Bæjarráð

2040. fundur 02. júní 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2796. fundur
02.06.2000 kl. 09:00 - 11:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
1 Ásgeir Magnússon
4 Valgerður Hrólfsdóttir
Vilborg Gunnarsdóttir
5 Oddur Helgi Halldórsson
Ásta Sigurðardóttir
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Stefán Stefánsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson


1 Starfshópur um vímuvarnir
2000030062
Lagðar fram tillögur starfshóps sem bæjarstjóri skipaði, ásamt greinargerð.
Á fundinum voru mætt þau Anna Þóra Baldursdóttir, Karl Guðmundsson og Sigríður Stefánsdóttir sem skipuðu starfshópinn. Gerðu þau grein fyrir vinnu hópsins.
Bæjarráð samþykkir að vísa greinargerð hópsins til umsagnar félagsmálaráðs, skólanefndar, íþrótta- og tómstundaráðs og áfengis- og vímuvarnanefndar. Jafnframt verði óskað umsagnar frá skólastjórum framhaldsskólanna og sýslumanni. Þá verði handhöfum vínveitingaleyfa gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum um þá þætti greinargerðarinnar sem snúa að þeirra rekstri á framfæri.


2 Samþykkt fyrir áfengis- og vímuvarnarnefnd Akureyrar
2000050070
Lögð fram tillaga að Samþykkt fyrir áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


3 Veitinga- og gistileyfi - Brekkugata 6
2000050051
Erindi dags. 18. maí 2000 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem hann sendir til umsagnar, umsókn Þórdísar Helgu Skúladóttur, kt. 080469-5439, um að reka gistiaðstöðu á einkaheimili að Brekkugötu 6.
Bæjarráð samþykkir erindið að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.

4 Flugleiðahótel hf. - umsókn um vínveitingaleyfi
2000040079
Flugleiðahótel hf. sækir um vínveitingaleyfi fyrir Hótel Eddu, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfi til áfengisveitinga að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum, mælt er með bráðabirgðaleyfi til 1. ágúst n.k. Athygli er vakin á að unnið er að endurskoðun á opnunartíma vínveitingastaða og getur hún leitt til breytinga á útgefnum leyfum.


5 Ráðstefna um hamfarir og neyðarviðbrögð
2000050061
Dagana 27. - 30. ágúst nk. verður haldin alþjóðleg ráðstefna í Háskólabíói á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisráðuneytisins um hamfarir og neyðarviðbrögð.
Bæjarráð vísar erindinu til almannavarnanefndar.


6 Tækni- og umhverfissvið
1999040004
Tillögur stýrihóps lagðar fram. Bjarni Kristinsson og Jón Gauti Jónsson mættu á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu á tillögum stýrihópsins til næsta fundar.


7 Málefni rafiðnaðarmanna hjá Rafveitu Akureyrar
2000050068
1. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dags. 26. maí 2000.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar um að fela Launanefnd sveitarfélaga gerð kjarasamninga við RSÍ.


8 Samstarf leikskóla á Norðurlöndum
2000050073
10. liður í fundargerð skólanefndar dags. 15. maí 2000.
Bæjarráð lítur svo á að skólanefnd fari með fullnaðarafgreiðslu þessa máls.


9 Fjölgun rýma á leikskólum
2000050074
2. liður a) í fundargerð skólanefndar dags. 29. maí 2000.
Bæjarráð leggur til að þegar í stað verði hafist handa við nauðsynlegar breytingar og búnaðarkaup þannig að hægt verði að fjölga börnum á leikskólum bæjarins. Kostnaði við framkvæmdirnar verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Jafnframt verði byggingadeild falið að kanna möguleika á að byggja eina lausa stofu sem nota megi bæði sem tímabundið viðbótarrými á leikskólum og skólum bæjarins.


10 Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og tengd frumvörp
2000030082
Tekinn fyrir 2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 22. maí 2000, þar sem fram koma umsagnir um frumvörpin.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umsagnirnar verði sendar félagsmálanefnd Alþingis sem umsagnir bæjarstjórnar Akureyrar.


11 Sumarvinna árið 2000
2000020049
Sviðsstjóri þjónustusviðs lagði fram upplýsingar um sumarvinnu árið 2000.
Bæjarráð samþykkir að láta fara fram könnun á því hversu margir námsmenn 17 ára og eldri hafa ekki fengið vinnu í sumar.


12 Íþróttafélagið Þór - beiðni um ráðningu unglinga '83
2000050060
Erindi, ódags., móttekið 23. maí s.l. frá framkvæmdastjóra Þórs, þar sem óskað er eftir því að fá að ráða 17 ára unglinga í gegnum umhverfisdeild.
Bæjarráð vísar til afgreiðslu undir tölulið 11.


13 Göng undir Vaðlaheiði
2000050049
Lögð fram til kynningar bókun bæjarráðs Húsavíkurkaupstaðar, dags. 11. maí 2000, þar sem ráðið lýsir yfir ánægju sinni með framkomnar hugmyndir um göng undir Vaðlaheiði.14 Endurskoðun á sameignarsamningi um Landsvirkjun
2000050071
Með bréfi dags. 25. maí 2000 óskar Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið eftir að Akureyrarbær tilnefni tvo fulltrúa til setu í viðræðunefnd til að endurskoða sameignarsamning um Landsvirkjun.
Bæjarráð samþykkir að Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Franz Árnason veitustjóri verði fulltrúar Akureyrarbæjar í viðræðunefndinni.


15 Gránufélagsgata 31 - kaup á fasteign
2000050012
Bæjarlögmaður gerði grein fyrir stöðu mála.
Bæjarráð samþykkir kaup á eigninni.


16 Erfðafestulönd - Litli-Garður
2000040034
Bæjarlögmaður gerir grein fyrir stöðu mála.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að ganga til samninga um kaup á eigninni.

Þegar hér var komið vék Oddur Helgi Halldórsson af fundi kl. 10.45.
17 Sameining sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu
1999060028
Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar dags. 25. maí 2000 og bréf dags. 26. maí 2000.18 Kontaktmannamöte í Västerås árið 2000
2000010037
Tilnefning 2ja fulltrúa á tenglamót (kontaktmannamöte) í Västerås 27. - 29. júní 2000.
Bæjarráð samþykkir að Kristján Þór Júlíusson og Karl Guðmundsson ásamt mökum fari sem fulltrúar Akureyrarbæjar á tenglamótið í Västerås.


19 Skýrsla um frekara mat á umhverfisáhrifum kísilgúrvinnslu úr Mývatni
2000050038
Með bréfi dags. 12. maí 2000 hvetur Kísiliðjan hluthafa til að kynna sér niðurstöður skýrslunnar og láta skoðun sína í ljós til Skipulagsstofnunar.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi ályktun sem send verði Skipulagsstofnun:
Frá því að Kísilgúrvinnsla hófst við Mývatn hefur starfsemi Kísilgúrverksmiðjunnar verið ein helsta undirstaða mannlífs í Mývatnssveit. Áframhaldandi starfsemi hennar er því afar þýðingarmikil fyrir byggðina í Skútustaðahreppi, sem og önnur sveitarfélög á Norðurlandi eystra. Með þetta í huga hvetur bæjarráð Akureyrar til þess að veitt verði áframhaldandi starfsleyfi fyrir verksmiðjuna til lengri tíma.
Flestar framkvæmdir hafa í för með sér breytingar á umhverfinu, hjá því verður ekki komist. Þetta á ekki síst við um efnistöku hverskonar, hvort sem náman er á láði eða legi. Jafnframt því að veitt verði starfsleyfi til áframhaldandi vinnslu kísilgúrs úr Mývatni er lögð áhersla á stöðugar rannsóknir á lífríki vatnsins, þannig að strax verði hægt að grípa inn í verði lífríkinu í og við þessa náttúruperlu ógnað.20 Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs
2000050076
Umsækjendur um starfs sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs eru:
Ármann Jóhannesson, verkfræðingur
Árni Jósteinsson, tæknifræðingur
Árni Laugdal, rekstrarfræðingur
Friðleifur Ingi Brynjarsson, tæknifræðingur
Heimir Gunnarsson, tæknifræðingur
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Ármann Jóhannesson, verkfræðing um stöðu sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs.


21 Fjárhagsáætlun 2001 - útgjaldarammi
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2001.
Bæjarráð samþykkir að senda framlagða tillögu að rammafjárveitingum ársins 2001 út til deilda og nefnda til frekari vinnslu.

Þegar hér var komið vék Ásta Sigurðardóttir af fundi kl. 11.25.
22 Önnur mál
Lagður var fram dómur í máli nr. 11/2000: Akureyrarbær gegn kærunefnd jafnréttismála vegna Ragnhildar Vigfúsdóttur.
Bæjarlögmanni falið að taka saman greinargerð um niðurstöðu dómsins, sem lögð verði fyrir bæjarráð.