Bæjarráð

2945. fundur 20. desember 2001

2867. fundur
20.12.2001 kl. 09:00 - 11:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari1 Niðurfelling skulda
4. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 17. desember 2001.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu félagsmálaráðs.2 Reglur um úthlutun viðbótarlána
2001040015
8. liður í fundargerð húsnæðisnefndar dags. 12. desember 2001.
Bæjarráð samþykkir reglur húsnæðisnefndar um úthlutun viðbótarlána.3 Reglur um úthlutun leiguíbúða Akureyrarbæjar
1999060005
7. liður í fundargerð húsnæðisnefndar dags. 12. desember 2001 um breytingar á reglum um úthlutun leiguíbúða á Akureyri. Félagsmálaráð samþykkti breytingarnar fyrir sitt leyti á fundi sínum 17. desember sl.
Bæjarráð samþykkir breytingar á reglum um úthlutun leiguíbúða.4 Norðurorka - Fjárhagsáætlun ársins 2002 endurskoðuð
1. liður í fundargerð stjórnar Norðurorku dags. 17. desember 2001 - gjaldskrárbreytingar.
Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar Norðurorku um lækkun á verði á heitu vatni úr kr. 103 á rúmmetra í kr. 95. Þá samþykkir bæjarráð að hækka alla gjaldflokka aukavatnsskatts um 1 kr. og mælagjald fyrir kalt vatn, heimtaugagjald fyrir raforku og heimæðagjöld fyrir heitt og kalt vatn sem nemur hækkun byggingarvísitölu á árinu 2001.
Gjaldskrárbreytingin taki gildi 1. janúar 2002.
5 Norðurorka - Fjárhagsáætlun fyrir árið 2002
1. liður í fundargerð stjórnar Norðurorku dags. 18. desember 2001.
Bæjarráð vísar breytingum á fjárhagsáætlun Norðurorku fyrir árið 2002 til afgreiðslu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn. Breytingarnar taka mið af þeim gjaldskrárbreytingum sem um er fjallað í 4. lið þessarar fundargerðar.6 Breytingar á störfum
5. liður í fundargerð kjaranefndar STAK og Akureyrarbæjar dags. 13. desember 2001.
Áréttuð er grein 11.1.4. í kjarasamningi aðila.
Bæjarráð felur starfsmannastjóra að kynna málið fyrir stjórnendum stofnana bæjarins.


7 Reynslusveitarfélög - Mat á árangri - Úttekt á verkefnum reynslusveitarfélaga árið 2000
2001120060
Erindi dags. 10. desember 2001 frá verkefnisstjórn reynslusveitarfélaga þar sem óskað er eftir því að reynslusveitarfélög taki nýútgefna skýrslu um mat á verkefnum reynslusveitarfélaga "Úttekt á verkefnum reynslusveitarfélaga árið 2000" til fomlegrar umfjöllunar. Skýrslan er unnin af PriceWaterhouseCoopers eins og fyrri skýrslur.
Bæjarráð fagnar framkominni úttekt sem sýnir svo ekki verður um villst að verkefnið hefur verið vel af hendi leyst af starfsfólki Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til reynslusveitarfélagsnefndar bæjarins til umsagnar.8 Björgunarsveitin Súlur - Umsókn um áramótabrennu
2001120080
Erindi dags 17. desember 2001 frá Björgunarsveitinni Súlum þar sem óskað er umsagnar varðandi leyfi til að halda áramótabrennu sunnan við Réttarhvamm.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna enda uppfylli umsækjandi skilyrði í reglum sem gilda um bálkesti og brennur.9 Úthlutun lána 2001
2001010031
Erindi dags. 17. desember 2001 frá Lánasjóði sveitarfélaga varðandi úthlutun lána 2001.
Bæjarráð samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 20 millj. kr.
Bæjarstjórn 15. janúar 200210 Svæði fyrir hunda og hundaeigendur
2001110063
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 16. nóvember 2001 frá Svæðafélagi H.R.F.Í. á Norðurlandi, áður á dagskrá bæjarráðs 22. nóvember 2001. Lögð fram drög að afnotasamningi.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
Bæjarstjórn 15. janúar 2002


11 Upplýsingakerfi - þarfagreining
2001090048
Fjármálastjóri gerði grein fyrir stöðu mála.12 Skautafélag Akureyrar - rekstrar- og leigusamningur
1999120067
Lagður fram rekstrar- og leigusamningur Akureyrarbæjar og Skautafélags Akureyrar.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
Bæjarstjórn 15. janúar 200213 Netskil hf. - hlutafjárútboð
2000050064
Bæjarlögmaður gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í hlutafjáraukningu Netskila hf. með því skilyrði að aðrir hluthafar skrái sig jafnframt fyrir hlutafé í samræmi við tillögu stjórnar Netskila hf.
Bæjarstjórn 15. janúar 2002


14 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2002
2001050043
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Formaður bæjarráðs óskaði bæjarráðsmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Fundi slitið.