Bæjarráð

2582. fundur 28. júní 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2844. fundur
28.06.2001 kl. 09:00 - 10:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Vilborg Gunnarsdóttir varaformaður
Þórarinn B. Jónsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari1 Umhverfisráð - fundargerð dags. 20. júní 2001
Fundargerðin er í 52 liðum.
6. liður: Nektardansstaðir.
Meiri hluti bæjarráðs samþykkir liðinn.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað hann greiðir atkvæði gegn tillögunni.
Bæjarráð samþykkir aðra liði fundargerðarinnar að svo miklu leyti sem þeir gefa tilefni til ályktunar.
2 Skólanefnd - fundargerð dags. 25. júní 2001
Fundargerðin er í 1 lið - Gjaldskrá leikskóla.
Meiri hluti bæjarráðs samþykkir liðinn.
Guðmundur Ómar Guðmundsson óskar bókað að hann situr hjá.
3 Íþrótta- og tómstundaráð - fundargerð dags. 26. júní 2001
Fundargerðin er í 5 liðum.
1. liður: Þjónustugjaldskrár.
Meiri hluti bæjarráðs samþykkir gjaldskrárnar aftur að liðnum "Annað" í gjaldskrá íþróttamannvirkja.
Guðmundur Ómar Guðmundsson óskar bókað að hann situr hjá.
Liðurinn "Annað" sem fjallar um "græn kort" fyrir ellilífeyrisþega var samþykktur af meiri hluta bæjarráðs.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
4 Framkvæmdaráð - fundargerð dags. 26. júní 2001
Fundargerðin er í 2 liðum.
1. liður: Strætisvagnar Akureyrar - gjaldskrárbreyting.
Meiri hluti bæjarráðs samþykkir liðinn.
Guðmundur Ómar Guðmundsson óskar bókað að hann situr hjá.
2. liður: Framkvæmdamiðstöð - skipurit.
Bæjarráð samþykkir liðinn.


5 Eyþing - fundargerð dags. 7. júní 2001
2001010131
Fundargerðin er í 8 liðum og er lögð fram til kynningar.


6 Veitingaleyfi - Strandgata 13
2001060088
Með bréfi dags. 22. júní 2001 óskar Sýslumaðurinn á Akureyri umsagnar um umsókn Sigurðar Sigurðssonar, kt. 090763-2379, f.h. Kristjáns IX ehf., kt. 471293-2459, þar sem hann sækir um leyfi til reksturs skemmtistaðar að Strandgötu 13.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs skemmtistaðar verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


7 Veitingaleyfi - Strandgata 3
2001060074
Með bréfi dags. 19. júní 2001 óskar Sýslumaðurinn á Akureyri umsagnar um umsókn Steingríms Bjarnasonar, kt. 141071-3789, f.h. Týsdags ehf., kt. 580299-3349, um leyfi til að reka veitingahús að Strandgötu 3.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingahúss verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


8 Grænhóll - erfðafestuland
2001020040
Erindi dags. 20. júní 2001 frá Hreini Pálssyni hrl. fyrir hönd Víkings Guðmundssonar leigutaka Grænhóls þar sem hann óskar þess að bærinn gangi til samninga við umbjóðanda sinn.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að ganga til samninga við bréfritara og sjá til þess að gengið verði frá umræddu svæði.


9 Héraðsráð Eyjafjarðar - fundargerðir dags. 13. og 20. júní 2001
2001050067
Fundargerðin frá 13. júní er í 7 liðum.
Fundargerðin frá 20. júní er í 4 liðum.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.


10 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - fundargerð dags. 6. júní 2001
2001050058
Fundargerðin er í 18 liðum og er lögð fram til kynningar.


11 Veiðifélag Eyjafjarðarár - aðalfundur
2001060103
Lagt fram ódags. erindi þar sem boðað er til aðalfundar Veiðifélags Eyjafjarðarár að Sólgarði fimmtudaginn 28. júní 2001 kl. 21.00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


12 Námsleyfi sviðsstjóra fjármálasviðs
2000030097
Bæjarstjóri lagði fram tillögu um að Halla Margrét Tryggvadóttir gegni stöðu sviðsstjóra fjármálasviðs í námsleyfi Dans Brynjarssonar.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


13 Stýrihópur um markaðssetningu Akureyrar
2001060108
Fulltrúar stýrihópsins þau Steinar Magnússon, Helena Þ. Karlsdóttir og Benedikt Guðmundsson og Jón Birgir Guðmundsson frá IMG mættu á fund bæjarráðs og kynntu starf hópsins.
Einnig mætti Þóra Ákadóttir bæjarfulltrúi undir þessum lið.


14 Lagning breiðbands á Akureyri
2001050129
Bæjarstjóri lagði fram minnisblað um málið.


15 Önnur mál
Málefni Omnya rædd.

Fundi slitið.