Bæjarráð

2578. fundur 26. apríl 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2836. fundur
26.04.2001 kl. 09:00 - 10:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Vilborg Gunnarsdóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Búferlaflutningar janúar-mars 2001
Lagt fram til kynningar fréttabréf Hagstofu Íslands nr. 31/2001.2 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - fundargerðir
2001040070
Lagðar fram til kynningar fundargerðir Héraðsráðs Eyjafjarðar dags. 4. apríl 2001, samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar dags. 24. janúar 2001, framkvæmdanefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar dags. 23. mars 2001, Sorpeyðingar Eyjafjarðar dags. 23. janúar og 5. apríl 2001, fjallskilanefndar Héraðsnefndar Eyjafjarðar dags. 7. mars 2001, Almannavarnanefndar Eyjafjarðar dags. 6. og 14. febrúar 2001 og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar dags. 5. febrúar 2001.3 Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fyrir árið 2000
2001040065
Erindi dags. 9. apríl 2001 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar þar sem boðað er til aðalfundar þann 10. maí nk.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri fari með umboð bæjarins á fundinum.


4 Fundargerð ársfundar Landsvirkjunar árið 2001
2001030041
Fundargerðin lögð fram til kynningar5 Byggingarlistastefna Akureyrarbæjar
2000010044
Lögð fram greinargerð starfshóps dags. 20. desember 2000 varðandi tillögu að byggingarlistastefnu Akureyrarbæjar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar til næsta fundar.6 Ábúð á jörðinni Skjaldarvík
2000080039
Lagt fram minnisblað bæjarlögmanns dags. 18. apríl 2001 ásamt bréfi dags. 9. apríl 2001.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að ganga frá málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Bæjarstjórn 8. maí 2001


7 Ráðning slökkviliðsmanna - kvörtun
1999110027
Erindi dags. 20. apríl 2001 frá Klemenz Eggertssyni, hdl., þar sem hann f.h. Halldórs Bragasonar krefur Akureyrarbæ um miskabætur í framhaldi af synjun á ráðningu í starf slökkviliðsmanns.
Bæjarráð hafnar erindinu og telur kröfuna ekki eiga við rök að styðjast.
Bæjarstjórn 8. maí 2001

Fundi slitið.