Bæjarráð

2038. fundur 07. september 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2808. fundur
07.09.2000 kl. 09:00 - 10:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Hákon Stefánsson


1 Eyþing - fundargerð dags. 17. ágúst 2000
1999110066
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.2 Áfengisveitingaleyfi v. Café Amour
2000080030
Með bréfi dags. 14. ágúst 2000 sækir Þórhallur Arnórsson, kt. 291155-5379 um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Café Amour, Ráðhústorgi 9, Akureyri.
Erindið var tekið fyrir í áfengis- og vímuvarnanefnd 29. ágúst s.l. og leggst nefndin ekki gegn veitingu leyfisins.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.


3 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerðir dags. 14. og 28. ágúst 2000
1999110059
Lagðar fram til kynningar fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags. 14. og 28. ágúst 2000.4 Launamunur kynjanna
2000020014
Lögð fram greinargerð starfshóps, dags. 5. september 2000, sem fjallar um launamismun kynjanna hjá Akureyrarbæ og tillögur um framkvæmd til úrbóta.
Með vísan til þeirra tillagna sem fram koma í greinargerð starfshópsins felur bæjarráð bæjarstjóra að hefja undirbúning að framkvæmd tillagnanna.
Bæjarráð tekur undir álit starfshópsins er varðar komandi kjarasamninga og felur formanni ráðsins að koma sjónarmiðum bæjarins á framfæri við Launanefnd sveitarfélaga.
5 Hafnarstræti 103 - umsókn um lóð
2000090004
Sigurður Guðmundsson, kt. 080369-3879, sækir um lóð að Hafnarstræti 103 til byggingar húss til þjónustu og afþreyingar fyrir ferðamenn.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisráðs, en jafnframt er óskað eftir nánari upplýsingum um fyrirhugaða framkvæmd.


6 Starfsáætlun 2001 - þjónustusvið
2000070045
Lögð fram drög að starfsáætlun fyrir þjónustusvið árið 2001.
Sviðsstjóri þjónustusviðs fór yfir starfsáætlunina.7 Vinabæjartengsl við Narsaq
2000090001
Lögð er fram greinargerð Sigurðar J. Sigurðssonar vegna heimsóknar hans til Narsaq á Grænlandi dagana 15. - 22. júlí s.l.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að unnið verði að vinabæjarsamstarfi við Narsaq á grundvelli tillagna sem fram komu á vinabæjarfundi sem forseti bæjarstjórnar sat þann 19. júlí s.l. í Narsaq með forsvarsmönnum vinabæjarins.
Bæjarstjóra falið að koma tillögunum á framfæri við hlutaðeigandi hjá Akureyrarbæ.8 Reikningsyfirlit bæjarsjóðs janúar - júlí 2000
Fjármálastjóri lagði fram og skýrði reikningsyfirlit Bæjarsjóðs Akureyrar fyrir mánuðina janúar - júlí 2000.9 Fjárhagsáætlun 2001
2000090002
Farið yfir stöðu vinnunnar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2001.10 Önnur mál
a) Viðtalstímar bæjarfulltrúa hefjast að nýju mánudaginn 9. október n.k.
          Fundi slitið kl. 10.35.