Bæjarráð

2865. fundur 01. nóvember 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2861. fundur
01.11.2001 kl. 09:00 - 11:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Þórarinn B. Jónsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari1 Jazzklúbbur Akureyrar - umsókn um aukafjárveitingu 2001
2001100043
6. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 25. október 2001.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.


2 Áfengisveitingaleyfi - Íþróttahöllin - endurnýjun
2001100091
Erindi dags. 24. október 2001 frá Stefáni Gunnlaugssyni, kt.: 170345-2909, varðandi umsókn um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga í Íþróttahöllinni við Skólastíg.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.
Bæjarráð tekur fram að nýting leyfisins skuli vera í samræmi við reglur ÍTA um nýtingu hússins og þessi leyfisveiting útiloki ekki sambærilegar samkomur á vegum annarra aðila í húsinu.

3 Svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998-2018
2001100007
3. liður úr fundargerð bæjarráðs dags. 4. október 2001, sem bæjarstjórn 16. október sl. vísaði til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn. Einnig var lagt fram minnisblað frá deildarstjóra umhverfisdeildar.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunum til síðari umræðu í bæjarstjórn.4 Nýsköpunarsjóður námsmanna 2001-2002
2001100101
Erindi dags. 22. október 2001 frá Nýsköpunarsjóði námsmanna varðandi starfsemi sjóðsins sumarið 2001 og umsókn um áframhaldandi styrk fyrir næsta starfsár.
Bæjarráð samþykkir að styrkja sjóðinn um kr. 500.000 á næsta ári og vísar fjármögnun til fjárhagsáætlunar næsta árs.
Bæjarstjórn 6. nóvember 2001

5 Útboð á tölvuþjónustu 2001
2001060029
Gunnar Frímannsson verkefnastjóri kom á fund bæjarráðs og fór yfir stöðu mála.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.


6 Heimasíða Akureyrarbæjar
1999060023
Liður 2.1 í fundargerð atvinnumálanefndar dags. 1. október 2001 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum 16. október 2001.
Bæjarráð samþykkir að hefja verkefnið og felur sviðsstjóra þjónustusviðs að leggja fram áætlun um fjármögnun fyrir næsta fund bæjarráðs.


7 Tækifæri hf. - síðasti áfangi hlutafjáraukningar
2001100037
Arne Vagn Olsen sjóðsstjóri Tækifæris hf. mætti til fundar við bæjarráð og gerði grein fyrir starfsemi sjóðsins.


8 Skautafélag Akureyrar
1999120067
Lögð fram greinargerð vegna skuldastöðu Skautafélags Akureyrar frá íþrótta- og tómstundafulltrúa og sviðsstjóra félagssviðs.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Skautafélag Akureyrar um endurnýjun samnings.


9 Málefni AKO-Plastos
2001090070
Bæjarlögmaður gerði grein fyrir stöðu mála.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni áframhaldandi vinnu í málinu.10 Bæjarstjórn Fjarðabyggðar - heimboð
2001100106
Tillaga um að bjóða bæjarstjórn Fjarðabyggðar í heimsókn til Akureyrar 30. nóvember 2001.
Bæjarráð samþykkir að bjóða bæjarstjórn Fjarðabyggðar í heimsókn og felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að undirbúa dagskrá vegna heimsóknarinnar.
Bæjarstjórn 6. nóvember 2001

Fundi slitið.