Bæjarráð

2034. fundur 19. október 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2813. fundur
19.10.2000 kl. 09:00 - 11:23
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Búferlaflutningar janúar - september 2000
Lagt var fram til kynningar fréttabréf Hagstofu Íslands nr. 73/2000.2 Umsögn um lyfsöluleyfi
2000100035
Erindi dags. 13. október 2000 frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Óskað er umsagnar bæjarstjórnar vegna umsóknar Sigríðar Guðnýjar Árnadóttur, kt. 300768-3779 um lyfsöluleyfi.
Með hliðsjón af staðsetningu fyrirhugaðrar lyfjabúðar, íbúafjölda á Akureyri og fjölda starfandi lyfjabúða á svæðinu, mælir bæjarráð Akureyrar með því að umsækjanda verði veitt umbeðið leyfi.


3 Minjasafnið á Akureyri - staða minjavarðar
2000040004
Lagt fram til kynningar erindi dags. 11. október 2000 frá Þresti Ásmundssyni, formanni stjórnar Minjasafnsins á Akureyri til Fjárlaganefndar Alþingis, varðandi stöðu minjavarðar á Norðurlandi eystra.
Bæjarráð tekur undir beiðni Minjasafnsins á Akureyri til Fjárlaganefndar þess efnis að í fjárveitingu til Þjóðminjasafns Íslands árið 2001 verði gert ráð fyrir því að embætti minjavarðar á Norðurlandi eystra verði komið á fót í upphafi næsta árs.


4 Fjármálaráðstefna 2. og 3. nóvember 2000
2000090058
Lögð fram dagskrá fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldin verður í Reykjavík dagana 2. og 3. nóvember n.k.
Bæjarráð samþykkir að bæjarfulltrúum verði gefinn kostur á að sækja fjármálaráðstefnuna.

Jakob Björnsson vék af fundi kl. 09.25.

5 Veitingaleyfi v. veitingahúss á Glerártorgi
2000100037
Með bréfi dags. 11. október 2000 sendir Sýslumaðurinn á Akureyri til umsagnar umsókn Stefáns Gunnlaugssonar, kt. 170345-2909 um leyfi til að reka veitingahús á Glerártorgi, Gleráreyrum 1.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingahúss verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


6 Fjármagnsfyrirgreiðsla til fyrirtækja á landsbyggðinni
2000030031
Lagt fram erindi dags. 12. október 2000 frá Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu varðandi fyrirspurn bæjarstjóra dags. 9. mars sl. um fjármagnsfyrirgreiðslu til fyrirtækja á landsbyggðinni.7 Ísland við aldahvörf
2000100040
Erindi dags. 5. október 2000 frá Eysteini Björnssyni, kt. 090142-4109, þar sem hann sækir um styrk til þess að þróa tillögu sína "Sjálfbærir byggðakjarnar í kringum menntasetur og rannsóknastofnanir atvinnuveganna".
Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar til skoðunar.


8 Fjárhagsáætlun 2001
2000090002
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar 2001.
Lagðar fram skýringar, athugasemdir og óskir frá þjónustusviði og félagssviði.
Farið var yfir starfsáætlanir þjónustusviðs og fjármálasviðs.
Bæjarráð samþykkir starfsáætlanirnar með áorðnum breytingum.          Fundi slitið kl. 11.23.