Bæjarráð

2562. fundur 05. apríl 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2834. fundur
05.04.2001 kl. 09:00 - 11:47
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Vilborg Gunnarsdóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1 Sígaunabaróninn
2001030082
5. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 22. mars sl. varðandi styrkveitingu vegna uppsetningar á Sígaunabaróninum.
Með vísan til umsagnar menningarmálanefndar samþykkir bæjarráð að styrkja sýninguna með
kr. 300.000.
Bæjarstjórn 24. 4. 2001


2 Eignarhaldsfélagið Rangárvellir - fundargerð dags. 28. mars 2001
2001020048
Fundargerðin er í 2 liðum og er lögð fram til kynningar.3 Félagsstofnun stúdenta - Ársreikningur 2000
2001040002
Erindi dags. 30. mars 2001 frá Félagsstofnun stúdenta á Akureyri þar sem óskað er eftir tilnefningu á fulltrúa í stjórn til næstu tveggja ára. Ársreikningur stofnunarinnar fyrir árið 2000 lagður fram til kynningar.
Bæjarráð tilnefnir Höllu Margréti Tryggvadóttur sem fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Félagsstofnunar stúdenta til næstu tveggja ára og Guðríði Friðriksdóttur til vara.
Bæjarstjórn 24. 4. 2001


4 Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998
2001030158
Erindi dags. 23. mars 2001 þar sem Félagsmálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 146. mál einkafjármögnun og rekstrarleiga. Jafnframt er fram lögð umsögn stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið frá fundi 28. mars sl.
Bæjarráð tekur undir umsögn stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.


5 Lóðir boðnar til kaups
2001040004
Erindi dags. 14. mars 2001 frá Gunnari Ragnars þar sem hann f.h. dánarbús Guðrúnar Ólafsson býður Akureyrarbæ lóðirnar Geislagötu 7, Geislagötu 12, Gránufélagsgötu 4 og Gránufélagsgötu 6 til kaups.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.6 Málefni Myndlistaskólans á Akureyri
2000090019
Erindi dags. 28. mars 2001 frá nefnd um málefni Myndlistaskólans á Akureyri, sem bæjarráð samþykkti að skipa á fundi sínum þann 1. febrúar sl.
Bæjarráð fellst á tillögu nefndarinnar enda náist samkomulag við aðila málsins um framtíð myndlistamenntunar, en leggur áherslu á að nefndin hraði störfum sínum eins og kostur er.
Bæjarstjórn 24. 4. 2001


7 Athugasemdir við reglur um sumarstörf 2001
2001030087
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra þjónustusviðs vegna athugasemda Ástu Sigurðardóttur bæjarfulltrúa við reglur um sumarstörf 2001.
Bæjarráð samþykkir að ekki verði gerðar breytingar á reglunum, en sviðsstjóra þjónustusviðs falið að koma túlkun á þeim á framfæri við stjórnendur bæjarins.


8 Fitness 2001 og Þrekmeistaramót Íslands
2001040001
Erindi dags. 26. mars 2001 frá aðstandendum Fitnesshelgarinnar og Þrekmeistaramóts Íslands þar sem óskað er eftir styrk til mótshaldsins í ár í formi fjárveitinga og/eða niðurfellingar húsaleigu í Íþróttahöllinni.
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundaráðs.


9 Alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar 15. maí 2001
2001030167
Fram lagt erindi dags. 23. mars 2001 frá Fjölskylduráði Félagsmálaráðuneytisins þar sem minnt er á alþjóðlegan dag fjölskyldunnar þann 15. maí nk. Þess er farið á leit við sveitarstjórnir að þær stuðli að því að fólk gefi sér tíma til að verja með fjölskyldum sínum.10 Deiliskipulag háskólasvæðisins
2001030096
Erindi dags. 14. mars 2001 frá rektor Háskólans á Akureyri, þar sem þess er farið á leit við Akureyrarbæ að hann greiði helming kostnaðar við gerð deiliskipulags fyrir háskólasvæðið.
Með vísan til fyrri samþykkta Akureyrarbæjar um aðkomu bæjarins að uppbyggingu á háskólasvæðinu samþykkir bæjarráð að leggja fram kr. 1.050.000 til gerðar deiliskipulags á svæðinu. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Bæjarstjórn 24. 4. 2001


11 Staðardagskrá 21
2000030023
2. liður í fundargerð náttúruverndarnefndar 15. mars sl. sem frestað var á síðasta bæjarráðsfundi.
Bæjarráð vísar umhverfisstefnu og framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn 24. 4. 2001


12 Dómur í máli Ingibjargar Eyfells
1999110080
Bæjarlögmaður gerði grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið milli funda.
Bæjarráð samþykkir að una dómi Héraðsdóms í máli þessu.
Bæjarstjórn 24. 4. 2001


13 Valgerður H. Bjarnadóttir
2001020101
Drög að samkomulagi lögð fram.
Bæjarráð staðfestir samkomulagið sem gert hefur verið við Valgerði H. Bjarnadóttur.
Bæjarstjórn 24. 4. 2001


14 Reikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2000
2001030042
Lagðir fram reikningar ársins 2000.
Á fundinn komu endurskoðendur bæjarins Arnar Árnason og Þorsteinn Þorsteinsson og gerðu grein fyrir samantekt sinni á einstökum rekstrareiningum bæjarins.


15 Önnur mál
a) Ákvörðun um næsta fund bæjarráðs.
b) Rætt var um stöðu kjarasamninga við STAK.
a) Stefnt er að næsta fundi bæjarráðs miðvikudaginn 18. apríl nk.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið.