Bæjarráð

1780. fundur 05. október 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2811. fundur
05.10.2000 kl. 9:00: - 10:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Þórarinn B. Jónsson
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Félagsmálaráð - fundargerð dags. 2. október 2000
4. liður: Athvarf fyrir geðfatlaða.
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra félagssviðs.
Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra félagssviðs að ganga frá samkomulagi við rekstraraðila heimilisins um aðkomu Akureyrarbæjar að málinu.


2 Launanefnd sveitarfélaga - fundargerð dags. 14. september 2000
2000100003
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.3 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 26. september 2000
1999110059
Fundargerðin er í 5 liðum og lögð fram til kynningar.4 Áfengisveitingaleyfi vegna Lóns
2000090075
Með bréfi dags. 26. september 2000 sækir Guðmundur Ingólfsson, kt. 181146-4949 um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga fyrir Lón, Hrísalundi 1a.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum og gildandi reglum um afgreiðslutíma.


5 Veitingaleyfi vegna Kjúklingastaðarins Crown Chicken
2000100002
Með bréfi dags. 28. september 2000 sendir Sýslumaðurinn á Akureyri til umsagnar umsókn Jóhanns Kristjánssonar, kt. 070158-4939, f.h. Ólafar ehf., kt. 590600-2370, um leyfi til að reka veitingastofu að Skipagötu 12, undir heitinu Kjúklingastaðurinn Crown Chicken.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingastofu verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


6 Gjaldtaka fyrir sorphirðu og sorpförgun á Eyjafjarðarsvæðinu
2000090076
Erindi dags. 18. september 2000 frá vinnuhópi um gjaldtöku í sorpmálum, þar sem fjallað er um gjaldtökumál og leiðir til úrbóta í sorphirðu og sorpförgun.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs.


7 Málræktarsjóður - fundur í fulltrúaráði
2000090077
Lagt fram bréf dags. 22. september 2000 frá Málræktarsjóði um fund í fulltrúaráði sjóðsins 27. október n.k. Óskað er tilnefningar fulltrúa Akureyrarbæjar í ráðið.
Bæjarráð tilnefnir Erling Sigurðarson sem fulltrúa sinn.


8 Byggingarhæfi lóða
1999100002
Tillaga um skipan starfshóps sem leggja á fram reglur um byggingarhæfi lóða á Akureyri.
Bæjarráð skipar eftirtalda í starfshópinn: Sigurður J. Sigurðsson formaður, Oddný Stella Snorradóttir og Guðmundur Ómar Guðmundsson. Formaður kalli starfshópinn saman til fundar.


9 Jólatré 2000
2000090045
Lagt fram bréf frá borgarstjóra Randers, þar sem hann býður bæjarstjóra og frú að koma til Randers laugardaginn 11. nóvember 2000 í tilefni gjafar Randersbúa til Akureyringa.10 Smárakvartettinn á Akureyri 1936-1968
2000100005
Erindi dags. 28. september 2000 frá Agli Erni Arnarsyni, þar sem óskað er eftir styrk vegna minningarútgáfu á söng kvartettsins.
Bæjarráð samþykkir að styrkja útgáfuna með kaupum á 100 geisladiskum, en getur ekki orðið við erindinu að öðru leyti.


11 Reikningsyfirlit janúar - ágúst
Lagt fram reikningsyfirlit Bæjarsjóðs Akureyrar janúar - ágúst 2000.12 Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2000
Lögð fram vinnugögn varðandi endurskoðun fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar fyrir árið 2000.13 Fjárhagsáætlun 2001
2000090002
Fjármálastjóri lagði fram vinnugögn varðandi gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2001.14 Önnur mál
Strandgata 11b.
Bæjarlögmaður gerði bæjarráði grein fyrir stöðu málsins.
Með hliðsjón af viðræðum bæjarlögmanns og húseiganda vísar bæjarráð erindinu til umhverfisráðs til formlegrar afgreiðslu.          Fundi slitið kl. 10.45.