Bæjarráð

1783. fundur 26. október 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2814. fundur
26.10.2000 kl. 09:00 - 11:12
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Hákon Stefánsson
Kristján Þór Júlíusson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


1 Bátakaup og ráðning þjálfara
2000100062
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 23. október 2000.
Lagt fram til kynningar.


2 Gangstígur
2000100061
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 23. október 2000.
Bæjarráð vísar liðnum til framkvæmdadeildar til skoðunar.


3 Trjárækt
2000100064
3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 23. október 2000.
Lagt fram til kynningar.


4 Tryggingamál grunnskólabarna
2000100066
4. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 23. október 2000.
Bæjarráð vísar liðnum til fjármálastjóra og bæjarlögmanns til skoðunar.


5 Hafnarsvæði Nökkva
2000100067
5. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 23. október 2000.
Bæjarráð vísar liðnum til framkvæmdadeildar til skoðunar.


6 Hitaveitustokkur
2000100068
6. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 23. október 2000.
Bæjarráð vísar liðnum til stjórnar veitustofnana og framkvæmdaráðs.


7 Hlutafjáraukning Tækifæris hf.
2000100046
Erindi dags. 17. október 2000 frá Tækifæri hf., þar sem óskað er eftir að Bæjarsjóður Akureyrar taki þátt í hlutafjáraukningu fyrirtækisins.
Einnig lögð fram fundargerð hluthafafundar Tækifæris hf. dags. 5. október 2000.
Bæjarráð samþykkir að Framkvæmdasjóður Akureyrar auki hlut sinn í Tækifæri hf. um kr. 35.000.000 og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar.


8 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar
2000100051
Á aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 6. apríl s.l. samþykkti stjórn félagsins tillögu um að framlag sveitarfélaga á árinu 2001 yrði hækkað til samræmis við breytingar á vísitölu neysluverðs frá janúar 1999 til janúar 2000 eða 5,6%.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2001.


9 Helstu niðurstöður og tillögur tekjustofnanefndar
2000100058
Fram var lagt bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 20. október s.l. þar sem með fylgja helstu niðurstöður tekjustofnarnefndar úr greiningu nefndarinnar á þróun í fjármálum sveitarfélaga frá 1990-1999 ásamt tillögum nefndarinnar.10 Málefni Slökkviliðs og Flugmálastjórnar
2000070021
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerði grein fyrir stöðu viðræðna í málinu.11 Þátttaka sveitarfélaga í rekstri skólaskips
2000100049
Erindi dags. 16. október 2000 frá Eyþingi, þar sem óskað er svara við því hvort sveitarfélög á starfssvæði Eyþings vilji taka þátt í rekstri skólaskips.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


12 Sjálfstæði skóla - lokuð ráðstefna
2000100055
Erindi dags. 19. október 2000 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er lokuð ráðstefna sem ber heitið "Sjálfstæði skóla". Akureyrarbæ er boðið að tilnefna tvo fulltrúa bæjarstjórnar til að sitja ráðstefnuna.13 Heimavistir framhaldsskólanna
1999060009
Erindi dags. 24. október 2000 frá stjórn Lundar, rekstrarfélags til fjármögnunar, smíði og rekstrar heimavistum við Menntaskólann á Akureyri, þar sem þess er farið á leit við Akureyrarbæ að hann styrki fyrirhugaða byggingu nýs heimavistarhúss.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.


14 Ásýnd Eyjafjarðar - skógar að fornu og nýju
2000100054
Erindi dags. 18. október 2000 frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga þar sem óskað er eftir stuðningi Akureyrabæjar vegna útgáfu bókarinnar "Ásýnd Eyjafjarðar - skógar að fornu og nýju."
Bæjarráð hefur þegar styrkt Skógræktarfélag Eyfirðinga í tilefni afmælisins með kr. 700.000.


15 Fjárhagsáætlun 2001
2000090002
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar 2001.
Samþykkt að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Akureyrar, bæjarstofnana og bæjarfyrirtækja til fyrri umræðu í bæjarstjórn.          Fundi slitið kl. 11.12.