Bæjarráð

2037. fundur 14. september 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2809. fundur
14.09.2000 kl. 09:00 - 10:29
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Veitingaleyfi fyrir Veisluborðið
2000090011
Með bréfi dags. 6. september 2000 sendir sýslumaðurinn á Akureyri til umsagnar, umsókn Guðmundar Arnar Sigurðssonar, kt. 081277-3469, um leyfi til að reka veitingaverslun/veisluþjónustu að Glerárgötu 36, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


2 Kaup á gripahúsi og hlöðu við Holtabraut
2000060018
Lagt fram erindi dags. 7. september 2000 frá eigendum gripahúss og hlöðu við Holtabraut, þar sem þeir taka munnlegu tilboði lóðarskrárritara í eignirnar.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að ganga frá samningi við hlutaðeigandi.


3 Umsókn um styrk til vísindastarfa
2000090022
Erindi dags. 6. september 2000 frá Friðrikku Jakobsdóttur, kt. 110574-2909, hjúkrunarfræðingi, þar sem hún óskar eftir styrk til fjármögnunar rannsóknarverkefnis sem hún er að hefja undir yfirskriftinni "Frjósemisvitund íslenskra kvenna".
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


4 Frá Fjárlaganefnd Alþingis
2000090029
Með bréfi dags. 6. september s.l. frá fjárlaganefnd Alþingis er tilkynnt að nefndin hyggst gefa sveitarstjórnarmönnum kost á að eiga fund með nefndinni dagana 21.- 26. september n.k.
Bæjarráð samþykkir að þiggja boðið.


5 Rekstur sjúkra- og áætlunarflugs á Íslandi
2000070079
Lagt fram afrit af bréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna, dags. 6. september 2000 til heilbrigðisráðherra, um stuðning þeirra við yfirlýsingu flugmanna er starfað hafa við sjúkraflug frá Akureyri.


6 Sundlaug Akureyrar - endurbætur á kjallara gamla hússins
2000090032
3. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 11. september 2000. Framkvæmdaráð vísaði fjármögnun verkefnisins í heild til umfjöllunar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdaráðs og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


7 Lundarskóli - kostnaður við eldhús
2000090033
9. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 11. september 2000. Framkvæmdaráð vísaði fjármögnun framkvæmda varðandi bráðabirgðaeldhús í Lundarskóla til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdaráðs og vísar fjármögnun verkefnisins til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


8 Verkmenntaskólinn á Akureyri - lóð undir heimavist
2000090036
Erindi dags. 8. september 2000 frá skólameistara VMA þar sem hann fer þess á leit að Akureyrarbær ráðstafi ekki að svo stöddu lóð á horni Mímisbrautar og Þórunnarstrætis, þar sem hún gæti nýst undir heimavist fyrir nemendur.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisráðs.


9 Upplýsinga- og umræðuþættir fyrir Akureyrarbæ
2000090037
Erindi dags. 11. september 2000 frá Aksjón, varðandi áhuga þeirra á framleiðslu upplýsinga- og umræðuþátta fyrir Akureyrarbæ.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Aksjón um gerð 25 slíkra þátta á grundvelli tilboðs þeirra og felur framkvæmdastjórn að sjá um framkvæmd málsins.


10 Launamál stjórnenda
2000020014
Bæjarstjóri gerði grein fyrir verklagi er viðhaft verður við endurskoðun launamála embættismanna Akureyrarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu á grundvelli vinnugagna sem lögð voru fram.


          Fundi slitið kl. 10.29.