Bæjarráð

2599. fundur 19. júlí 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2847. fundur
19.07.2001 kl. 09:00 - 11:27
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þórarinn B. Jónsson varaformaður
Vilborg Gunnarsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Hákon Stefánsson
Brynja Björk Pálsdóttir, fundarritari


1 Áfengis- og vímuvarnanefnd - fundargerð dags. 10. júlí 2001
Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.2 Húsnæðisnefnd - fundargerð dags. 11. júlí 2001
Fundargerðin er í 8 liðum.
5. liður: Innleystar félagslegar íbúðir.
Bæjarráð samþykkir liðinn.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.3 Framkvæmdaráð - fundargerð dags. 16. júlí 2001
Fundargerðin er í 7 liðum.
1. liður: Skíðastaðir - ný stólalyfta.
Bæjarráð samþykkir liðinn.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
4 Fasteignir Akureyrarbæjar - fundargerð dags. 16. júlí 2001
Fundargerðin er í 7 liðum.
1. liður: Tilhögun flutnings á fasteignum leikskóla Akureyrarbæjar til félagsins.
Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnarinnar um tilhögun flutningsins og leiguverð.
4. liður: Hjalteyrargata 1 - umsókn um leyfi til að byggja fjölbýlishús.
Bæjarráð samþykkir liðinn.
5. liður: Bygging leikskóla.
Meiri hluti bæjarráðs samþykkir liðinn.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.5 Eyþing - fundargerð dags. 27. júní 2001
2001010131
Fundargerðin er í 8 liðum og er lögð fram til kynningar.6 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 9. júlí 2001
2001010126
Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram til kynningar.7 Útboð á stólalyftu fyrir Hlíðarfjall
2001060002
Með erindum dags. 16. og 17. júlí 2001 óskar Ístraktor eftir að bæjarráð endurskoði afstöðu sína til tilboða í stólalyftu fyrir Hlíðarfjall og óskar jafnframt eftir rökstuðningi bæjarins fyrir því að taka ekki tilboði fyrirtækisins.
Bæjarráð heldur við fyrri ákvörðun og felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs og bæjarlögmanni að svara bréfritara.


8 Áfengisveitingaleyfi - Strandgata 13
2001060072
Með bréfi dags. 21. júní 2001 sækir Sigurður Sigurðarson, kt. 090763-2379, um leyfi til áfengisveitinga á veitingastað í Strandgötu 13.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum og gildandi reglum um afgreiðslutíma.


9 Áfengisveitingaleyfi - Strandgötu 3
2001060109
Með bréfi dags. 26. júní 2001 sækir Steingrímur Bjarnason, kt. 141071-3789, um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Ruby Tuesday, Strandgötu 3, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum og gildandi reglum um afgreiðslutíma.


10 Hesjuvellir - jörðin boðin Akureyrarbæ til kaups
2000040075
Með bréfi dags. 15. júlí 2001 býður Sigríður Höskuldsdóttir Akureyrarbæ jörðina Hesjuvelli til kaups.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að leita samninga í samræmi við umræður á fundinum.


11 Myndlistaskólinn á Akureyri - beiðni um aukafjárveitingu árið 2001
2001070047
Erindi dags. 14. júlí 2001 frá Myndlistaskólanum á Akureyri þar sem beðið er um viðbótarfjárveitingu fyrir árið 2001 að upphæð kr. 2,5 milljónir króna vegna hækkana á helstu kostnaðarliðum. Meðfylgjandi er rekstraráætlun fyrir árið 2001 og reikningar ársins 2000.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra, sbr. bókun í bæjarráði 31. maí s.l. varðandi málefni myndlistamenntunar.


12 Ráðhústorg og Skátagil - varðar höfundarrétt
2000010034
Erindi dags. 13. júlí 2001 frá Garðari Briem, hrl., varðandi framkvæmdir við Skátagilið og Ráðhústorgið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að taka saman greinargerð um málið og kynna fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði.


13 Lega ljósleiðara frá Vatnsfelli til Akureyrar
2001070032
Lagt fram erindi dags. 9. júlí 2001 frá Skipulagsstofnun vegna tillögu Fjarska hf. að sérstöku svæðisskipulagi fyrir ljósleiðara frá Vatnsfelli til Akureyrar. Ennfremur umsögn skipulags- og byggingafulltrúa.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu umhverfisdeildar.14 Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2001
2000090002
Lögð fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun vegna ársins 2001 fyrir: Bæjarsjóð Akureyrar, Norðurorku, Bifreiðastæðasjóð, Leiguíbúðir Akureyrar og Framkvæmdasjóð Akureyrar.
Meiri hluti bæjarráðs samþykkir framlagða tillögu.
Bæjarstjórn 14. ágúst 200115 Umhverfisráð - fundargerðir dags. 17. og 18. júlí 2001
Fundargerð dags. 17. júlí er í 4 liðum.
Fundargerð dags. 18. júlí er í 1 lið.
Umhverfisráð 17. júlí.
3. liður: Norðurslóð - háskólasvæði. Deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir liðinn.
Aðrir liðir fundargerðarinnar samþykktir að svo miklu leyti sem þeir gefa tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 18. júlí gefur ekki tilefni til ályktunar.16 Opnunartími Kaffi Akureyrar ehf.
2001070057
Erindi dags. 18. júlí 2001 frá framkvæmdastjóra Kaffi Akureyrar ehf. þar sem sótt er um leyfi fyrir lengri opnunartíma um verslunarmannahelgina, þ.e. 4., 5. og 6. ágúst 2001.
Bæjarráð fellst ekki á frávik frá reglum Akureyrarbæjar um leyfi til vínveitinga en skv. þeim er veitingastöðum heimilt að hafa opið til kl. 04.00.


17 Íslendingadagurinn í Kanada 2001
2001070053
Erindi dags. 17. júlí 2001 frá Agli Erni Arnarsyni þar sem hann sækir um styrk vegna fyrirhugaðrar ferðar hans vestur til Kanada til að kynna Smárakvartettinn á Íslendingadeginum í ágúst nk. Sækir hann um styrk allt að kr. 350.000.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið.