Bæjarráð

2588. fundur 05. júlí 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2845. fundur
05.07.2001 kl. 09:00 - 11:21
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Oddur Helgi Halldórsson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari


1 Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar - fundargerð dags. 26. júní 2001
Fundargerðin er í 5 liðum.
3. liður: Garðyrkjufræðinemar.
Bæjarráð samþykkir liðinn.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.2 Félagsmálaráð - fundargerð dags. 27. júní 2001
Fundargerðin er í 8 liðum.
2. liður: Þjónustugjaldskrár.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytinguna.
Guðmundur Ómar Guðmundsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu liðarins.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.3 Húsnæðisnefnd - fundargerð dags. 27. júní 2001
Fundargerðin er í 9 liðum.
5. liður: Beiðni um kaup.
Bæjarráð samþykkir innlausn íbúðanna.
6. liður: Innleystar félagslegar íbúðir.
Bæjarráð samþykkir ráðstöfun íbúðanna.
7. liður: Þjónustugjöld.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytinguna.
Guðmundur Ómar Guðmundsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu liðarins.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.4 Menningarmálanefnd - fundargerð dags. 28. júní 2001
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður: Þjónustugjaldskrár.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytinguna.
Guðmundur Ómar Guðmundsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu liðarins.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.5 Náttúruverndarnefnd - fundargerð dags. 28. júní 2001
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


6 Skólanefnd - fundargerð dags. 2. júlí 2001
Fundargerðin er í 10 liðum.
4. liður: Gjaldskrá fyrir skólavistun.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytinguna.
5. liður: Gjaldskrá Tónlistarskóla.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytinguna.
Guðmundur Ómar Guðmundsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu á 4. og 5. lið.
10. liður: Húsnæðismál Bröttuhlíðarskóla.
Bæjarráð samþykkir að fela Fasteignum Akureyrar að fara yfir húsnæðismál Bröttuhlíðarskóla í samvinnu við skólastjóra Bröttuhlíðarskóla og deildarstjóra skóladeildar og leita leiða til úrbóta.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.7 Samband íslenskra sveitarfélaga - tillögur byggðanefndar
2000120019
Lagt fram til kynningar erindi dags. 25. júní 2001 sem hefur að geyma tillögur byggðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.8 Akureyri - skólabær
2001060113
Erindi dags. 26. júní 2001 frá Þorsteini Gunnarssyni, rektor Háskólans á Akureyri, Tryggva Gíslasyni, skólameistara Menntaskólans og Hjalta Jóni Sveinssyni, skólameistara Verkmenntaskólans þar sem þeir tilkynna um samstarf að kynningu skólanna og á Akureyri sem skólabæ. Óska þeir eftir samstarfi við Akureyrarbæ um þetta verkefni.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um aðkomu bæjarins að þessu átaki, ennfremur verði þessu erindi vísað til stýrihóps um markaðs- og kynningarmál og skoðað hvernig fella megi þetta sérstaka kynningarátak á Akureyri sem skólabæ að markaðs- og kynningarátaki bæjarins, sbr. umræður á síðasta fundi.


9 Myndlistamenntun á Akureyri - skýrari stefnumörkun
2001070003
Erindi dags. 29. júní 2001 frá Valbjörgu B. Fjólmundsdóttur þar sem hún setur fram spurningar varðandi myndlistamenntun á Akureyri. Einnig lagður fram undirskriftalisti með 96 nöfnum með mótmælum og áskorun til stjórnvalda vegna Myndlistaskólans á Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara. Einnig er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar á tillögum starfshóps um myndlistamenntun í bæjarfélaginu.


10 Hjalteyrargata 1
2001070004
Íbúð boðin til kaups.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að ganga til viðræðna við eigendur Hjalteyrargötu 1 um kaup á íbúðinni.
11 Tölvukerfi - rekstur
2001050074
Rætt um kostnað vegna reksturs tölvukerfa og útboð á tölvuþjónustu.
Gunnar Frímannsson mætti til fundarins við afgreiðslu á þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að semja við Ríkiskaup um útboð á tölvuþjónustu, sbr. bókun bæjarráðs
31. maí s.l.12 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur
2001070008
Lagt fram yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar janúar - maí 2001.13 Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2001
2000090002
Fjármálastjóri lagði fram gögn á fundinum.

Fundi slitið.