Bæjarráð

2595. fundur 12. júlí 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2846. fundur
12.07.2001 kl. 09:00 - 11:36
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Vilborg Gunnarsdóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Oddur Helgi Halldórsson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Brynja Björk Pálsdóttir, fundarritari


1 Jafnréttisnefnd - fundargerð dags. 5. júlí 2001
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


2 Umhverfisráð - fundargerðir dags. 11. júlí 2001 (tvær)
Fyrri fundargerðin er í 1 lið. Síðari fundargerðin er í 19 liðum.
Fyrri fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.
Seinni fundargerðin var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. liður: Gefur ekki tilefni til ályktunar.
2.-19. liður: Bæjarráð samþykkir liðina.
3 Félagsmálaráð - fundargerð dags. 9. júlí 2001
Fundargerðin er í 8 liðum.
3. liður: Gjaldskrá - Víðilundar.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytinguna.
Guðmundur Ómar Guðmundsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu liðarins.
8. liður: Öldrunarmál - Hrafnista.
Bæjaráð samþykkir tillöguna.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.4 Eignarhaldsfélagið Rangárvellir - fundargerð ársfundar dags. 6. júlí 2001
2001030179
Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram til kynningar.


5 Þátttaka í norrænu samstarfsverkefni menntaskóla
2001010092
Þakkarbréf dags. 3. júlí 2001 ásamt greinargerð um norræna samstarfsverkefnið í Menntaskólanum á Akureyri 2000-2001. Lagt fram til kynningar.6 Laun starfsmanna í Minjasafninu á Akureyri
2001070018
Erindi dags. 2. júlí 2001 frá Minjasafninu á Akureyri þar sem þess er farið á leit að Akureyrarbær fari með samningsumboð gagnvart viðkomandi stéttarfélögum.
Bæjaráð fellst á beiðnina og vísar málinu til afgreiðslu kjarasamninganefndar.


7 Brekkugata 27a - umsókn um leyfi fyrir gistiaðstöðu
2001070020
Með bréfi dags. 4. júlí 2001 sendir Sýslumaðurinn á Akureyri til umsagnar umsókn Karls Eggertssonar, kt. 120660-4039, f.h. einkahlutafélagsins Góð gisting, kt. 580392-2969, um leyfi til að starfrækja gistiaðstöðu á einkaheimili að Brekkugötu 27a, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til starfrækslu gistiaðstöðu verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


8 Veitingaleyfi - Kaffi Tröð
2001070019
Með bréfi dags. 4. júlí 2001 sendir Sýslumaðurinn á Akureyri til umsagnar umókn Guðrúnar Hörpu Örvarsdóttur, kt. 230174-3509, um leyfi til að reka veitingastofu og veitingaverslun að Hafnarstræti 91-93, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingastofu og veitingaverslunar verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


9 Veitingaleyfi að Hafnarstræti 104 - innan og utandyra
2001070024
Með bréfi dags. 6. júlí 2001 sendir Sýslumaðurinn á Akureyri til umsagnar umsókn Margrétar Dóru Eðvarðsdóttur, kt. 030263-3409, um leyfi til að reka veitingastofu að Hafnarstræti 104, Akureyri, innan og utandyra.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingastofu verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


10 Hafnarstræti 29 - úrbætur á lóð vegna jarðvegsskriðs
2001070023
Erindi dags. 6. júlí 2001 frá Valbjörgu B. Fjólmundsdóttur og Fanneyju Stefánsdóttur, eigendum lóðarinnar að Hafnarstræti 29, Akureyri, þar sem þær fara fram á leyfi bæjaryfirvalda til úrbóta vegna jarðvegsskriðs á lóðinni og þátttöku Akureyrarbæjar í kostnaði.
Bæjarráð vísar ósk um skriflegt leyfi til tæknideildar til afgreiðslu.
Bæjarráð getur ekki orðið við ósk um þátttöku í kostnaði við verkið.11 Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli
2001060002
Guðmundur Karl Jónsson og Jóhann Sigurðsson mættu á fund bæjarráðs kl. 9:30 og lögðu fram og útskýrðu samanburðarblað á tilboðum í nýja stólalyftu í Hlíðarfjalli.
Að tillögu forstöðumanns Skíðastaða og formanns stjórnar VMÍ samþykkir bæjarráð að ganga til samninga við Doppelmayr á grundvelli tilboðs þeirra og miða stólafjölda við flutningsgetu 2000 manns á klukkustund.
Framkvæmdinni að öðru leyti vísað til framkvæmdaráðs og fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


12 Endurskoðun launa með tilliti til jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar
2001050125
Erindi dags. 14. maí 2001 frá Sigríði Sítu Pétursdóttur þar sem hún fer fram á endurskoðun launa sinna með tilliti til jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.
Með vísan til minnisblaðs bæjarlögmanns felur bæjarráð bæjarlögmanni að leita samninga við Sigríði Sítu Pétursdóttur um leiðréttingu launa.


13 Innkaupastjórnun
2001050151
Tillaga að samningi við ráðgjafa lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að ganga til samninga við PricewaterhouseCoopers um fast verð fyrir þetta verk.
Oddur Helgi Halldórsson óskað bókað að hann situr hjá við afgreiðsluna.14 "Ein með öllu" - götusala í miðbæ Akureyrar
2001070021
Erindi dags. 28. júní 2001 frá Braga V. Bergmann f.h. Fremri kynningarþjónustu þar sem hann fer þess á leit að Fremri verði veitt umboð til að ráðstafa sölureitum í göngugötu og á Ráðhústorgi um verslunarmannahelgina, þ.e. 2. t.o.m. 6. ágúst 2001.
Bæjarráð samþykkir að Fremri kynningarþjónusta hafi umráðarétt yfir sölubásum í göngugötunni og á Ráðhústorgi um verslunarmannahelgina nánar tiltekið frá hádegi á fimmtudegi og til mánudagskvölds.
Bæjarráð samþykkir að vísa framkvæmd málsins til deildarstjóra umhverfisdeildar.15 Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2001
2000090002
Lagt fram minnisblað og greinargerð frá fjármálastjóra auk gagna sem áður hefur verið dreift.

Fundi slitið.