Bæjarráð

2884. fundur 25. október 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2860. fundur
25.10.2001 kl. 09:00 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Þórarinn B. Jónsson
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Kristján Þór Júlíusson
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari1 Innleystar félagslegar íbúðir
2. liður í fundargerð húsnæðisnefndar dags. 17. október 2001.
Bæjarráð samþykkir tillögu húsnæðisnefndar um að breyta innleystri íbúð í leiguíbúð.
Bæjarstjórn 6. nóvember 2001


2 Ósk um endurskoðun viðmiðunarlauna
2001060056
Erindi dags. 20. október 2001 frá Valgarði Baldvinssyni, kt. 281028-4729 þar sem hann fer fram á það að bæjarráð endurskoði viðmiðunarlaun hans.
Bæjarráð fór yfir framkomnar kröfur og felur bæjarstjóra að svara bréfritara og leiðrétta þann misskilning sem fram kemur í bréfinu.


3 Tónlistarkennarar - Kjaradeila
2001100080
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 22. október 2001.
Vegna óska tónlistarkennara um svör við erindi sínu dags. 12. september 2001 var upplýst að kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar hefur þegar svarað erindinu.
Bæjarráð lýsir áhyggjum sínum yfir því að ekki hafa náðst samningar milli Launanefndar sveitarfélaga og tónlistarkennara og hvetur báða deiluaðila til að leita allra leiða til þess að starfsemi tónlistarskólanna geti sem fyrst komist af stað á nýjan leik.
Bæjarráð bendir á að með vísan til laga nr. 75 frá 1985 um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla ber Launanefnd sveitarfélaga að gera kjarasamninga við tónlistarskólakennara.4 F.O.K.S.T.A. - Stuðningur við kjarabaráttu tónlistarkennara
2001100072
Ódagsett og óundirritað bréf frá Foreldra- og kennarafélagi Suzuki-nemenda við Tónlistarskólann á Akureyri þar sem lýst er yfir stuðningi við launakröfur tónlistarkennara. Bæjaryfirvöld eru jafnframt hvött til að koma til móts við kröfur tónlistarkennara og gera það sem þarf til að komist verði hjá verkfalli.
Sjá bókun við 3. lið hér að framan.


5 Hafnarsamlag Norðurlands - fundargerð dags. 15. október 2001
2001010025
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.6 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 15. október 2001
2001010126
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.
Vegna fjárhagsáætlunar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á 18. október sl., lagði sviðsstjóri fjármálasviðs fram minnisblað um samanburð vegna fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun Heilbrigiseftirlits Norðurlands eystra.
Bæjarstjórn 6. nóvember 2001
7 Fræðslunefnd Akureyrarbæjar - fundargerð dags. 8. október 2001
Fundargerðin er í 7 liðum.
7. liður - Afsláttur af vinnuskyldu vegna símenntunar.
Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.
Bæjarráð felur fræðslunefnd að fara yfir forsendur þess að afsláttur af vinnuskyldu hefur verið veittur og leggja fram í bæjarráði mótaðar tillögur um vinnureglur, sem gildi fyrir allar stofnanir bæjarins, telji nefndarmenn sterk rök mæla með því að bærinn veiti slíkan afslátt.


8 Frumvarp til laga um tekjuskatt og eignarskatt
2001100064
Erindi dags. 16. október 2001 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjuskatt og eignarskatt, 114. mál, skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra fjármálasviðs að taka saman umsögn um frumvarpið og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.9 Menningarhús
1999110102
Tilnefningar í verkefnahóp vegna menningarhúss.
Bæjarráð vísar tilnefningum í verkefnahópinn til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn 6. nóvember 200110 Kaupmannafélag Akureyrar - fyrirhugað blað félagsins
2001100069
Erindi dags. 17. október 2001 frá Kaupmannafélagi Akureyrar þar sem þess er óskað að Akureyrarbær kynni bæinn í fyrirhuguðu blaði félagsins.
Bæjarráð tekur vel í að kynna bæinn í fyrirhuguðu riti og felur sviðsstjóra þjónustusviðs að annast framkvæmd málsins.


11 Snorraverkefnið 2002 - styrkbeiðni
2001010128
Ódags. erindi (móttekið 19. október 2001) frá verkefnisstjóra Snorraverkefnisins þar sem óskað er stuðnings frá Akureyrarbæ til að starfrækja ungmennaskiptaverkefnið áfram árið 2002.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu með sama hætti og verið hefur og felur sviðsstjóra þjónustusviðs að annast það fyrir hönd bæjarins.


12 Fundur með þingmönnum Norðurlandskjördæmis eystra
2001100083
Fundur bæjarfulltrúa með þingmönnum Norðurlandskjördæmis eystra verður haldinn að Hótel KEA kl. 11:00 í dag.

Fundi slitið.