Bæjarráð

2924. fundur 06. desember 2001

2865. fundur
06.12.2001 kl. 09:00 - 12:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Þórarinn B. Jónsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Halla M. Tryggvadóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


1 Víðilundur 20 og 24 - bílastæði
2001110081
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. nóvember 2001.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs.


2 Húsnæðismál
2001110083
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. nóvember 2001.
Lagt fram til kynningar.


3 Samvinna Akureyrarbæjar og nágrannasveitarfélaga um barnaverndarmál o.fl.
v/ leik- og grunnskóla

1999060040
1. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 3. desember 2001.
Bæjarráð staðfestir samþykkt félagsmálaráðs.


4 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, fundargerð - dags. 5. nóvember 2001
2001010126
Fundargerðin er í 9 liðum og lögð fram til kynningar.


5 Vetraríþróttamiðstöð Íslands - fundargerð dags. 19. nóvember 2001
2001020086
Fundargerðin er í 4 liðum og lögð fram til kynningar.


6 Félag tónlistarskólakennara - athugasemdir og áskorun
2001100102
Fram lagt til kynningar erindi dags. 19. nóvember 2001 frá Félagi tónlistarskólakennara þar sem gerðar eru athugasemdir við frétt á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Meðfylgjandi er einnig áskorun til allra sveitarstjórna landsins frá baráttufundi tónlistarskólakennara sem haldinn var í Háskólabíói sunnudaginn 18. nóvember sl.


7 Launamálaráðstefna - desember 2001
2001110082
Sagt frá launamálaráðstefnu á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Launanefndar sveitarfélaga sem haldin var í Reykjavík 3. desember sl.
Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir umræðum á ráðstefnunni.8 Jazzklúbbur Akureyrar - umsókn um aukafjárveitingu 2001
2001100043
Lögð fram greinargerð dags. 21. nóvember 2001 frá sviðsstjóra Félagssviðs og menningarfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Jazzklúbb Akureyrar með framlagi að upphæð kr. 300.000.
Bæjarstjórn 18. desember 20019 Tækifæri hf. - síðasti áfangi hlutafjáraukningar
2001100037
Tekið fyrir að nýju erindi um hlutafjáraukningu Tækifæris. Áður á dagskrá bæjarráðs 18. október og 1. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir að auka hlutafé sitt í Tækifæri hf. með framsali á hlutabréfum bæjarins í nokkrum óskráðum hlutafélögum að andvirði samtals kr. 35.000.000 og felur bæjarstjóra að ganga frá samningum við félagið.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn 18. desember 200110 Krafa um endurskoðun á skipulagi íbúabyggðar á Eyrarlandsholti
2001050145
Erindi dags. 23. nóvember 2001 frá Hagsmunafélagi íbúa og húseigenda við Melateig 1- 41 varðandi skipulag íbúabyggðar á Eyrarlandsholti. Lögð voru fram vinnugögn frá deildarstjóra umhverfisdeildar og bæjarlögmanni.
Melateigur 1- 41 er ein lóð sem tengd er gatnakerfi bæjarins. Skipulag lóðarinnar hvílir að öðru leyti á lóðarhafa og gildir það m.a. um gerð bílastæða og aðkomuleiða. Í skipulagsskilmálum og lóðarleigusamningi er skýrt kveðið á um að lóðarhafa ber að leysa á sinn kostnað "skipulag" lóðarinnar og greina kaupendum frá ákvæðum skilmála og kvöðum á lóðinni.
Bæjarráð telur að krafa umræddra íbúa og húseigenda eigi ekki við rök að styðjast og því beri að hafna henni.

Bæjarstjórn 18. desember 200111 ANZA hf. - ósk um rökstuðning
2001110069
Lagt fram til kynningar afrit af bréfi til Ríkiskaupa dags. 16. nóvember 2001 frá ANZA hf. þar sem farið er fram á rökstuðning fyrir höfnun tilboða ANZA hf. í útboði Ríkiskaupa nr. 12816.
Einnig lagt fram svarbréf frá Ríkiskaupum dags. 4. desember 2001 til Anza hf.
Bæjarstjórn 18. desember 200112 Áfengisveitingaleyfi - Grillhúsið
2001110068
Erindi dags. 15. nóvember 2001. Umsókn Óla Guðmarssonar kt. 010951-4539, vegna KS - Vallar ehf. kt. 550799-2519 um leyfi til áfengisveitinga fyrir Grillhúsið, Geislagötu 7, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.
Bæjarstjórn 18. desember 200113 Vélstjórafélag Íslands - Starf vélfræðings hjá Norðurorku
2001110033
Erindi dags. 26. október 2001 frá Vélstjórafélagi Íslands þar sem óskað er eftir samningafundi vegna gerðar kjarasamnings við Akureyrarbæ vegna starfa vélfræðings hjá Norðurorku.
Bæjarráð samþykkir að veita Launanefnd sveitarfélaga umboð til gerðar kjarasamnings við Vélstjórafélag Íslands vegna félagsmanna sem starfa hjá Norðurorku.
Bæjarstjórn 18. desember 2001v14 Gamla Gróðrarstöðin og Náttúrugripasafnið
2001050114
5. liður úr fundargerð náttúruverndarnefndar frá 14. nóvember 2001 sem bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 20. nóvember sl. til bæjarráðs. Nefndin óskar eftir að skipaður verði starfshópur um framtíð og skipulag Gróðrarstöðvarinnar og svæðisins á Krókeyri.
Bæjarráð samþykkir að formenn náttúruverndarnefndar, umhverfisráðs, skólanefndar og menningarmálanefndar myndi starfshópinn.
Bæjarstjórn 18. desember 200115 AFS - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2002
2001110096
Erindi dags. 29. nóvember sl. frá framkvæmdastjóra Alþjóðlegrar fræðslu og samskipta (AFS) þar sem sótt er um rekstrarstyrk frá Akureyrarbæ fyrir árið 2002 að upphæð kr. 300.000.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Bæjarstjórn 18. desember 2001


16 Kór Glerárkirkju - Söngferð til Ungverjalands 2002
2001120008
Erindi dags. 20. nóvember 2001 frá Kór Glerárkirkju þar sem sótt er um ferðastyrk til bæjarráðs Akureyrar vegna fyrirhugaðrar söngferðar til Ungverjalands sumarið 2002.
Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar vegna úthlutunar styrkja á árinu 2002.17 Útboð á tölvuþjónustu 2001
2001060029
Tekið fyrir að nýju útboð á tölvuþjónustu - samningur.
Gunnar Frímannsson verkefnastjóri mætti á fund bæjarráðs og kynnti drög að samningi við Skyggni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum.
Bæjarstjórn 18. desember 2001


18 Reynslusveitarfélagsverkefni
1999060017
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.


19 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur
2001070008
Lagt fram yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar janúar - október 2001.

20 Álagning gjalda árið 2002
2001110048
Fjármálastjóri fór yfir forsendur álagningar fasteignagjalda 2002.


21 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2002
2001050043
Lögð fram vinnugögn.22 Önnur mál
Lántaka hjá Íslandsbanka - FBA hf.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir lánsfjárþörf Bæjarsjóðs.
Bæjarráð samþykkir lántöku að upphæð kr. 100.000.000.
Bæjarstjórn 18. desember 2001

Fundi slitið.