Bæjarráð

2903. fundur 15. nóvember 2001

2863. fundur
15.11.2001 kl. 09:00 - 11:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Þórarinn B. Jónsson
Oddur Helgi Halldórsson
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Halla M. Tryggvadóttir
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Tónlistarskólinn - kjaradeila
2001100080
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa 12. nóvember 2001.
Bæjarráð vísar til fyrri bókana um verkfall tónlistarkennara.


2 Menning og tónlist
2001110047
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa 12. nóvember 2001.
Bæjarráð bendir á að menningarstarfsemi fari fram í öllum skólum bæjarins þó enginn þeirra fái umfjöllun í bæklingnum "Menning fyrir alla". Í þeim bæklingi er fjallað um þá þætti menningarstarfsemi bæjarins sem heyrir undir menningarmálanefnd, en ekki skólanefnd.3 Málefni fatlaðra í Dalvíkurbyggð, Ólafsfirði og Hrísey
2000020094
3. liður í fundargerð félagsmálaráðs 12. nóvember 2001.
Þar sem óvissa ríkir um framhald verkefna frestar bæjarráð afgreiðslu samningsins.4 Rekstraryfirlit - félagsmálaráð
2001010056
7. liður í fundargerð félagsmálaráðs 12. nóvember 2001.
Rædd var staða samningaviðræðna ríkis og Akureyrarbæjar.


5 Lífafl ehf. - kynning á starfsemi í Skjaldarvík
2001110032
Erindi dags. 31. október 2001 frá Lífafli ehf. þar sem óskað er eftir viðræðum um áframhaldandi not af húsnæði í eigu Akureyrarbæjar í Skjaldarvík.
Jafnframt óskar Lífafl eftir af fá að kynna starfsemi fyrirtækisins og framtíðaráform fyrir bæjarstjórn Akureyrar í dag kl. 17.00.


6 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - haustfundur desember 2001
2001110028
Erindi dags. 6. nóvember 2001 þar sem boðað er til haustfundar Héraðsnefndar Eyjafjarðar á Dalvík 12. desember 2001. Lagt fram til kynningar.


7 Frumvarp til laga um leigubifreiðar
2001110041
Erindi dags. 8. nóvember 2001 frá samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um leigubifreiðar, 167. mál, heildarlög.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að ganga frá umsögn um frumvarpið.


8 Kvikmynd - styrkumsókn
2001110019
Erindi dags. 2. nóvember 2001 frá John Júlíusi varðandi vinnslu á kvikmynd í fullri lengd á Akureyri. Leitað er eftir styrk frá Akureyrarbæ.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.


9 Landskerfi bókasafna - stofnun hlutafélags
2001050073
Lagt fram til kynningar bréf dags. 8. nóvember 2001 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi stofnun hlutafélags um landskerfi bókasafna.10 Samstarf við Vág í Færeyjum
2001110049
Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir að bjóða fulltrúum Vágs á Suðurey í Færeyjum til viðræðna um samstarf.
Bæjarstjórn 20. nóvember 2001


11 Netskil hf. - hlutafjárútboð
2000050064
Bæjarlögmaður gerði grein fyrir málinu.12 Lántaka hjá Norræna fjárfestingabankanum
2001110056
Fjármálastjóri gerði grein fyrir tilboði frá Norræna fjárfestingabankanum um lántöku.
Bæjarráð samþykkir lántökuna.
Bæjarstjórn 20. nóvember 2001


13 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur
2001070008
Lagt fram yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar janúar - september 2001.14 Álagning gjalda árið 2002
2001110048
Bæjarstjóri lagði fram tillögu um að útsvarsprósenta ársins 2002 verði 13,03%.
Tillögunni er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn 20. nóvember 2001

Fundi slitið.