Bæjarráð

2916. fundur 22. nóvember 2001

 
2864. fundur
22.11.2001 kl. 09:00 - 11:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Þórarinn B. Jónsson
Oddur Helgi Halldórsson
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari1 Fjarskipti
5. liður í fundargerð stjórnar Norðurorku dags. 16. nóvember 2001.
Franz Árnason mætti á fund bæjarráðs kl. 09:00 og gerði grein fyrir áformum um stofnun hlutafélags um gagnaflutningsnet á Akureyri.2 Hafnasamlag Norðurlands - 67. fundur dags. 12. nóvember 2001
2001010025
Fundargerðin er í 5 liðum og lögð fram til kynningar.3 Bandalag íslenskra skáta - Landsmót skáta 2002
2001110055
Erindi dags. 13. nóvember 2001 frá Bandalagi íslenskra skáta varðandi Landsmót skáta 2002 sem haldið verður að Hömrum við Akureyri dagana 16.- 23. júlí 2002.
Bæjarráð felur Eiríki Birni Björgvinssyni íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við bréfritara og verði hann tengiliður Akureyrarbæjar við mótshaldara.


4 Mýrarvegur 111 og 113 - Kvöð vegna fasteigna
2001110057
Lagt fram ódags. erindi frá Benedikt Ólafssyni hdl. fyrir hönd íbúa við Mýrarveg 111 og 113 varðandi breytingu á kvöð 2.0.7 á fasteignunum.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.


5 Svæði fyrir hunda og hundaeigendur
2001110063
Erindi dags. 16. nóvember 2001 frá Svæðafélagi H.R.F.Í. á Norðurlandi varðandi svæði til afnota fyrir hundaeigendur til að viðra og þjálfa hunda sína og erindi dags. 16. nóvember 2001 frá Ute Stelly-Oddsson um sama efni.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að kanna hvort ekki sé hægt að verða við framkomnum óskum og leggja tillögur þar að lútandi fyrir bæjarráð.6 Veitingaleyfi - Ráðhústorg 7
2001110065
Erindi dags. 15. nóvember 2001 frá Sýslumanninum á Akureyri. Send til umsagnar umsókn Einars Þórs Gunnlaugsson kt. 260165-2919, fyrir hönd Víghóls ehf. kt. 620999-2969 um leyfi til að reka næturklúbb að Ráðhústorgi 7, Akureyri.
Vegna framkominna erinda sem send eru til umsagnar bæjarráðs vill bæjarráð taka það fram að það er stefna bæjarstjórnar að takmarka eða banna starfsemi næturklúbba í framtíðinni.
Bæjarráð felur umhverfisráði að leggja fram tillögur um á hvern hátt slíkt sé framkvæmanlegt.
Bæjarráð leggst ekki gegn framkomnu erindi að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum, en vekur athygli umsækjanda og sýslumanns á þessari stefnumörkun.

Bæjarstjórn 4. desember 20017 Veitingaleyfi - Sunnuhlíð 12
2001110054
Erindi dags. 12. nóvember 2001 frá Sýslumanninum á Akureyri. Send til umsagnar umsókn Sigurbjargar Steindórsdóttur kt. 180950-4279 um leyfi til að reka næturklúbb að Sunnuhlíð 12, Akureyri.
Vegna framkominna erinda sem send eru til umsagnar bæjarráðs vill bæjarráð taka það fram að það er stefna bæjarstjórnar að takmarka eða banna starfsemi næturklúbba í framtíðinni.
Bæjarráð felur umhverfisráði að leggja fram tillögur um á hvern hátt slíkt sé framkvæmanlegt.
Bæjarráð leggst ekki gegn framkomnu erindi að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum, en vekur athygli umsækjanda og sýslumanns á þessari stefnumörkun.

Bæjarstjórn 4. desember 2001


8 Aksjón - Auglýsingamarkaður
2001110067
Erindi dags. 19. nóvember 2001 frá Aksjón varðandi meinta röskun á auglýsingamarkaði.
Vegna framkominnar kvörtunar vill bæjarráð taka fram að kynning á Akureyri í umræddu riti er liður í kynningarátaki bæjarins, sambærilegt við ýmsa aðra kynningarstarfsemi bæjarins.


9 Frumvarp til laga um tekjuskatt og eignaskatt
2001100064
Lögð fram umsögn dags. 12. nóvember 2001 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt.
Bæjarráð tekur í meginatriðum undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið og telur því ekki ástæðu til að senda sérstaka umsögn.


10 Frumvarp til laga um skipan opinberra framkvæmda, 6. mál
2001110059
Erindi dags. 14. nóvember 2001 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um skipan opinberra framkvæmda, 6. mál.
Lagt fram til kynningar.


11 Frumvarp til laga um brunatryggingar - 42. mál - afskrift brunabótamats
2001110060
Erindi dags. 14. nóvember 2001 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um brunatryggingar, 42. mál, afskrift brunabótamats.
Lagt fram til kynningar.


12 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2002
2001050043
Rætt um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2002.

Fundi slitið.