Bæjarráð

1789. fundur 02. nóvember 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2815. fundur
02.11.2000 kl. 08:15 - 10:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þórarinn B. Jónsson varaformaður
Vilborg Gunnarsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Kristján Þór Júlíusson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Þjónustusamningur um rekstur slökkviliðs á Akureyrarflugvelli
2000070021
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs og slökkviliðsstjóri fóru yfir þjónustusamning um rekstur slökkviliðs á Akureyrarflugvelli.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.


2 Hafnarstræti 98. Breyta 2. og 3. hæð í íbúðir
2000090012
11. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 16. ágúst 2000. Bæjarstjórn 5. september sl. frestaði afgreiðslu erindisins.
Bæjarráð samþykkir að afgreiðsla þessa erindis fari eftir gildandi deiliskipulagi Miðbæjarins og hafnar þar með erindi bréfritara.


3 Eignarhaldsfélagið Rangárvellir - fundargerð dags. 18. október 2000
1999110084
Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram til kynningar.4 Samþykkt bókhaldsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. október 2000
2000100097
Erindi dags. 25. október 2000 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er samþykkt bókhaldsnefndar sambandsins frá 16. október sl. Lagt fram til kynningar.5 Stefnumótun í menningarmálum
2000100085
2. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 26. október 2000.
Fram voru lagðar skýrslurnar "Menning fyrir alla" - Menningarstefna bæjarstjórnar Akureyrar og "Málþing um stefnumótun Akureyrarbæjar í menningarmálum".

Bæjarráð samþykkir að vísa "Menningarstefnu bæjarstjórnar Akureyrar" til afgreiðslu bæjarstjórnar.6 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - fundarboð
2000100099
Fundur verður haldinn hjá Héraðsnefnd Eyjafjarðar miðvikudaginn 6. desember 2000 á Hótel KEA.
Þau sveitarfélög sem óska eftir að fá mál tekin fyrir á dagskrá fundarins þurfa að tilkynna um það til framkvæmdastjóra Héraðsnefndar fyrir 13. nóvember nk.7 Héraðsráð Eyjafjarðar - fundargerðir
2000100099
Lagðar fram til kynningar fundargerðir Héraðsráðs Eyjafjarðar dags. 18. október 2000, Minjasafnsins á Akureyri dags. 27. september 2000 og Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs.
dags. 20. september og 12. október 2000.8 Sameiginleg þátttaka í Staðardagskrá 21
2000100093
Erindi dags. 25. október 2000 frá sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar. Á fundi sveitarstjórnar
24. október sl. var samþykkt ályktun um að kanna áhuga allra sveitarfélaga við Eyjafjörð fyrir sameiginlegri þátttöku í Staðardagskrá 21.
Bæjarráð Akureyrar tekur undir það sjónarmið sem fram kemur í erindi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, virk þátttaka allra íbúa Eyjafjarðarsvæðisins í verkefninu gæti verið áhugavert sóknarfæri, en bendir á að leiðin til þess að svo megi verða er sameining sveitarfélaga í Eyjafirði. Áætlunin sem fengið hefur heitið Staðardagskrá 21 (Local Agenda 21) vísar til staðbundinna áætlana sem einstök sveitarfélög gera um aðgerðir í umhverfismálum á 21. öldinni.


9 Sorpförgun - ályktun sveitarstjórnar Eyjafjarðar
2000100096
Erindi dags. 25. október 2000 frá sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar. Á fundi sveitarstjórnarinnar
24. október sl. var samþykkt ályktun varðandi aðgerðir til að minnka umfang sorps.
Bæjarráð Akureyrar tekur undir það álit sem fram kemur í ályktun sveitarstjórnar Eyjafjarðar um að leita beri leiða til að minnka umfang þess sorps sem fer til urðunar. Unnið er að því máli á vegum framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar fyrir Akureyrarbæ. Varðandi þau tilmæli sem beint er til stjórnar Sorpsamlagsins að hún láti kanna með hvaða hætti best sé að standa að söfnun á landbúnaðarplasti bendir bæjarráð á að það er í verkahring hverrar sveitarstjórnar að sjá um sorphreinsun í sveitarfélaginu. Sorpsamlaginu er ætlað að sjá um förgun sorps.


10 Nonnaslóð - gönguleið í Innbænum
2000100100
Erindi dags. 28. október 2000 frá Zontaklúbbi Akureyrar þar sem athygli bæjarráðs er vakin á gönguleið í Innbænum, "Nonnaslóð" og óskað er eftir að leiðin verði merkt og einnig að göngustígur verði lagður að Nonnasteini frá Höfðakapellu.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisráðs.


11 Lántaka vegna endurfjármögnunar
2000090080
Bæjarstjóri kynnti fyrirhugaða lántöku Akureyrarbæjar sem lántakanda og ABN-AMRO sem umbjóðanda, að fjárhæð 5.000.000 evra til 10 ára, en lánið er tekið vegna endurfjármögnunar.
Bæjarráð samþykkti framangreindan lánssamning og ennfremur var samþykkt að veita bæjarstjóra, Kristjáni Þór Júlíussyni, fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita samninginn fyrir hönd Akureyrarbæjar sem og hvers kyns skuldbindingarskjöl í sambandi við lántökuna. Þessu til staðfestu undirritaði bæjarráð sérstakt umboð til handa bæjarstjóra.


12 Önnur mál
Oktavía Jóhannesdóttir gerði fyrirspurn um erindi VMA varðandi lóð á deiliskipulagi við Mímisbraut sem frátekin er fyrir heimavist framhaldsskólanema.
          Fundi slitið kl. 10.15.