Bæjarráð

2036. fundur 28. september 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2810. fundur
28.09.2000 kl. 09:00 - 11:37
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson


1 Húsfriðunarsjóður
2000090067
1. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 21. september 2000.
Bæjarráð vísar tillögum að samþykktum fyrir Húsverndarsjóð Akureyrar til afgreiðslu bæjarstjórnar.


2 Húsnæðisnefnd - fundargerð dags. 20. september 2000
4. og 5. liður. Umsóknir um lánsheimildir.
Fram var lagt minnisblað frá Guðríði Friðriksdóttur varðandi fjölda leiguíbúða og biðlista eftir leiguíbúðum.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um lánsheimildir til viðbótarlána að fjárhæð 300.000.000 og vegna leiguíbúða fyrir 50.000.000.


3 Framkvæmdaráð - fundargerð dags. 18. september 2000
2. liður: Giljaskóli - framkvæmdir.
Bæjarráð heimilar framkvæmdaráði að gera viðaukasamning við hönnuði vegna byggingar 2. áfanga Giljaskóla og að vinna áfram að undirbúningi framkvæmda. Áætlað er að kostnaður sem til falli á þessu ári verði 15.000.000. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


4 Skólanefnd - fundargerð dags. 18. september 2000
3. liður: Staða framkvæmda vegna fjölgunar rýma á leikskólum.
Karl Guðmundsson sviðsstjóri félagssviðs gerði grein fyrir stöðu biðlista á leikskólum bæjarins.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


5 Héraðsráð Eyjafjarðar - fundargerð dags. 28. ágúst 2000
2000090038
Fundargerðin er í 6 liðum og lögð fram til kynningar.6 Launanefnd sveitarfélaga - fundargerð dags. 25. ágúst 2000
2000090056
Fundargerðin er í 11 liðum og lögð fram til kynningar.7 Áfengisveitingaleyfi fyrir Kaffi Akureyri
2000090054
Með bréfi dags. 21. september 2000 sækir Kristín Hildur Ólafsdóttir, kt. 110962-4019 um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga fyrir Kaffi Akureyri, Strandgötu 7. Einnig er sótt um viðbótarleyfi vegna aukins húsnæðis.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum og gildandi reglum um afgreiðslutíma.


8 Áfengisveitingaleyfi fyrir Samkomuhúsið
2000090053
Með bréfi dags. 13. september 2000 sækir Sigurður Hróarsson, kt. 140556-3949 um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga fyrir Samkomuhúsið.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


9 Könnun á tekjum nýútskrifaðra stúdenta úr HÍ
2000090042
Erindi frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, ódagsett, þar sem kynnt er fyrirhuguð könnun á tekjum nýútskrifaðra stúdenta úr öllum deildum Háskólans. Leitað er eftir stuðningi frá Akureyrarbæ við fjármögnun á könnuninni.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


10 Samtökin '78 - staða jafnréttis- og fræðslufulltrúa
2000090051
Erindi dags. 18. september 2000 frá Samtökunum '78, þar sem óskað er eftir fjárstyrk til stöðu jafnréttis- og fræðslufulltrúa.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


11 Reynslusveitarfélög - Heildarmat á árangri
2000090043
Erindi dags. 12. september 2000 frá verkefnisstjórn reynslusveitarfélaga þar sem óskað er eftir því að reynslusveitarfélög taki nýútgefna skýrslu um mat á verkefnum reynslusveitarfélaga, "Heildarmat á árangri, markmið og árangur", til fomlegrar umfjöllunar. Skýrslan var lögð fram á fundinum.
Bæjarráð vísar erindinu til reynsluverkefnanefndar.


12 Hluthafafundur Tækifæris hf.
2000080037
Með bréfi dags. 19. september 2000 er boðað er til hluthafafundar Tækifæris hf. sem haldinn verður 5. október nk. að Fosshótel KEA.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð bæjarins á fundinum.13 Starfsdeild - framtíð - tímaþörf þar og annarsstaðar
2000090052
2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 11. september 2000 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs 19. september s. l.
Karl Guðmundsson sviðsstjóri félagssviðs fór yfir stöðu málsins.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu 1.5 millj. kr. á árinu, sem vísað er til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Öðru vísað til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.


14 Greinargerð um Kanadaferð
2000090069
Lögð fram greinargerð Ástu Sigurðardóttur og Valgerðar Hrólfsdóttur, þar sem fram koma ýmsar hugmyndir sem ræddar voru í þessari ferð, um möguleika á frekara samstarfi við Gimli, sem er vinabær Akureyrar í Kanada.
Bæjarráð felur menningarfulltrúa að vinna með Ástu og Valgerði að því að kynna hugmyndirnar fyrir hlutaðeigandi í bæjarkerfinu.


15 Náttúrugripasafnið
1999110023
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra félagssviðs og menningarfulltrúa um hugmynd sem tengist því að Náttúrugripasafnið fái inni í væntanlegu rannsóknarhúsi Háskólans á Akureyri.
Bæjarráð tekur vel í hugmyndina og felur menningarfulltrúa og sviðsstjóra félagssviðs að vinna áfram að málinu.


16 Vest-Norden
1999110108
Vest-Norden, kynningarár.
Bæjarráð samþykkir að ráða Reyni Adólfsson tímabundið sem verkefnisstjóra og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við hann.


17 Starfsnefnd um málefni Menntasmiðjunnar og Punktsins
2000090074
Tilnefning fulltrúa.
Bæjarráð samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd, sem fái það hlutverk að vinna með sviðsstjórum þjónustusviðs og félagssviðs að því að fara yfir rekstur Menntasmiðjunnar og Punktsins. Í starfshópinn voru tilnefndar Oktavía Jóhannesdóttir, Þóra Ákadóttir og Ásta Sigurðardóttir.


18 Tölvudeild - útboð
2000070056
Á fund bæjarráðs kom Gunnar Frímannsson verkefnisstjóri og gerði grein fyrir drögum að samningi við Nett ehf. um tölvuþjónustu við Akureyrarbæ.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga frá samningi við Nett ehf.


19 Fjárhagsáætlun 2001
2000090002
Lögð voru fram frumdrög vinnugagna vegna gerðar fjárhagsáætlunar. Bæjarstjóri skýrði áform um vinnuferli og verklag.
Einnig gerði fjármálastjóri grein fyrir áformum um breytingar á lánasamsetningum Bæjarsjóðs.20 Önnur mál
Helgamagrastræti 10
Rætt var um úrskurð úrskurðarnefndar í skipulags- og byggingamálum vegna framkvæmda við Helgamagrastræti 10.          Fundi slitið kl. 11.37.