Bæjarráð

2600. fundur 26. júlí 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2848. fundur
26.07.2001 kl. 09:00 - 11:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Halla Margrét Tryggvadóttir
Hákon Stefánsson
Brynja Björk Pálsdóttir, fundarritari


1 Kontaktmannamötet i Lahti - fundargerð dags. 15. júní 2001
2001030056
Fundargerðin er í 8 liðum og er lögð fram til kynningar.2 Hafnarstræti 23b - jarðvegsskrið úr brekku
2001070062
Erindi dags. 17. júlí 2001 frá Arnari Birgissyni eiganda Hafnarstrætis 23b, Akureyri, þar sem hann gerir grein fyrir jarðvegsskriði úr brekkunni bak við húsið og óskar eftir að Akureyrarbær komi að málinu.
Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar hjá tækni- og umhverfisdeild og til framkvæmdaráðs.


3 Veitingaleyfi - Strandgata 7
2001070084
Með bréfi dags. 20. júlí 2001 óskar Sýslumaðurinn á Akureyri umsagnar um umsókn Arnrúnar Magnúsdóttur, kt. 130571-4849, f.h. Fredda kokks ehf., kt. 610601-2430, um leyfi til að reka veitingastað að Strandgötu 7, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingastaðar verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


4 Friðrik V - umsókn um leyfi til áfengisveitinga
2001070076
Erindi dags. 20. júlí 2001 frá Friðrik V. Karlssyni, kt. 250770-5459, þar sem hann f.h. Fredda kokks ehf., kt. 610601-2430, sækir um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Friðrik V, Strandgötu 7, Akureyri.
Haft hefur verið samband símleiðis við áfengis- og vímuvarnanefnd sem leggst ekki gegn erindinu.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum og gildandi reglum um afgreiðslutíma.5 Starfsáætlanir 2001 - þjónustusvið
2000070045
Sviðsstjóri þjónustusviðs lagði fram greinargerð um stöðu starfsáætlunar þjónustusviðs júní 2001. Jafnframt lagt fram yfirlit fjárhagsstöðu 24. júlí 2001.6 Starfsáætlanir 2001 - fjármálasvið
2001070087
Sviðsstjóri fjármálasviðs fór yfir stöðu starfs- og fjárhagsáætlunar sviðsins.7 Prókúruumboð
2001070086
Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt um prókúruumboð frá 21. október 1999.
"Bæjarráð samþykkir eftirfarandi breytingar á prókúruumboði fyrir Akureyrarbæ sem veitt var með samþykkt bæjarráðs þ. 21. október 1999 og staðfest í bæjarstjórn 1. nóvember 1999.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að veita bæjarlögmanni Hákoni Stefánssyni, fjármálastjóra Höllu Margréti Tryggvadóttur og bæjarverkfræðingi Ármanni Jóhannessyni prókúruumboð í samræmi við 55. gr. sveitarstjórnarlaga.
Umboðið nær til þess að undirrita skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarráðs og/eða bæjarstjórnar þarf til.
Umboð sviðsstjóra félagssviðs Karls Guðmundssonar og sviðsstjóra þjónustusviðs Sigríðar Stefánsdóttur verði áfram í gildi.
Umboðin gilda meðan viðkomandi gegnir tilgreindu starfi fyrir Akureyrarbæ þó ekki lengur en til loka núverandi kjörtímabils bæjarstjórnar.
Umboð þeirra sem áður hafa gegnt ofangreindum störfum þeirra Baldurs Dýrfjörð, Dans Brynjarssonar (sem verður í námsleyfi frá 1. ágúst nk.) og Stefáns Stefánssonar bæjarverkfræðings verði felld formlega úr gildi."8 Samningar við íþróttafélögin
2001070088
Lögð fram drög að samningum við Þór, KA, Golfklúbbinn og ÍBA.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi Eiríkur Bj. Björgvinsson sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarlögmaður og íþrótta- og tómstundafulltrúi gerðu grein fyrir drögunum.
Afgreiðslu frestað.Fundi slitið.