Bæjarráð

2572. fundur 18. apríl 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2835. fundur
18/04/2001 kl. 09:00 - 11:46
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þórarinn B. Jónsson varaformaður
Vilborg Gunnarsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1 Sprengingar í Krossanesi
2001030161
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 9. apríl 2001.
Óskað hefur verið eftir því við Vinnueftirlit ríkisins að það athugi málsatvik.
Bæjarráð felur bæjarverkfræðingi að svara erindinu.
Bæjarstjórn 24. 4. 2001


2 Geislagata - tölvulagnir
2001040014
3. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 9. apríl 2001 varðandi tillögu að endurnýjun tölvulagna á bæjarskrifstofunum.
Bæjarráð heimilar verkefnið og vísar fjármögnun þess til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.3 Fasteignir Akureyrarbæjar - fundargerð dags. 9. apríl 2001
1. liður - Skipulag félagsins og fyrstu verkefni.
Bæjarráð heimilar umbeðnar framkvæmdir.
Bæjarstjórn 24. 4. 2001


4 Tímaúthlutun 2001
2001030197
4. liður í fundargerð skólanefndar dags. 9. apríl 2001 varðandi tillögur að tímaúthlutun til almennrar kennslu í grunnskólunum.
Formaður skólanefndar og skólafulltrúi mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir og skýrðu tillögurnar.


5 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerð dags. 5. apríl 2001
2001010025
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.


6 Knattspyrnuhús á Akureyri
2001020070
Lögð fram bókun frá KA dags. 6. apríl 2001, þar sem aðalfundur KA haldinn 3. apríl sl. tekur heilshugar undir áform Akureyrarbæjar um byggingu fjölnota húss á íþróttasvæði Þórs á Akureyri.7 Landssamtökin Þroskahjálp - fasteignagjöld
2001040036
Erindi dags. 6. apríl 2001 þar sem Landssamtökin Þroskahjálp sækja um lækkun/styrk vegna greiðslu fasteignagjalda af íbúðarhúsnæði í eigu samtakanna.
Bæjarráð bendir á að greiddar eru húsaleigubætur til íbúa í umræddu íbúðarhúsnæði. Fjármálastjóri og sviðsstjóri félagssviðs munu senda Þroskahjálp greinargerð varðandi erindið.
Bæjarstjórn 24. 4. 20018 Leikskóli - nýbygging
2001040034
Erindi dags. 3. apríl 2001 þar sem P. Alfreðsson ehf. býðst til að byggja nýjan leikskóla fyrir Akureyrarbæ. Meðfylgjandi er tillaga frá Arkþing ehf. að staðsetningu leikskóla ásamt teikningum.
Með vísan til vinnureglna Akureyrarbæjar í útboðum verka getur bæjarráð ekki orðið við erindinu.
Bæjarstjórn 24. 4. 2001


9 Hesjuvellir
2000040075
Bæjarlögmaður kynnti tilboð sem Akureyrarbæ hefur borist frá eiganda Hesjuvalla.
Bæjarráð hafnar tilboðinu.
Bæjarstjórn 24. 4. 2001


10 Brávellir - umsókn um stærri lóð og stöðuleyfi fyrir húsum
2001040046
Erindi dags. 6. apríl 2001 frá Jóni Hilmari Lútherssyni og Þóreyju Egilsdóttur þar sem þau sækja um stærri lóð svo að stækkun íbúðarhúss rúmist á lóðinni og að öll útihúsin séu innan lóðarmarkanna.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að ganga frá samningi við leigutaka um stækkun lóðar.
Bæjarstjórn 24. 4. 2001


11 Kiwanis - styrkbeiðni v/reiðhjólahjálma
2001040035
Erindi dags. 8. apríl 2001 frá Kiwanisklúbbunum Emblu og Kaldbak. Klúbbarnir munu gefa öllum 7 ára börnum á Akureyri reiðhjólahjálma og leita af því tilefni til Akureyrarbæjar eftir styrk.
Bæjarráð samþykkir 150.000 kr. styrk til verkefnisins.
Bæjarstjórn 24. 4. 2001


12 Skipulag í Krossanesi
2000070019
Lögð fram matsgerð dags. 30. mars 2001 undirrituð af gerðardómsmönnum, um geymsluskemmu í Krossanesi.
Bæjarráð mun una niðurstöðu matsins.
Þórarinn B. Jónsson óskar bókað að hann tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn 24. 4. 2001

Fundi slitið.