Bæjarráð

2052. fundur 17. ágúst 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2805. fundur
17.08.2000 kl. 09:00 - 10:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Valgerður Hrólfsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Framkvæmdaráð - fundargerð dags. 14. ágúst 2000
Fundargerðin er í 7 liðum.
1. liður: Strandgata, Ráðhústorg, Glerárgata - jarðvegsskipti, lagnir og hellulögn. Bæjarráð samþykkir liðinn.
2. liður: Lundarskóli - lóðaframkvæmdir. Bæjarráð samþykkir liðinn.
3. liður: Yfirbyggður knattspyrnuvöllur. Bæjarráð frestar afgreiðslu.
6. liður: Framkvæmdadeild - ráðning deildarstjóra. Bæjarráð samþykkir liðinn.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar í bæjarráði.2 Skólanefnd - fundargerð dags. 14. ágúst 2000
Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar í bæjarráði.
3 Umhverfisráð - fundargerð dags. 16. ágúst 2000
Fundargerðin er í 28 liðum.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.


4 Vímuvarnaátak
2000030062
Lögð var fram til kynningar umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins dags 2. ágúst 2000 um tillögur starfshóps um vímuvarnir.5 Forvarnarverkefnið Loftskipið
2000080011
Með bréfi dags. 4. ágúst 2000 kynnir Ungmennafélag Íslands forvarnarverkefnið Loftskipið.
Bæjarráð vísar erindinu til áfengis- og vímuvarnanefndar og íþrótta- og tómstundaráðs.


6 Opnunartími veitingastaða
2000030062
Með bréfi dags. 2. ágúst 2000 óska Bernharð Steingrímsson og Einar Gunnlaugsson eftir að veitingastaðir þeirra verði flokkaðir undir vinnuheitið "næturklúbbar" og fái vegna sérstöðu sinnar annan opnunartíma en aðir veitingastaðir.
Bæjarráð hafnar framkominni beiðni um flokkun skemmtistaða að svo komnu máli.


7 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar
2000080018
Lagt fram bréf dags. 8. ágúst 2000 frá Hólmari Svanssyni f. h. Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar þar sem þjónusta Atvinnuþróunarfélagsins er kynnt og skerpt á samstarfsmöguleikum milli Atvinnuþróunarfélagsins og einstakra sveitarstjórna.8 Áfengisveitingaleyfi v. Madhouse
2000080007
Með bréfi dags. 3. ágúst 2000 sækir Samúel Björnsson, kt. 250863-7649 um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Madhouse.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum, en með þeim takmörkunum sem nýsamþykktar reglur um opnunartíma vínveitingahúsa kveða á um.


9 Áfengisveitingaleyfi v. Café Karólínu
2000080009
Með bréfi dags. 4. ágúst 2000 sækir Vignir Már Þormóðsson, kt. 070967-5299 um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Café Karólínu.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum, en með þeim takmörkunum sem nýsamþykktar reglur um opnunartíma vínveitingahúsa kveða á um.


10 Áfengisveitingaleyfi v. Greifans
2000080021
Með bréfi dags. 14. ágúst 2000 sækir Þorsteinn Hlynur Jónsson, kt. 230867-3729 um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Greifann.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum, en með þeim takmörkunum sem nýsamþykktar reglur um opnunartíma vínveitingahúsa kveða á um.


11 Áfengisveitingaleyfi v. Kjúklingabitastaðarins við Skipagötu
2000080025
Með bréfi dags. 15. ágúst 2000 sækir Vilhelm Ágústsson, kt. 301037-3259 um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Kjúklingabitastaðinn.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum, en með þeim takmörkunum sem nýsamþykktar reglur um opnunartíma vínveitingahúsa kveða á um.


12 Áfengisveitingaleyfi v. Lindarinnar
2000080024
Með bréfi dags. 15. ágúst 2000 sækir Vilhelm Ágústsson, kt. 301037-3259 um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Lindina.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum, en með þeim takmörkunum sem nýsamþykktar reglur um opnunartíma vínveitingahúsa kveða á um.


13 Launanefnd sveitarfélaga - fundargerð dags. 12. júlí 2000
2000080008
Fundargerðin er í 22 liðum og er lögð fram til kynningar.14 Málþing um stöðu félagslega húsnæðiskerfisins
2000080019
Með bréfi dags. 8. ágúst 2000 frá Dalvíkurbyggð fylgir ályktun og greinargerð frá málþingi um stöðu félagslega húsnæðiskerfisins, sem haldið var á Dalvík 22. maí 2000. Lagt fram til kynningar.15 Ráðstefna um hamfarir og neyðarviðbrögð
2000050061
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2. ágúst 2000 - kynning á ráðstefnu sem haldin verður dagana 27.- 30. ágúst n.k.16 Fegurri sveitir
2000080012
Með bréfi mótteknu 8. ágúst 2000 er vakin athygli á átaksverkefninu "Fegurri sveitir".17 Tilraunaræktun á kræklingi
2000020089
Erindi dags. 14. ágúst 2000 frá Baldri Snorrasyni vegna Norðlensks kræklings ehf., þar sem sótt er um styrk. Áður sótt um styrk með bréfi dags. 16. febrúar 2000.
Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar Akureyrar og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.


18 Bæjarsjóður Akureyrar - Yfirlit um rekstur
2000080022
Lagt fram yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar janúar - júní 2000.19 Önnur mál
a) Hákon Stefánsson bæjarlögmaður fór yfir stöðu mála varðandi tjón sem varð í flóðum á Oddeyri miðvikudaginn 9. ágúst s.l.
          Fundi slitið kl. 10.30.