Bæjarráð

2893. fundur 08. nóvember 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2862. fundur
08.11.2001 kl. 09:00 - 11:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þórarinn B. Jónsson varaformaður
Þóra Ákadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


1 Landskerfi bókasafna - stofnun hlutafélags
2001050073
Erindi dags. 1. nóvember 2001 frá menntamálaráðuneytinu þar sem boðað er til stofnfundar í fyrirhuguðu hlutafélagi um landskerfi bókasafna, nýju upplýsingakerfi sem þjóna á öllum bókasöfnum á landinu.
Bæjarráð ítrekar bókun sína frá 17. maí sl.


2 Foreldrar leikskólabarna - mótmæli gegn hækkun leikskólagjalda
2001100110
Lagt fram til kynningar erindi dags. 29. október 2001 frá fulltrúum foreldra leikskólabarna ásamt undirskriftalistum með nöfnum 745 foreldra sem mótmæla hækkunum leikskólagjalda, bæði þeirri sem varð 1. júlí sl. og þeirri hækkun sem fyrirhuguð er þann 1. janúar nk.
Ákvörðun um hækkun leikskólagjalda verður tekin við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2002 .


3 Stuðningur við kjarabaráttu tónlistarskólakennara - undirskriftalistar
2001100080
Lagðir fram undirskriftalistar með nöfnum 148 aðila sem lýsa yfir stuðningi við kjarabaráttu tónlistarskólakennara og hvetja til þess að samið verði við þá sem fyrst. Undirskriftunum var safnað á Glerártorgi 26. október sl. milli kl. 16:00 og 18:00.
Bæjarráð vísar til bókunar sinnar í 3. lið í fundargerð frá 25. október sl. og jafnframt í bókun í 3. lið fundargerðar kjarasamninganefndar frá 19. október sl.


4 Vinabæjasamstarf um leikskólamál
2001040029
Erindi dags. 30. október 2001 frá Sigríði Sítu Pétursdóttur varðandi áframhaldandi þátttöku Akureyrarbæjar í stýrihópi vegna norrænna vinabæjasamskipta. Einnig lagt fram minnisblað frá leikskólafulltrúa.
Bæjarráð lítur svo á að þetta verkefni falli ekki undir almennt vinabæjasamstarf og vísar málinu til skólanefndar.


5 Setrið, Sunnuhlíð 12 - ósk um endurskoðun á afgreiðslu áfengisveitingaleyfis
2001080047
Erindi dags. 1. nóvember 2001 frá Bernharð Steingrímssyni þar sem hann óskar eftir endurskoðun á afgreiðslu bæjarráðs varðandi umsókn um endurnýjun á áfengisveitingaleyfi fyrir Setrið, Sunnuhlíð 12.
Bæjarráð hafnar umsókninni þar sem málið er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd um áfengismál.6 Skeljungur hf. - samkomulag um lóð í Krossanesi
2001040016
Lagt var fram samkomulag milli Akureyrarbæjar og Skeljungs hf. um lóð í Krossanesi.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag með áorðnum breytingum og felur bæjarlögmanni að ganga frá staðfestingu þess.
Bæjarstjórn 20. nóvember 20017 Útboð á tölvuþjónustu 2001
2001060029
Tekið fyrir að nýju útboð á tölvuþjónustu sem frestað var á fundi bæjarráðs 1. nóvember sl.
Fyrir lá minnisblað Bjarna Júlíussonar ráðgjafa um samanburð eftirtalinna tilboða sem bárust í verkið:

Bæjarskrifstofur
Heilsugæslustöðin
Samtals
ANZA a
kr. 59.040.000
kr. 14.316.000
kr. 73.356.000
ANZA c
kr. 48.927.600
kr. 10.555.200
kr. 59.482.800
ANZA d
kr. 48.761.760
kr. 11.139.120
kr. 59.900.880
Skrín
kr. 47.973.024
kr. 13.321.222
kr. 61.294.264
Skyggnir
kr. 41.517.840
kr. 7.178.064
kr. 48.695.904
Þekking - Tristan
kr. 54.948.000
kr. 14.775.360
kr. 69.723.360

Bæjarráð samþykkir að ganga til viðræðna við lægstbjóðanda, en frestar samningsgerð vegna Heilsugæslustöðvarinnar.
Þórarinn B. Jónsson óskar bókað að hann tók ekki þátt í afgreiðslunni.

Bæjarstjórn 20. nóvember 2001


8 Heimasíða Akureyrarbæjar
1999060023
Sviðsstjóri þjónustusviðs lagði fram minnisblað varðandi áætlun um fjármögnun verkefnisins.9 Stöðumælagjöld - gjaldskrá
2001110018
Lögð fram tillaga að gjaldskrá vegna stöðumælagjalda frá tækni- og umhverfissviði.
Bæjarráð samþykkir að stöðumælagjald í Hafnarstræti og Skipagötu (að vestan) verði kr. 100 fyrir hverja klst.
Bæjarstjórn 20. nóvember 2001

Fundi slitið.