturs næturklúbbs
2001030036
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 5. mars 2001 frá Sýslumanninum á Akureyri vegna ADS-Íslands ehf. sem frestað var á síðasta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð telur ekki forsendur til að leggjast gegn útgáfu leyfis til rekstrar næturklúbbs, en telur rétt að gildistíma leyfisins verði markaður skammur tími, þar sem til stendur að setja í gang vinnu við endurskoðun á skilmálum deiliskipulags um hvar verði heimilt að reka slíka staði.


8 Setrið - leyfi til reksturs næturklúbbs
2001030037
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 5. mars 2001 frá Sýslumanninum á Akureyri vegna Setursins sem frestað var á síðasta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð telur ekki forsendur til að leggjast gegn útgáfu leyfis til rekstrar næturklúbbs, en telur rétt að gildistíma leyfisins verði markaður skammur tími, þar sem til stendur að setja í gang vinnu við endurskoðun á skilmálum deiliskipulags um hvar verði heimilt að reka slíka staði.


9 Svo læra börnin... - málþing um jafnrétti í samstarfi foreldra við fæðingu barns
2001030029
3. liður í fundargerð jafnréttisnefndar 6. mars sl. sem vísað var til bæjarráðs og varðar styrkbeiðni Jafnréttisstofu.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


10 Nýbúanámskeið Menntasmiðjunnar á Akureyri
2001030085
Erindi dags. 12. mars 2001 frá Menntasmiðjunni á Akureyri þar sem þess er farið á leit við Akureyrarbæ að hann styrki þátttakendur á nýbúanámskeiðum.
Bæjarráð samþykkir að námskeiðin verði auglýst á þeim forsendum sem lýst er í erindi Menntasmiðjunnar.


11 Mosateigur 10
2000090007
Lagður fram til kynningar úrskurður frá fundi úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála þann 8. mars 2001, þar sem tekin var fyrir kæra á samþykkt umhverfisráðs Akureyrar frá 30. júní 2000 varðandi byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi að Mosateigi 10, Akureyri.12 Byggingarhæfi lóða - verklagsreglur
1999100002
Bæjarverkfræðingur lagði fram tillögur um skilgreiningu á byggingarhæfi - verklagsreglur.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn 20. mars 2001


13 Þátttaka í stofnkostnaði og tækjakaupum FSA
2000100095
Erindi dags. 7. mars 2001 frá fjármálaráðuneytinu varðandi þátttöku Akureyrarbæjar í stofnkostnaði og tækjakaupum sjúkrastofnana.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni fullt umboð til samningsgerðar um niðurfellingu á greiðsluskyldu hlutdeildar bæjarins í byggingarkostnaði og kostnaði við meiriháttar viðhald Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.


14 Reglur um lóðaúthlutanir
2001030083
Bæjarverkfræðingur lagði fram tillögur að vinnureglum við lóðaúthlutanir.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn 20. mars 2001


15 Reglur um sumarstörf
2001030087
Lagðar fram vinnureglur um sumarstörf.
Bæjarráð samþykkir vinnureglurnar.


16 Starfsáætlanir 2001 - endurskoðaðar
2001010084
Lagðar fram að nýju endurskoðaðar starfsáætlanir sviða og nefnda bæjarins.
Bæjarráð samþykkir að vísa reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.


17 Þriggja ára áætlun 2002 - 2004
2001020165
Fjármálastjóri lagði fram tillögu að þriggja ára áætlun um rekstur, fjármál og framkvæmdir á árunum 2002 - 2004.
Bæjarráð samþykkir að vísa áætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn.


18 Gjaldskrá um gatnagerðargjöld
Bæjarverkfræðingur lagði fram breytingatillögur að gjaldskrá um gatnagerðargjöld á Akureyri.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Fundi slitið.