Bæjarráð

2051. fundur 24. ágúst 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2806. fundur
24.08.2000 kl. 09:00 - 11:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Vilborg Gunnarsdóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Guðmundur Guðlaugsson


1 Náttúruverndarnefnd - fundargerð dags. 17. ágúst 2000
Fundargerðin er í 7 liðum.
4. liður: Nations in Bloom.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu en óskar eftir frekari greinargerð um kostnað komist bærinn í úrslit samkeppninnar.
Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar í bæjarráði.2 Kjarasamninganefnd - fundargerð dags. 18. ágúst 2000
Fundargerðin er í 1 lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar um að fela launanefnd sveitarfélaga samningsumboð vegna komandi kjarasamninga við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Iðjuþjálfafélag Íslands.


3 Skólanefnd - fundargerð dags. 21. ágúst 2000
Fundargerðin er í 8 liðum.
3. liður - biðlisti. Sviðsstjóri félagssviðs gerði grein fyrir þeim biðlista sem myndast hefur á leikskólum bæjarins og stöðu framkvæmda við að koma upp lausri kennslustofu við leikskólann Flúðir og breytingum á öðrum leikskólum.
Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í kaup á annarri lausri kennslustofu og henni komið fyrir á leikskólanum Kiðagili. Kostnaði við framkvæmdina er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar í bæjarráði.4 Félagsmálaráð - fundargerð dags. 21. ágúst 2000
Fundargerðin er í 7 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar í bæjarráði.5 Húsnæðisnefnd - fundargerð dags. 22. ágúst 2000
Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar í bæjarráði.6 Íþrótta- og tómstundaráð - fundargerð dags. 22. ágúst 2000
Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar í bæjarráði.7 Strandgata 1 - Lóðamál
2000030079
Með bréfi dags. 15. ágúst 2000 óskar Landsbanki Íslands eftir formlegum viðræðum um lóðakaup, uppgjör bílastæðamála og frágang á núverandi lóð bankans.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni, sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs og fjármálastjóra að ganga til viðræðna við fulltrúa Landsbankans um málið.


8 Bílstjórafélag Akureyrar - fjöldi leigubifreiða
2000070010
Með bréfi dags. 11. ágúst 2000 sendir Umsjónarnefnd fólksbifreiða umsögn sína um beiðni Bifreiðastjórafélags Akureyrar um fækkun leigubifreiða, samanber bókun í bæjarráði 14. júní s. l.
Með vísan til álits umsjónarnefndar fólksbifreiða getur meiri hluti bæjarráðs ekki mælt með beiðni leigubíladeildar Bílstjórafélags Akureyrar um fækkun leigubifreiða.
Bæjarfulltrúarnir Jakob Björnsson og Oddur Helgi Halldórsson óska bókað að þeir eru mótfallnir þessari afgreiðslu.9 Yfirbyggður knattspyrnuvöllur - skipan verkefnisliðs
2000080023
Á fundi framkvæmdaráðs dags. 14. ágúst s. l. var óskað eftir tilnefningu bæjarráðs í verkefnislið fyrir yfirbyggðan knattspyrnuvöll.
Bæjarráð tilnefnir Þórarin Egil Sveinsson í verkefnislið vegna byggingar knattspyrnuhúss.


10 Veitingaleyfi - Café Amour ehf.
2000080027
Erindi dags. 15. ágúst 2000 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Þórhalls Arnórssonar, kt. 291155-5379, f. h. Café Amour ehf., kt. 600700-3590 um leyfi til að reka kaffihús að Ráðhústorgi 9, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


11 Áfengisveitingaleyfi v. Bonzai
2000080033
Með béfi dags. 11. ágúst 2000 sækir Óli Guðmarsson, kt. 010951-4539 um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Bonzai.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum, en með þeim takmörkunum sem nýsamþykktar reglur um opnunartíma vínveitingahúsa kveða á um.


12 Vest-Norden - samstarf
1999110108
Kynning á verkefninu Ísland-Færeyjar-Grænland Vest-Norrænt ár 2002.
Málið var rætt og afgreiðslu frestað.13 Stefna. Ragnhildur Vigfúsdóttur gegn Akureyrarbæ
2000060024
Lögð fram til kynningar stefna dags. 14. ágúst 2000 frá Láru V. Júlíusdóttur f. h. Ragnhildar Vigfúsdóttur, þar sem fram koma bótakröfur í kjölfar hæstaréttardóms í máli Ragnhildar gegn Akureyrarbæ.14 Rekstur sjúkra- og áætlunarflugs á Íslandi
2000070079
Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir athugun sinni á því hvort fyrirhugað útboð á sjúkraflugi sé i samræmi við fyrri ákvörðun stjórnvalda um að miðstöð sjúkraflugs verði á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir að eftirfarandi bókun verði send heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og samgöngumálaráðuneytinu.
Málefni: Útboðslýsing vegna reksturs sjúkraflugs og áætlunarflugs.
Í apríl s.l. ákvað heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að miðstöð sjúkraflugs á Íslandi skyldi vera á Akureyri. Sú ákvörðun var tekin með vísan til úttektar sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið lét gera á sjúkraflugi í landinu, en þar kemur fram að Akureyri sé hagkvæmasti kosturinn fyrir miðstöð sjúkraflugs í landinu.
Á fundi í bæjarráði Akureyrar sem haldinn var 3. ágúst s.l. var málið til umfjöllunar. Bæjarráð gerði ekki athugasemdir við fyrirhugað útboð á áætlunarflugi en fól formanni bæjarráðs að afla upplýsinga um hvort útboð á sjúkraflugi sé í samræmi við fyrri ákvörðun stjórnvalda um að miðstöð sjúkraflugs verði á Akureyri.
Af þeim drögum að útboðslýsingu sem fyrir liggja verður ekki séð að tekið sé mið af þeirri ákvörðun stjórnvalda að miðstöð sjúkraflugs skuli vera á Akureyri.
Ekki er í útboðslýsingunni gerð krafa um að notuð verði í sjúkrafluginu flugvél með jafnþrýstibúnaði, en í fyrrgreindri úttekt er lögð áhersla á nauðsyn slíkrar vélar til að tryggja flugöryggi og aðbúnað sjúklinga og góða vinnuaðstöðu sjúkraflutningamanna og lækna.
Bæjarráð Akureyrar leggur áherslu á að við fyrri ákvörðun ráðherra um að miðstöð sjúkraflugs í landinu verði á Akureyri verði staðið. Við gerð útboðsgagna verði bæði tekið mið af þeirri ákvörðun og eins þýðingarmiklum ábendingum sem fram koma í úttekt heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um nauðsynlegan búnað og vélakost.15 Önnur mál
a) Náttúrugripasafnið.
Sviðsstjóri félagssviðs gerði grein fyrir stöðu húsnæðismála Náttúrugripasafnsins en ekki hefur ennþá fengist frambúðarlausn á þeim málum. Ljóst er að Tónlistarskólinn þarf að fá núverandi húsnæði safnsins fyrir starfsemi skólans á komandi skólaári.
b) Novell-netþjónn fyrir bæjarskrifstofurnar.
Sigríður Stefánsdóttir gerði grein fyrir málinu.
c) Samúðarskeyti.

a) Bæjarráð samþykkir því að fela sviðsstjóra félagssviðs að sjá til þess að munir Náttúrugripasafnsins verði fluttir úr núverandi húsnæði sem fyrst. Honum er einnig falið að leita eftir húsnæði til bráðabirgða fyrir muni safnsins.
c) Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar að senda bæjaryfirvöldum í Murmansk, vinabæ Akureyrar, samúðarskeyti vegna kafbátaslyssins í Barentshafi.
          Fundi slitið kl. 11.50.