Bæjarráð

2861. fundur 27. september 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2857. fundur
27.09.2001 kl. 13:00 - 15:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Brynja Björk Pálsdóttir, fundarritari1 Fasteignir Akureyrarbæjar - leiguverð
2001090066
5. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 21. september 2001.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar enda verði þetta leiguverð eins og önnur tekin til endurskoðunar við endanlega gerð fjárhagsáætlunar.
Bæjarstjórn 2. október 20012 Vallarstyrkir til íþróttafélaga
2001090046
3. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 19. september 2001.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni íþrótta- og tómstundaráðs um aukafjárveitingu til félaganna.
Þórarinn B. Jónsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu liðarins.

Bæjarstjórn 2. október 20013 Samningur um rekstur Skautahallarinnar á Akureyri
1999120067
4. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 19. september 2001.
Bæjarráð felur sviðsstjóra félagssviðs ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga til viðræðna við Skautafélagið um endurskoðun á samningi Akureyrarbæjar og Skautafélagsins um rekstur hússins.
Bæjarstjórn 2. október 20014 Staðsetning fyrir Atvinnuminjasafn
2001050080
4. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 20. september 2001.
Bæjarráð tekur undir sjónarmið menningarmálanefndar og felur bæjarstjóra að vinna áfram að því að Atvinnuminjasafnið fái afnot af verkstæðishúsnæði umhverfisdeildarinnar á Krókeyri ásamt lóð undir útisýningu.
Bæjarstjórn 2. október 20015 Lánveitingar til leiguíbúða
2001090037
1. liður í fundargerð húsnæðisnefndar dags. 20. september 2001.
Bæjarráð samþykkir að endurnýja eldri lánsumsókn að upphæð kr. 50.000.000 sem nýtt verði á árinu 2002. Jafnframt verði send inn áætlun um lánsumsókn að upphæð kr. 50.000.000 fyrir hvort ár 2003 og 2004.
Bæjarstjórn 2. október 20016 Heimild til ráðstöfunar viðbótarlána 2002
2001090039
2. liður í fundargerð húsnæðisnefndar dags. 20. september 2001.
Bæjarráð heimilar að sótt verði um kr. 230.000.000 heimild til ráðstöfunar viðbótarlána á árinu 2002.
Bæjarstjórn 2. október 2001


7 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 13. september 2001
2001010126
Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram til kynningar. Vegna 2. liðar fylgdi bréf dags. 18. september 2001 um leyfisgjald vegna tóbakssölu.
Bæjarráð vísar málinu aftur til umfjöllunar heilbrigðisnefndar með ósk um rökstuðning fyrir gjaldtöku. Jafnframt óskar bæjarráð eftir fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlitsins fyrir næsta starfsár.8 Greiðslukrafa vegna ráðningar
2001090060
Erindi dags. 19. september 2001 frá Annette Mönster þar sem hún fer fram á greiðslu vegna ráðningar á fölskum forsendum.
Bæjarráð hafnar framkomnum kröfum.
Bæjarstjórn 2. október 2001


9 Hósanna-hópurinn - ósk um stætisvagn að gjöf
2001080087
Erindi dags. 19. september 2001 þar sem Hósanna-hópurinn leggur fram beiðni til bæjarráðs Akureyrar, um að fá gamlan strætisvagn A-7329 að gjöf til notkunar í forvarnastarfi á Akureyri og nágrenni.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Bæjarstjórn 2. október 2001


10 Fjármálaráðstefnan 10. og 11. október 2001 - dagskrá
2001080055
Lögð fram dagskrá fjármálaráðstefnunnar sem haldin verður 10. og 11. október nk.
Bæjarráð samþykkir að gefa bæjarfulltrúum kost á að sækja ráðstefnuna.


11 Miðbæjarsamtök Akureyrar - umferð um Hafnarstræti
2000040020
Ódags. erindi frá Miðbæjarsamtökum Akureyrar varðandi hugsanlega takmörkun á umferð um Hafnarstræti.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til skoðunar.12 AKO-Plastos - uppboð
2001090070
Bæjarlögmaður gerði grein fyrir stöðu fyrirtækisins.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarlögmanni umboð til að verja kröfur bæjarins á uppboðinu.
Bæjarstjórn 2. október 2001

Í tilefni af síðasta fundi bæjarfulltrúa Vilborgar Gunnarsdóttur þakkaði formaður bæjarráðs Vilborgu samstarfið á kjörtímabilinu og óskaði henni alls hins besta í framtíðinni.


Fundi slitið.