Bæjarráð

2831. fundur 06. september 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2853. fundur
06.09.2001 kl. 09:00 - 10:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Oddur Helgi Halldórsson
Sigurður J. Sigurðsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Samningar Nett ehf. og Akureyrarbæjar um rekstur tölvukerfa bæjarins
2001080080
Erindi dags. 28. ágúst 2001 frá Nett ehf. vegna samnings um rekstur tölvukerfa bæjarins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að fara yfir samninginn og svara erindinu.


2 Veitingaleyfi - Glerárgötu 36
2001080081
Erindi dags. 28. ágúst 2001 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hwee Peng Yeo, kt. 021260-2079, um leyfi til að starfrækja veisluþjónustu að Glerárgötu 36, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


3 Friðrik V - umsókn um leyfi til áfengisveitinga
2001070076
Fram var lagt erindi dags. 20. júlí 2001 frá Friðriki V. Karlssyni, kt. 250770-5459, þar sem hann f.h. Fredda kokks ehf., kt. 610601-2430 sækir um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Friðrik V, Strandgötu 7, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


4 Strætisvagn Hósanna til forvarnastarfa
2001080087
Erindi dags. 28. ágúst 2001 frá Hósanna-hópnum þar sem kynnt er hugmynd um að nota strætisvagn í eigu Hósanna til forvarnastarfa. Óskað er eftir leyfi frá Akureyrarbæ til að staðsetja strætisvagninn í nálægð við Miðbæinn.
Bæjarráð samþykkir að umræddur strætisvagn verði staðsettur í nálægð Miðbæjarins og felur umhverfisdeild að finna hentugan stað fyrir vagninn. Lögð er áhersla á að fyrirhugað forvarnastarf Hósanna-hópsins verði unnið í samvinnu við áfengis- og vímuvarnanefnd og vímuvarnafulltrúa bæjarins.


5 Hvítasunnukirkjan - styrkbeiðni vegna framkvæmda
2001080095
Erindi dags. 28. ágúst 2001 frá Hvítasunnukirkjunni á Akureyri þar sem óskað er eftir styrk vegna framkvæmda við kirkju og leikskóla sem söfnuðurinn rekur.
Bæjarráð getur ekki orðið við ósk um þátttöku í múrhúðun kirkjunnar, en vísar erindinu að öðru leyti til þeirra viðræðna sem í gangi eru við Hvítasunnukirkjuna um breytingu á samningi um rekstur leikskóla.
Bæjarstjórn 18. september 20016 Tilboð í göngugötu
2001050138
Lagðar fram upplýsingar frá bæjarverkfræðingi varðandi tilboð í framkvæmdir við göngugötu.
Tilboð bárust frá:
G. Hjálmarssyni hf.
kr. 48.975.933
133% af kostnaðaráætlun
GV Gröfum ehf.
kr. 62.099.375
169% af kostnaðaráætlun
Kostnaðaráætlun verkkaupa
kr. 36.831.160
Að auki bárust frá GV Gröfum ehf. 3 frávikstilboð sem fela í sér breytingar á hönnun og útfærslu verksins:
1. kr. 47.822.122
2. kr. 46.582.922
3. kr. 43.308.722
Bæjarráð hafnar tilboðunum.

Þegar hér var komið mætti Sigurður J. Sigurðsson til fundarins kl. 09.50.
Bæjarstjórn 18. september 2001

7 Frumvarp til raforkulaga
2001050165
Bæjarlögmaður gerði grein fyrir athugasemdum við frumvarpið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda framkomnar athugasemdir til Nefndasviðs Alþingis.8 Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli
2001060002
Erindi dags. 22. ágúst 2001 frá Ístraktor þar sem koma fram athugasemdir við val á verktaka vegna skíðalyftu í Hlíðarfjalli og ósk um greiðslu frá Akureyrarbæ.
Bæjarráð hafnar framkomnum kröfum og telur ekki efnisleg rök til frekari umfjöllunar um málið.
Bæjarstjórn 18. september 2001


9 Fræðslunefnd - tilnefningar varamanna
2001090009
Skv. bókun bæjarráðs þann 13. apríl 2000 voru eftirtaldir kosnir í fræðslunefnd: Sigríður Stefánsdóttir, formaður, Leifur Þorsteinsson, Eiríkur Bj. Björgvinsson, Þórgnýr Dýrfjörð og Kristján Þór Júlíusson.
Lagt er til að skipaðir verði varamenn.
Fram kom tillaga um Höllu M. Tryggvadóttur, Agnar Árnason, Guðrúnu Sigurðardóttur, Kristínu Sigursveinsdóttur og Hákon Stefánsson.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Bæjarstjórn 18. september 2001


10 Styrkur til Náttúrulækningafélags Íslands
2001080077
Lagt fram minnisblað dags. 29. ágúst 2001 frá sviðsstjóra fjármálasviðs varðandi styrkveitingu til Náttúrulækningafélags Íslands.
Bæjarráð samþykkir að hækka fjárhagsáætlun um kr. 500.000 til þessa verkefnis, en samkvæmt viljayfirlýsingu frá 7. febrúar 1998 ber bænum að greiða kr. 2.000.000 til Náttúrulækningafélagsins meðan samningurinn er í gildi og Náttúrulækningafélagið er eigandi hússins.
Bæjarstjórn 18. september 2001

11 Önnur mál
a) Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu í viðræðunefnd ríkis og Akureyrarbæjar varðandi RARIK og Norðurorku.
b) Formaður bæjarráðs upplýsti um stöðu samningsgerðar Launanefndar sveitarfélaga og tónlistarkennara.

Fundi slitið.