Bæjarráð

2878. fundur 18. október 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2859. fundur
18.10.2001 kl. 09:00 - 11:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Þórarinn B. Jónsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Halla M. Tryggvadóttir
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Kosning varaformanns
Kosning varaformanns bæjarráðs í stað Vilborgar Gunnarsdóttur.
Formaður bar upp tillögu um að Sigurður J. Sigurðsson yrði varaformaður og var hún samþykkt.2 Skólanefnd - fundargerð dags. 15. október 2001
2001050085
2. liður - Niðurgreiðsla á dvöl barna hjá dagmæðrum.
Bæjarráð samþykkir tillögu skólanefndar um að tekinn verði upp systkinaafsláttur í daggæslu, en vísar til fjárhagsáætlunar næsta árs hugmyndum um 22% afslátt af daggæslu til giftra foreldra og foreldra í sambúð frá 9 mánaða aldri barns.3 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - leyfisgjald vegna tóbakssölu
2001010126
Fram lagt bréf dags. 2. október 2001 frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra varðandi leyfisgjald vegna tóbakssölu - svar við beiðni um rökstuðning fyrir gjaldtöku, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 13. september sl.
Bæjarráð samþykkir tillögu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um eftirlitsgjald vegna tóbakssöluleyfa.
Bæjarstjórn 6. nóvember 2001


4 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 28. september 2001
2001010126
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.
Einnig lögð fram fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fyrir árið 2002.
Bæjarráð frestar afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar til næsta fundar.


5 Áfengisveitingaleyfi - Setrið, Sunnuhlíð 12
2001080047
Með bréfi dags. 22. ágúst 2001 sækir Bernharð Steingrímsson, kt. 230248-5919 um endurnýjun á áfengisveitingaleyfi fyrir skemmtistaðinn Setrið, Sunnuhlíð 12.
Bæjarráð hafnar beiðninni með vísan til 3. mgr., 14. gr. laga nr. 75/1998.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu.6 Súlur - húsnæðismál björgunarsveitarinnar
2001100032
Erindi dags. 28. september 2001 frá Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, þar sem óskað er eftir viðræðum varðandi mögulega aðkomu eða styrkveitingu Akureyrarbæjar vegna endurnýjunar á húsnæði Súlna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Súlna.


7 Tækifæri hf. - síðasti áfangi hlutafjáraukningar
2001100037
Erindi dags. 8. október 2001 frá Tækifæri hf. þar sem óskað er eftir að Bæjarsjóður Akureyrar taki þátt í hlutafjáraukningu Tækifæris hf.
Bæjarráð óskar eftir því að sjóðsstjóri Tækifæris hf. komi til fundar við bæjarráð.8 Útvarpsráð RÚV - sparnaðaraðgerðir vegna rekstrarvanda
2001090053
Erindi dags. 28. september 2001 frá útvarpsráði varðandi samdrátt í starfssemi svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins á Akureyri.
Bæjarráð fagnar framkomnum hugmyndum menntamálaráðherra um flutning á Rás 2 til Akureyrar og eflingu svæðisútvarpsstöðvanna.
Bæjarráð hvetur jafnframt til þess að nauðsynlegum undirbúningi þessara breytinga verði hraðað sem kostur er.

Bæjarstjórn 6. nóvember 2001
9 Hestamannafélögin Léttir og Funi - viljayfirlýsing
2001050056
Lögð fram viljayfirlýsing dags. 1. október 2001 frá stjórnum hestamannafélaganna Léttis og Funa þar sem samþykkt er að hefja undirbúning að samruna félaganna.
Með vísan til framangreindrar viljayfirlýsingar samþykkir bæjarráð að styrkja félögin með
kr. 400.000 vegna Melgerðismela.

Bæjarstjórn 6. nóvember 2001


10 Búseti - fjölgun leiguíbúða á Akureyri
2001100045
Erindi dags. 10. október 2001 frá stjórn Búseta á Akureyri varðandi leiguhúsnæði í bænum, aðkomu félagsins að því máli og framtíðaráform.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að þrýsta á um að Búseta á Akureyri verði úthlutað lánsfé úr sérstökum potti sem ber 4,5% vexti og ætlaður er til byggingar 400 leiguíbúða. Þá felur bæjarráð bæjarstjóra og sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að ræða við Búseta um lóðamál.


11 Gilfélagið - beiðni um endurskoðun á samningi Gilfélagsins og Akureyrarbæjar
2000120121
Erindi dags. 12. október 2001 frá Gilfélaginu varðandi endurskoðun á samningi félagsins og Akureyrarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Gilfélagið um stöðu málsins.


12 Menningarhús - samningur um ráðgjöf
1999110102
Drög að samningum um ráðgjöf lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningum vegna ráðgjafar og undirbúnings að byggingu menningarhúss.


13 Fundargerðir - verklagsreglur
2000100087
Drög að reglum um fundarritun lögð fram.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


14 Viðtalstímar bæjarfulltrúa
2001100054
Viðtalstímar bæjarfulltrúa hefjast að nýju mánudaginn 22. október 2001.15 Ketilhúsið - staða framkvæmda
2001080056
Lagt fram minnisblað frá menningarfulltrúa í framhaldi af fundi verkefnisliðs Ketilhússins 12. október sl.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 3.200.000 til að hægt verði að ljúka nauðsynlegum framkvæmdum til að bæta hljóðvist í húsinu og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Bæjarstjórn 6. nóvember 2001


16 Önnur mál
Fundur bæjarfulltrúa með þingmönnum Nl. eystra verður kl. 11.00 fimmtudaginn 25. október nk.
Fundi slitið.