Bæjarráð

2039. fundur 31. ágúst 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2807. fundur
31.08.2000 kl. 09:00 - 10:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson


1 Menningarmálanefnd - fundargerð dags. 24. ágúst 2000
Fundargerðin er í 5 liðum.
3. liður: Tillaga að nýjum samningi við Listasafn Íslands.
Að tillögu menningarmálanefndar samþykkir bæjarráð samningsdrögin fyrir sitt leyti.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar í bæjarráði.2 Umhverfisráð - fundargerð dags. 23. ágúst 2000
Fundargerðin er í 12 liðum.
7. liður: Strandgata 11b. Með vísan til bókunar umhverfisráðs felur bæjarráð bæjarlögmanni að ræða við húseiganda.
Að öðru leyti samþykkir bæjarráð fundargerðina að svo miklu leyti sem hún hefur tilefni til ályktunar.
Þórarinn B. Jónsson óskar bókað að hann tók ekki þátt í afgreiðslu á 3. lið.3 Framkvæmdaráð - fundargerð dags. 28. ágúst 2000
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar í bæjarráði.


4 Kjaranefnd Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar - fundargerð dags. 23. ágúst 2000
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar í bæjarráði.


5 Kjarasamninganefnd - fundargerð dags. 23. ágúst 2000
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin borin upp í heilu lagi og hún samþykkt.


6 Félagsmálaráð - fundargerð dags. 28. ágúst 2000
Fundargerðin er í 6 liðum.
2. liður: Beiðni um rýmkun á fjárhagsramma fyrir næsta fjárhagsár.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar í bæjarráði.7 Skólanefnd - fundargerð dags. 28. ágúst 2000
Fundargerðin er í 10 liðum.
1. og 6. liður: Beiðnir um rýmkun á fjárhagsrömmum fyrir næsta fjárhagsár.
Bæjarráð vísar erindunum til gerðar fjárhagsáætlunar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar í bæjarráði.8 Íþrótta- og tómstundaráð - fundargerð dags. 29. ágúst 2000
Fundargerðin er í 4 liðum.
1. liður: Beiðni um rýmkun á fjárhagsramma fyrir næsta fjárhagsár.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar í bæjarráði.9 Hafnasamlags Norðurlands - fundargerð dags. 8. júní 2000
2000080044
Fundargerðin (52. fundur) er í 9 liðum og er lögð fram til kynningar10 Flugsamgöngur
2000080047
Jón Karl Ólafsson forstjóri Flugfélags Íslands mætti til fundar við bæjarráð. Einnig sat Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar fundinn undir þessum lið.
Jón Karl fór yfir stöðu mála varðandi starfsemi Flugfélags Íslands og flugsamgöngur til og frá Akureyri.
Bæjarráð samþykkir að óska strax eftir fundi með samgönguráðherra og heilbrigðisráðherra um stöðu flugmála á Akureyri.


11 Veitingaleyfi fyrir Kaffiturninn
2000080046
Með bréfi dags. 24. ágúst 2000 óskar Sýslumaðurinn á Akureyri umsagnar um umsókn Þórhildar B. Svavarsdóttur, kt. 180463-3999 um leyfi til að reka veitingastofuna Kaffiturninn að Hafnarstræti 26, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


12 Yfirlit yfir atvinnuástand júlí 2000
Lagt fram fréttabréf nr. 7/2000 dags. 15. ágúst 2000 frá Vinnumálastofnun.
          Fundi slitið kl. 10.55.