Bæjarráð

2841. fundur 13. september 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2855. fundur
13.09.2001 kl. 09:00 - 11:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Halla M. Tryggvadóttir
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1 Náttúrugripasafnið
2001080042
6. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 23. ágúst sl. sem bæjarstjórn á fundi sínum þann 4. september sl. vísaði til bæjarráðs.
Bæjarráð frestar ákvörðun um leigu á sýningarhúsnæði í Krónunni og felur menningarmálanefnd að vinna áfram að málefnum Náttúrugripasafnsins.2 Mötuneyti í grunnskóla
2001070013
1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 10. september sl.
Bæjarráð samþykkir tillögu skólanefndar um verð á skólamáltíðum í Lundarskóla og Oddeyrarskóla, en vísar síðari hluta bókunarinnar um sambærileg eldhús og aðstöðu við Glerárskóla og Brekkuskóla til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Bæjarstjórn 18. september 20013 Hjalteyrargata 1
2001070004
Lagt fram afsal dags. 6. september 2001 vegna Hjalteyrargötu 1, jarðhæð ásamt hluta í risi og hlutdeild í sameign og leigulóðarréttindum.
Bæjarráð samþykkir afsalið.
Bæjarstjórn 18. september 2001


4 Tækifæri hf. - gögn frá aðalfundi
2001060006
Lögð fram til kynningar gögn frá aðalfundi Tækifæris hf. þann 13. júní sl.


5 Veitingaleyfi - Flugkaffi
2001090024
Erindi dags. 6. september 2001 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Esterar Guðbjörnsdóttur, kt. 160461-5009, um endurnýjun á leyfi til að reka veitingastofu í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingastofu verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


Þegar hér var komið mætti Oddur Helgi Halldórsson til fundarins kl. 09.20.6 Fundur með fjárlaganefnd í september 2001
2001090025
Erindi dags. 7. september 2001 frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem tilkynnt er að nefndin hyggist gefa sveitarstjórnarmönnum kost á að eiga fund með nefndinni dagana 20.- 21. september og 26.- 28. september nk.
Bæjarráð samþykkir að Ásgeir Magnússon, Kristján Þór Júlíusson og Jakob Björnsson fari til fundar við fjárlaganefnd.
Bæjarstjórn 18. september 20017 Skólahúsnæði - Tillögur um flutning til Fasteigna Akureyrarbæjar.
2001090030
1. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 7. september 2001.
Bæjarráð samþykkir liðinn.
Bæjarstjórn 18. september 2001


8 Fjárhagsáætlun 2002 - fjármálasvið
2001090027
Unnið að gerð skorkorts fyrir fjármálasvið.


9 Önnur mál
Rætt um málefni Skinnaiðnaðar.

Fundi slitið.