Bæjarráð

2826. fundur 29. ágúst 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2852. fundur
29.08.2001 kl. 09:00 - 11:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Höskuldur Þórhallsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Þórarinn B. Jónsson vék af fundi kl. 11.15 eftir afgreiðslu á 15. lið.
1 Atvinnumálanefnd - fundargerð dags. 13. ágúst 2001
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


2 Félagsmálaráð - fundargerð dags. 13. ágúst 2001
Fundargerðin er í 10 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.3 Skólanefnd - fundargerðir dags. 20. og 27. ágúst 2001
Fundargerðin frá 20. ágúst er í 8 liðum.
Fundargerðin frá 27. ágúst er í 7 liðum.
3. liður: Gjaldskrá Tónlistarskólans.
5. liður: Tónlistarskóli Michaels - styrkbeiðni.
Fundargerðin frá 20. ágúst gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 27. ágúst var afgreidd á eftirfarandi hátt:
3. liður: Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.
5. liður: Bæjarráð staðfestir bókun skólanefndar á erindi Michaels Jóns Clarke.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá.
Bæjarráð hafnar ósk um viðbótarfjárveitingu til Tónlistarskólans á Akureyri. Tekið er undir áform skólanefndar um stofnun starfshóps til að endurskoða rekstrarfyrirkomulag á tónlistarkennslu á Akureyri. Þess er óskað að hópurinn hraði störfum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
4 Framkvæmdaráð - fundargerðir dags. 23., 24. og 27. ágúst 2001
Fundargerðin frá 23. ágúst er í 1 lið.
Fundargerðin frá 24. ágúst er í 1 lið.
Fundargerðin frá 27. ágúst er í 5 liðum.
5. liður: Framkvæmdir við göngugötu.
Fundargerðirnar frá 23. og 24. ágúst gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 27. ágúst var afgreidd á eftirfarandi hátt:
5. liður: Bæjarráð samþykkir að verkið verði boðið út að nýju í lokuðu útboði milli þeirra aðila sem buðu í verkið.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
5 Umhverfisráð - fundargerðir dags. 15. og 22. ágúst 2001
Fundargerðin frá 15. ágúst er í 47 liðum.
Fundargerðin frá 22. ágúst er í 17 liðum.
Fundargerðin frá 15. ágúst var afgreidd á eftirfarandi hátt:
Bæjarráð samþykkir 1. lið.
2. og 3. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Bæjarráð samþykkir 4., 5. og 6. lið.
7., 8. og 9. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Bæjarráð samþykkir 10. til og með 47. lið.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann tók ekki þátt í afgreiðslu á 11. lið.
Fundargerðin frá 22. ágúst var afgreidd á eftirfarandi hátt:
Bæjarráð frestar afgreiðslu á 1. lið.
2. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.
Bæjarráð samþykkir 3. til og með 17. lið.
6 Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - fundargerð dags. 27. ágúst 2001
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður: Fjölnota íþróttahús.
1. liður: Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
7 Menningarmálanefnd - fundargerð dags. 23. ágúst 2001
Fundargerðin er í 9 liðum.
1. liður: Gjaldskrárbreytingar - Tillögur forstöðumanna.
2. liður: Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir 2001.
1. liður: Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.
2. liður: Bæjarráð samþykkir að leiðrétta endurskoðun fjárhagsáætlunarinnar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.8 Stjórn Norðurorku - fundargerð dags. 23. ágúst 2001
Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


9 Eignarhaldsfélagið Rangárvellir - fundargerð dags. 24. ágúst 2001
2001020048
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.10 Hafnarsamlag Norðurlands - fundargerð dags. 16. ágúst 2001
2001010025
Fundargerðin er í 10 liðum og er lögð fram til kynningar.11 Vetraríþróttamiðstöð Íslands - fundargerð dags. 16. ágúst 2001
2001020086
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.12 Skáksamband Íslands - styrkbeiðni
2001080031
Erindi dags. 15. ágúst 2001 frá Skáksambandi Íslands þar sem óskað er eftir fjárstyrk frá Akureyrarbæ vegna landskeppni milli Íslands og Sviss í unglingaflokki í skák. Keppnin fer fram í Sviss og meðal þátttakenda eru tveir skákmenn frá Akureyri.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


13 Samkomulag vegna launamismunar
2001050125
Lagt fram samkomulag milli Akureyrarbæjar og Sigríðar Sítu Pétursdóttur, fv. deildarstjóra leikskóladeildar.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið.
Þórarinn B. Jónsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu málsins.14 Ályktun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um vímuefnavandann
2001080046
Ályktun um vímuefnavandann sem samþykkt var á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga hinn 17. ágúst 2001.
Bæjarráð styður ályktunina og tekur fram að á Akureyri hefur verið unnið í anda hennar.


15 Upplýsingar um störf og stöðu nefnda og starfshópa sem skipaðir eru fulltrúum ríkis og sveitarfélaga
2001080045
Bréf dags. 20. ágúst 2001 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með upplýsingum um störf og stöðu verkefna nokkurra nefnda og starfshópa sem skipaðir eru fulltrúum ríkis og sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.


16 Melgerðismelar
2001050056
Erindi dags. 22. ágúst 2001 ásamt minnisblaði frá sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar þar sem óskað er eftir viðræðum við fulltrúa Akureyrarbæjar um lausn fjárhagsvanda Melgerðismela.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármálasviðs að ræða við bréfritara og koma sjónarmiðum Akureyrarbæjar á framfæri.


17 Iðnaðarsafnið á Akureyri - staðsetning
2001050080
Lagt fram minnisblað dags. 13. ágúst 2001 frá sviðsstjórum félagssviðs og tækni- og umhverfissviðs varðandi húsnæði Garðyrkjudeildar að Krókeyri í tengslum við staðsetningu Iðnaðarsafns á Akureyri.
Bæjarráð tekur undir það sjónarmið sem fram kemur á minnisblaðinu að eðlilegt sé að fá fram svör skólanefndar og Minjasafnsins við þeim spurningum sem þar eru settar fram áður en málið fer til umhverfisráðs til frekari umfjöllunar.


18 Fjármálaráðstefna 10. og 11. október 2001
2001080055
Erindi dags. 24. ágúst 2001 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um fjármálaráðstefnu í ár sem haldin verður á Hótel Sögu, Reykjavík, dagana 10. og 11. október nk.


19 Fjárhagsáætlun 2002
2001080060
Skorkort þjónustusviðs.
Bæjarráð samþykkir að halda aukafund til umfjöllunar um starfsáætlun þjónustusviðs þriðjudaginn 11. september nk. kl. 15.00.


20 Önnur mál
Oddur Helgi Halldórsson leggur til að ÍTA taki til skoðunar að rífa girðingu sem aðskilur áhorfendasvæði frá íþróttavellinum.

Fundi slitið.