Bæjarráð

2054. fundur 13. júlí 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2802. fundur
13.07.2000 kl. 09:00 - 11:52
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari


1 Íþrótta- og tómstundaráð - fundargerð dags. 4. júlí 2000
Fundargerðin er í 6 liðum.
6. liður: Vinnuhópur um aukið samstarf vegna reksturs félagsmiðstöðva. Bæjarráð frestar afgreiðslu þar til tillögur ráðsins liggja fyrir, að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar.


2 Félagsmálaráð - fundargerð dags. 7. júlí 2000
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


3 Framkvæmdaráð - fundargerð dags. 10. júlí 2000
Fundargerðin er í 12 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


4 Áfengisveitingaleyfi - Línu kaffi
2000070004
Umsókn dags. 3. júlí 2000 frá Önnu Hildi Guðmundsdóttur, kt. 221169-3449, þar sem
hún sækir um áfengisveitingaleyfi fyrir veitingastaðinn Línu kaffi, Hafnarstræti 104, 600 Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfi til áfengisveitinga að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum, mælt er með bráðabirgðaleyfi til 1. september nk. Athygli er vakin á að unnið er að endurskoðun á opnunartíma vínveitingastaða og getur hún leitt til breytinga á útgefnum leyfum.


5 Vímuvarnaátak - umsagnir
2000030062
Lagðar fram umsagnir sem borist hafa bæjarráði vegna tillagna starfshóps um vímuvarnir.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.
6 Handhafar vínveitingaleyfa
2000060074
Bæjarlögmaður sendi 20 handhöfum vínveitingaleyfa bréf þann 29. júní, þar sem þeim var gefinn kostur að gera athugasemdir við hugsanlega breytingu á opnunartíma vínveitingahúsa. Lögð fram þau fjögur svarbréf sem bárust.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.


7 Bílstjórafélag Akureyrar - fjöldi leigubifreiða
2000070010
Erindi dags. 29. júní 2000 frá leigubíladeild Bílstjórafélags Akureyrar, þar sem óskað er eftir fækkun á fjölda leigubifreiða á Akureyri úr 23 í 22.
Bæjarráð frestar afgreiðslu þar til Umsjónarnefnd fólksbifreiða hefur fjallað um erindið.


8 Skinnaiðnaður h.f.
1999120059
Erindi dags. 5. júlí 2000 frá fjármálastjóra Akureyrarbæjar þar sem lagt er til að breytiréttur á skuldabréfi Skinnaiðnaðarins verði nýttur.
Bæjarráð samþykkir að breyta þessu láni í hlutafé.


9 Víðilundur 20 og 24 - samþykktir
2000070011
Lagðar fram nýjar samþykktir fyrir Víðilund 20 og 24 þar sem fellt er niður ákvæði um sölu íbúðanna og þær seldar af fasteignasölum á frjálsum markaði.
Bæjarráð staðfestir samþykktirnar fyrir sitt leyti.


10 Þjónustusamningur um faglega stjórnun slökkviliðs á Akureyrarflugvelli
2000070021
Flugmálastjórn Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarbær f.h. Slökkviliðs Akureyrar gera með sér þjónustusamning um faglega stjórnun slökkviliðs á Akureyrarflugvelli. Samningurinn er dagsettur 5. júlí 2000.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


11 Launamál
Birgir Björn Sigurjónsson, forstöðumaður kjaraþróunardeildar Reykjavíkurborgar, mætti til fundar við bæjarráð kl. 10.10.
Á fund bæjarráðs undir þessum lið mættu bæjarfulltrúarnir Sigurður J. Sigurðsson og Oktavía Jóhannesdóttir ásamt Gunnari Frímannssyni.
Birgir Björn útskýrði launakerfi embættismanna Reykjavíkurborgar og fleira og svaraði fyrirspurnum.
          Fundi slitið kl. 11.52.