Bæjarráð

2554. fundur 30. mars 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2833. fundur
30.03.2001 kl. 09:00 - 12:07
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Aðstaða eldri borgara í kjallara Bjargs
2000110073
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. mars 2001.
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundaráðs og félagsmálaráðs.


2 Mótmæli gegn hækkun leigugjalds fyrir beitarhólf
2001020134
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. mars 2001.
Málið er í vinnslu. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármálasviðs að svara hlutaðeigandi og veita umbeðnar upplýsingar um leigu á löndum í eigu bæjarins.


3 Karlakór Akureyrar Geysir - styrkbeiðni
2001030160
3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. mars 2001.
Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að ræða við hlutaðeigandi.4 Sprengingar í Krossanesi - kvörtun
2001030161
4. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. mars 2001.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að skoða málið og gera viðeigandi ráðstafanir til að þannig verði að verki staðið við þessar framkvæmdir að húseignir og húsmunir verði ekki fyrir tjóni.
Bæjarstjórn 3. apríl 2001


5 Sprengingar í Krossanesi - kvörtun
2001030161
5. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. mars 2001.
Bæjarráð vísar til bókunar við 4. lið hér að framan.


6 Mótmæli gegn hækkun leigugjalds fyrir beitarhólf
2001020134
6. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. mars 2001.
Bæjarráð vísar til bókunar við 2. lið hér að framan.


7 Staðardagskrá 21
2000030023
2. liður í fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 15. mars 2001 - framkvæmda- og kostnaðaráætlun vegna verkefnisins Staðardagskrá 21 á Akureyri.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.


8 Fjölnota íþróttahús
2001020070
3. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 26. mars 2001 ásamt fundargerð verkefnisliðs dags. 15. mars 2001.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa forval á verkefninu í samræmi við áætlanir sem fram koma í fundargerð verkefnisliðs 15. mars sl.9 Skipurit Norðurorku
2000080051
2. liður í fundargerð stjórnar veitustofnana dags. 8. mars 2001, sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum 20. mars sl.
Bæjarráð samþykkir skipuritið.
Bæjarstjórn 3. apríl 2001


10 Vetraríþróttamiðstöð Íslands - fundargerð dags. 22. febrúar 2001
2001020086
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.


11 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 12. mars 2001
2001010126
Fundargerðin er í 12 liðum og er lögð fram til kynningar.12 Gjaldskrá um gatnagerðargjöld og byggingaleyfis- og þjónustugjöld
2001030116
Teknar fyrir að nýju breytingartillögur að gjaldskrá um gatnagerðargjöld á Akureyri og byggingaleyfis- og þjónustugjöld.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögum að gjaldskrá um gatnagerðargjöld og byggingaleyfis- og þjónustugjöld til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn 3. apríl 2001


13 Hluthafafundur í Kísiliðjunni hf.
2001030119
Erindi dags. 20. mars 2001 frá Kísiliðjunni við Mývatn þar sem boðað er til hluthafafundar föstudaginn 30. mars nk. í Hótel Reynihlíð kl. 16.00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


14 Umferðarfræðsla í skólum
2001030127
Lögð fram greinargerð frá Þorsteini Péturssyni lögreglumanni varðandi umferðarfræðslu í skólum á Akureyri og við Eyjafjörð.
Bæjarráð samþykkir að vísa þeim ábendingum sem fram koma í greinargerðinni til umhverfisráðs.


15 Málþing um árangur reynslusveitarfélaganna af þjónustu við fatlaða
2001030128
Verkefnisstjórn reynslusveitarfélaga og Samband íslenskra sveitarfélaga gangast í sameiningu fyrir málþingi um reynslu og árangur reynslusveitarfélaganna af þjónustu við fatlaða og yfirtöku þeirra á málaflokknum. Málþingið verður haldið á Grand Hóteli, Reykjavík, föstudaginn 30. mars 2001. Lagt fram til kynningar.


16 Ráðstefna um Staðardagskrá 21
2001030033
Erindi dags. 21. mars 2001 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga undirritað af verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 á Íslandi, þar sem boðað er til ráðstefnu í Mosfellsbæ, mánudaginn 2. apríl 2001. Lagt fram til kynningar.


17 Aðalfundur Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf. 2001
2001030089
Lögð fram til kynningar fundargerð Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf. dags. 23. mars 2001.


18 Laga- og reglugerðarákvæði um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
2001030132
Erindi dags. 23. mars 2001 frá félagsmálaráðuneytinu þar sem beðið er um athugasemdir og ábendingar varðandi endurskoðun á laga- og reglugerðarákvæði um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að koma sjónarmiðum Akureyrarbæjar á framfæri við nefndina.19 Hafnarstræti 98
2001030133
Erindi dags. 22. mars 2001 frá Fasteignasölunni Byggð þar sem Akureyrarbæ er boðin fasteignin Hafnarstræti 98 - 2. og 3. hæð ásamt kjallara til kaups.
Bæjarráð hafnar erindinu.
Bæjarstjórn 3. apríl 200120 Lok samræmdra prófa - styrkbeiðni
2001030162
Erindi dags. 23. mars 2001, undirritað af Evu Þórunni Ingólfsdóttur f.h. foreldra 10. bekkinga á Akureyri, þar sem óskað er eftir styrk vegna dansleiks sem halda á í lok samræmdu prófanna.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Bæjarstjórn 3. apríl 200121 Ábúð á jörðinni Skjaldarvík
2000080039
Erindi dags. 16. mars 2001 frá ábúendum á jörðinni Skjaldarvík varðandi tilboð vegna hugsanlegrar sölu á mjólkurkvóta.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að vinna áfram að lausn málsins.


22 Reikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2000
2001030042
Á fundinn mættu endurskoðendurnir Arnar Árnason og Þorsteinn Þorsteinsson og fóru yfir og skýrðu reikningana.
Einnig sátu fundinn undir þessum lið bæjarfulltrúarnir Sigurður J. Sigurðsson, Oktavía Jóhannesdóttir og Guðmundur Ómar Guðmundsson.

Fundi slitið.