Bæjarráð

2935. fundur 13. desember 2001

 
2866. fundur
13.12.2001 kl. 09:00 - 11:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari1 Náttúrugripasafn
2001080042
1. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 7. desember 2001.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hug ríkisvaldsins til þeirrar hugmyndar að koma Náttúrugripasafninu fyrir í væntanlegu Rannsóknarhúsi HA að Sólborg.
Fasteignir Akureyrar 4. janúar 20022 Málefni Tónlistarskólans á Akureyri
2001110026
1. liður í fundargerð skólanefndar dags 3. desember 2001.
Bæjarráð samþykkir að fella niður 1/8 hluta skólagjalda í Tónlistarskólanum fyrir skólaárið 2001-2002.3 Brekkuskóli - húsnæðismál
1999060014
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. desember 2001.
Bæjarráð bendir á að á vegum Fasteigna Akureyrarbæjar er unnið að áætlun um endurbætur á húsnæði Brekkuskóla.
Bæjarráð vísar því til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar að skipað verði verkefnislið til að vinna að framtíðarskipulagningu á húsnæðismálum Brekkuskóla. Stefnt skal að því að snemma á næsta ári verði þessari áætlun lokið og hún kynnt öllum hlutaðeigandi.

Bæjarstjórn 18. desember 2001


4 Hafnasamlag - þjónustusamningur
1999060022
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. desember 2001.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.


5 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerð dags. 3. desember 2001
2001010025
Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram til kynningar.6 Íþróttafélagið Þór - þrettándagleði
2001120023
Erindi dags. 4. desember 2001 frá Íþróttafélaginu Þór þar sem þess er farið á leit að bæjarráð Akureyrar styrki framkvæmd þrettándagleði félagsins.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Bæjarstjórn 18. desember 2001


7 Samband íslenskra sveitarfélaga - Ályktanir síðari fundar fulltrúaráðs 2001
2001100097
Lagðar fram til kynningar ályktanir frá 61. fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga
23. nóvember 2001.


8 Samband íslenskra sveitarfélaga - Þróunarsvið
2001120017
Erindi dags. 3. desember 2001 frá þróunarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi kynningu á sviðinu og ósk um tilnefningu á tengilið og upplýsingar um þróunarverkefni.
Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustusviðs að veita umbeðnar upplýsingar og jafnframt að vera tengiliður Akureyrarbæjar við þróunarsvið Sambandsins.9 Fóðurverksmiðjan Laxá hf. - hluthafafundur
2001120048
Ódags. erindi (móttekið 10. desember 2001) frá Fóðurverksmiðjunni Laxá þar sem boðað er til hluthafafundar á Hótel KEA þriðjudaginn 18. desember 2001.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti þá tillögu sem liggur fyrir fundinum í 3. tl. dagskrár.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að fara með umboð bæjarins á fundinum.

Bæjarstjórn 18. desember 200110 Hönnun fyrir alla
2001120018
Erindi dags. 3. desember 2001 frá Sjálfsbjörgu á Akureyri, Þroskahjálp Norðurlandi-eystra, Akureyri og samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra á Akureyri þar sem óskað er eftir því að í bæjarráði verði tekin upp umræða um hönnun fyrir alla og mikilvægi hennar á öllum sviðum bæjarfélagsins.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisráðs, framkvæmdaráðs og stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.
Fasteignir Akureyrar 4. janúar 200211 Veitingaleyfi - Veitingastofa að Hafnarstræti 91-93
2001120013
Erindi dags. 29. nóvember 2001 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ingþórs Ásgeirssonar kt. 170367-4139 fyrir hönd Pennans hf., kt. 451095-2189 um leyfi til að reka veitingastofu að Hafnarstræti 91-93, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingastofu verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.
Bæjarstjórn 18. desember 200112 Leyfi til að reka gistiaðstöðu - Brekkugata 27a
2001120014
Erindi dags. 29. nóvember 2001 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Fjólu Friðriksdóttur kt. 280151-4089, um leyfi til að reka gistiaðstöðu á einkaheimili að Brekkugötu 27a, rishæð, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs gistiaðstöðu verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.
Bæjarstjórn 18. desember 2001


13 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri - viðhald og stofnkostnaður 2001
2000100095
Erindi dags. 4. desember 2001 frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri varðandi greiðslur Akureyrarbæjar til FSA vegna meiriháttar viðhalds og stofnkostnaðar á árinu 2001.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
Ásgeir Magnússon og Þóra Ákadóttir óska bókað að þau tóku ekki þátt í afgreiðslunni.
14 Mýrarvegur 111 og 113 - Kvöð vegna fasteigna
2001110057
Tekið fyrir að nýju erindi frá Benedikt Ólafssyni hdl. fyrir hönd íbúa við Mýrarveg 111 og 113 varðandi breytingu á kvöð 2.0.7 á fasteignunum, sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á 22. nóvember sl. Bæjarlögmaður gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu og felur bæjarlögmanni að ganga frá málinu við lögmann íbúa hússins.
Bæjarstjórn 18. desember 200115 Borgarskipulag Reykjavíkur - Aðalskipulag Reykjavíkur 2001 - 2024
2001120012
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 29. nóvember 2001 frá Borgarskipulagi Reykjavíkur varðandi tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 sem bæjarráð frestaði á fundi sínum 6. desember sl.
Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar þann 16. september 1999 var svohljóðandi ályktun samþykkt:
"Bæjarstjórn Akureyrar vill minna á þá ábyrgð og skyldur sem höfuðborg landsins ber gagnvart landsmönnum öllum. Í höfuðborginni er miðja stjórnsýslu Íslands og mennta-, menningar- og viðskiptalíf landsins á þar einnig sínar höfuðstöðvar. Að mati bæjarstjórnar Akureyrar eru greiðar samgöngur allra landsmanna að og frá Reykjavík forsenda þess að höfuðborgin geti rækt hlutverk sitt sem skyldi. Við umræður um mögulegar breytingar á einu af lykilatriðum þess sem gerir Reykjavík að höfuðborg allra landsmanna verður jafnframt að taka til umræðu önnur verkefni sem hafa verið fóstruð innan borgarmúranna. Bæjarstjórn Akureyrar hvetur borgarstjórn til að hafa framangreind atriði í huga við umfjöllun sína um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugvallarins."
Bæjarráð Akureyrar ítrekar fyrri ályktun frá 16. september 1999 og bendir á að með því að innanlandsflugvöllur í Vatnsmýrinni verði fluttur til Keflavíkur er verið að takmarka aðgengi landsbyggðarfólks að höfuðborginni, miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, viðskipta og menningar með því að lengja ferðatíma til borgarinnar.

Bæjarstjórn 18. desember 2001


16 NOVU 2003-2007 - Vinabæjavikur
2001120055
Lagt fram til kynningar minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa ásamt tillögum um fyrirkomulag vinabæjavikna 2003-2007.17 Stýrihópur um markaðssetningu Akureyrar - kynningar- og markaðsmál
2001060108
Erindi dags. 10. desember 2001 frá stýrihópi um markaðssetningu Akureyrar þar sem lagt er til að teknar verði upp viðræður við stofnendur Ferðaskrifstofu Akureyrar um markaðsmál.
Með vísan til þess að aðkoma Akureyrarbæjar að því málefni sem hér um ræðir hefur verið í höndum atvinnumálanefndar og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, auk þess sem þau tengjast ýmsum greinum í starfsemi bæjarins telur bæjarráð eðlilegt að auk fulltrúa atvinnumálanefndar taki fulltrúi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og bæjarstjóri þátt í könnunarviðræðum við forsvarsmenn Ferðaskrifstofu Akureyrar.
Bæjarstjórn 18. desember 200118 Starf bæjarlögmanns - uppsögn
2001120058
Erindi dags. 11. desember 2001 frá Hákoni Stefánssyni þar sem hann segir upp starfi sínu sem bæjarlögmaður.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa starfið laust til umsóknar.
Bæjarstjórn 18. desember 200119 Álagning gjalda árið 2002
2001110048
Álagning fasteignagjalda 2002.
Lögð var fram tillaga um að á árinu 2002 verði eftirtalin gjöld lögð á fasteignir á Akureyri:
a) Fasteignaskattur samkvæmt a-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum, verði 0,35% af álagningarstofni.
b) Fasteignaskattur samkvæmt b-lið 3. greinar sömu laga verði 1,55% af álagningarstofni.
c) Lóðarleiga samkvæmt lóðarleigusamningum lækki á íbúðahúsalóðum úr 1% í 0,5% af álagningarstofni og lóðarleiga af öðrum lóðum lækki úr 3% í 2,8% af álagningarstofni.
d) Vatnsgjald 0,17% af álagningarstofni. Ákvæði um hámark og lágmark falli burt.
e) Holræsagjald 0,21% af álagningarstofni, sbr. gjaldskrá um holræsagjald á Akureyri.
f) Sorphirðugjald af íbúðarhúsnæði kr. 5.000 á hverja íbúð.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn 18. desember 200120 Gjalddagar fasteignagjalda 2002
2001110048
Gjalddagar fasteignagjalda 2002.
Bæjarráð leggur til að gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2002 verði átta, 1. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september.
Bæjarstjórn 18. desember 2001


21 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2002
2001050043
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Jón Bragi Gunnarsson verkefnastjóri á fjármálasviði og Þorsteinn Þorsteinsson og Magnús Kristjánsson frá Endurskoðun Akureyri mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Fundi slitið.