Bæjarráð

2587. fundur 02. ágúst 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2849. fundur
02.08.2001 kl. 09:00 - 10:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Hákon Stefánsson
Ása A. Kristjánsdóttir, fundarritari


1 Húsnæðisnefnd - fundargerð dags. 25. júlí 2001
Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


2 Náttúruverndarnefnd - fundargerð dags. 26. júlí 2001
Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


3 Opnunartími Sjallans um verslunarmannahelgina
2001070095
Erindi dags. 27. júlí 2001 frá framkvæmdastjóra Sjallans ehf. þar sem sótt er um leyfi til að hafa Sjallann opinn til kl. 05.00 þá 3 daga sem dansleikir verða haldnir um verslunarmannahelgina.
Bæjarráð fellst ekki á frávik frá reglum Akureyrarbæjar um leyfi til vínveitinga en skv. þeim er veitingastöðum heimilt að hafa opið til kl. 04.00.


4 Rekstrar- og leigusamningur milli Akureyrarbæjar og Golfklúbbs Akureyrar
2001070088
Lögð fram drög að rekstrar- og leigusamningi milli Akureyrarbæjar og Golfklúbbs Akureyrar.
Frestað frá fundi dags. 26. júlí sl.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að ganga frá rekstrar- og leigusamningi við Golfklúbb Akureyrar. Bæjarráð felur bæjarstjóra jafnframt að ganga frá kaupum Akureyrarbæjar á hluta fasteignarinnar að Jaðri ásamt leigulóðarréttindum, matshluta 080801 og 070102, kaupverð eignanna er kr. 13.000.000.


5 Rekstrar- og leigusamningur milli Akureyrarbæjar og Knattspyrnufélags Akureyrar
2001070088
Lögð fram drög að rekstrar- og leigusamningi milli Akureyrarbæjar og Knattspyrnufélags Akureyrar.
Frestað frá fundi dags. 26. júlí sl.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að ganga frá rekstrar- og leigusamningi við Knattspyrnufélag Akureyrar. Bæjarráð felur bæjarstjóra jafnframt að ganga frá kaupum Akureyrar á hlut fasteignarinnar Dalsbraut, Akureyri þ.e. íþróttahúsi ásamt tilheyrandi leigulóðarréttindum matshluta 030101, kaupverð eignarinnar er kr. 95.000.000.


6 Rekstrar- og leigusamningur milli Akureyrarbæjar og Íþróttafélagsins Þórs
2001070088
Lögð fram drög að rekstrar- og leigusamningi milli Akureyrarbæjar og Íþróttafélagsins Þórs.
Frestað frá fundi dags. 26. júlí 2001.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að ganga frá rekstrar- og leigusamningi við Íþróttafélagið Þór. Bæjarráð felur bæjarstjóra jafnframt að ganga frá kaupum Akureyrabæjar á hluta fasteignarinnar Hamars við Skarðshlíð, Akureyri ásamt leigulóðarréttindum, matshluti 010001, kaupverð eignarinnar er kr. 37.000.000.


7 Samskiptasamningur milli Akureyrarbæjar og Íþróttabandalags Akureyrar
2001070088
Lögð fram drög að samningi um samskiptamál milli Akureyrarbæjar og Íþróttabandalags Akureyrar.
Frestað frá fundi dags. 26. júlí 2001.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi um samskiptamál milli Akureyrarbæjar og Íþróttabandalags Akureyrar. Bæjarráð felur bæjarstjóra jafnframt að ganga frá samningi við ÍBA um ráðningu fjármálastjóra Íþróttabandalags Akureyrar.Fundi slitið.