Bæjarráð

2053. fundur 20. júlí 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2803. fundur
20.07.2000 kl. 09:00 - 11:38
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Hákon Stefánsson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari


1 Húsnæðisnefnd - fundargerð dags. 18. júlí 2000
Fundargerðin er í 10 liðum.
Bæjarráð samþykkir 9. og 10. lið að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar.


2 Hagstofa Íslands - Búferlaflutningar janúar - júní 2000
Lagt fram til kynningar.3 Kaup á gripahúsi og hlöðu við Holtabraut
2000060018
Lagt fram tilboð dags. 12. júlí 2000 frá eigendum gripahúss og hlöðu við Holtabraut.
Bæjarráð hafnar tilboðinu.


4 Markaðsskrifstofa Akureyrar
2000050050
Sviðsstjóri þjónustusviðs gerði grein fyrir viðræðum við fulltrúa Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.5 Bifreiðastæði í og við Strandgötu
2000070043
Gerð er tillaga um að ný bifreiðastæði verði gjaldskyld við Túngötu og Strandgötu.
Á fundinn mætti Gunnar H. Jóhannesson og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir að frá og með 1. ágúst 2000 verði 6 ný bifreiðastæði við Túngötu milli Bankastígs og Strandgötu gjaldskyld og frá og með 1. október verði 4 ný bifreiðastæði við Strandgötu milli Geislagötu og Ráðhússtorgs gjaldskyld.
Settir verði stöðumælar við stæðin. Gjald verði 10 kr. fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur og hámarksstöðutími 1 klst.


Þar sem þetta er væntanlega síðasti fundur bæjarráðs sem Gunnar H. Jóhannesson situr, þá vill bæjarráð færa honum bestu þakkir fyrir góð störf og árnar honum heilla á nýjum vettvangi.
6 Starfshópur um vímuvarnir
2000030062
Tillögur starfshóps um vímuvarnir ræddar. Áður hafa verið lagðar fram umsagnir um tillöguna.
A. Forvarnarstarf.
Bæjarráð samþykkir tillögur starfshópsins og felur áfengis- og vímuvarnanefnd ásamt sviðsstjóra félagssviðs að vinna að framgangi þeirra.

B. Afgreiðslutími veitingastaða, leyfisveitinga o.fl.
1. Afgreiðslutími veitingastaða og veitingatíma áfengis
a) Afgreiðslutími veitingastaða
Veitingastöðum er heimilt að hafa opið:
Frá kl. 07.00 til kl. 04.00 aðfararnótt laugardags og sunnudags eða almenns frídags.
Frá kl. 07.00 til kl. 01.00 alla aðra daga.

Í öðrum tilfellum gilda þó þær takmarkanir sem felast í ákvæðum laga um helgidagafrið
nr. 32/1997.

b) Veitingatími áfengis
Veitingatími áfengis verði frá kl. 11.00 alla daga, en fylgi að öðru leyti heimiluðum afgreiðslutíma veitingastaða á hverjum tíma, þó með þeim takmörkunum sem felast í ákvæðum laga um helgidagafrið nr. 32/1997.

Bæjarlögmanni er falið að aðlaga reglur Akureyrarbæjar um leyfi til vínveitinga í samræmi við þessa samþykkt.

Breytingar þessar taki gildi 15. september 2000 og verði tilkynntar handhöfum vínveitingaleyfa þegar eftir samþykkt þessa.

Um röksemdir fyrir ákvörðun þessari er vísað til tillagna starfshóps um vímuvarnir.

2. Bæjarráð tekur undir tillögur nefndarinnar merktar 3 - 6 um: menntun starfsfólks á veitingahúsum; aukið samstarf um leyfisveitingar; reglugerð um veitingatíma o.fl; og heimild til dvalar á vínveitingastað og áfengiskaupaaldur - ósamræmi.

Bæjarstjóra er falið að koma þessum tillögum á framfæri við viðkomandi yfirvöld.7 Vinnuhópur um húsnæðismál
1999120088
Greinargerð vinnuhóps um húsnæðismál.
Bæjarráð samþykkir að vinna að því að koma á fót eignaumsýsludeild og að fela Guðríði Friðriksdóttur að veita því verki forstöðu og skila tillögum um útfærslu til framkvæmdaráðs.


8 Tölvudeild - uppsögn starfs
2000060077
Lögð fram uppsögn Einars Hólm Davíðssonar, deildarstjóra tölvudeildar, dags. 30. júní 2000.9 Tölvudeild - útboð á þjónustu
1999100004
Gunnar Frímannsson, verkefnastjóri, mætti til fundar við bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir að vinna áfram að málinu á grundvelli þeirra tillagna sem kynntar voru á fundinum.


10 Hafnarstræti 97 - stöðuúttekt
2000070047
Upplýsingar um stöðu mála lagðar fram á fundinum.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að senda eigendum fasteignarinnar Hafnarstræti 97, Akureyri bréf, þar sem þeim er gefinn kostur á að tjá sig um bókun umhverfisráðs frá 30. júní s.l., áður en bæjarráð tekur ákvörðun um það hvort dagsektarúrræðum skipulags- og byggingarlaga verður beitt.


11 Miðbæjarsamtökin - fjölskylduhátíð á Akureyri 2000
2000070048
Erindi dags. 18. júlí 2000 frá framkvæmdastjóra Miðbæjarsamtaka Akureyrar, um að bærinn taki þátt í framkvæmd og kostnaði við dagskrá í tengslum við fjölskylduhátíð á Akureyri 2000.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við Miðbæjarsamtökin um aðkomu Akureyrarbæjar að fjölskylduskemmtun sem samtökin hyggjast standa fyrir í Miðbæ Akureyrar um verslunarmannahelgina.


12 Verslunarmannahelgin 2000 - umsjón sölubása
2000070049
Erindi dags. 18. júlí 2000 frá Ingþóri Ásgeirssyni, f.h. Miðbæjarsamtakanna, þar sem Miðbæjarsamtök Akureyrar óska eftir umráðum yfir skipulagi og aðstöðu fyrir skemmtanir í Miðbæ Akureyrar um verslunarmannahelgina.
Bæjarráð samþykkir að Miðbæjarsamtökin hafi umráðarétt yfir sölubásum í göngugötunni og á Ráðhústorgi um verslunarmannahelgina nánar tiltekið frá hádegi á fimmtudegi og til mánudagskvölds.


13 Önnur mál
a) Sumarvinna 16 ára unglinga: Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustusviðs framkvæmd málsins.
b) Hesjuvellir. Bæjarlögmaður upplýsti um stöðu málsins.
          Fundi slitið kl. 11.38.