Bæjarráð

2055. fundur 06. júlí 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2801. fundur
06.07.2000 kl. 09:00 - 11:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Þórarinn B. Jónsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Guðmundur Guðlaugsson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari


1 Félagsmálaráð - fundargerðir dags. 26. júní og 3. júlí 2000
Fundargerð dags. 26. júní er í 8 liðum.
Fundargerð dags. 3. júlí er í 5 liðum.
Fundargerð dags. 26. júní: Bæjarráð samþykkir 3. lið, aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerð dags. 3. júlí: Bæjarráð samþykkir 3. lið, aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.2 Húsnæðisnefnd - fundargerð dags. 27. júní 2000
Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


3 Menningarmálanefnd - fundargerð dags. 29. júní 2000
Fundargerðin er í 6 liðum.
2. liður: Starfsáætlun 2001. Ósk menningarmálanefndar um hærri fjárveitingu til málaflokksins
í samræmi við hækkun á ríkisframlaginu verður tekin til athugunar við fjárhagsáætlunargerðina. Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar.4 Skólanefnd - fundargerð dags. 3. júlí 2000
Fundargerðin er í 8 liðum.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.


5 Umhverfisráð - fundargerð dags. 30. júní 2000
Fundargerðin er í tveimur hlutum. Fyrri hluti fundargerðarinnar er í 10 hlutum og fjallar um skipulagsmál. Síðari hluti fundargerðarinnar sem fjallar um byggingamál er í 21 hluta.
Fyrri hluti - skipulagsmál: Bæjarráð samþykkir 3., 4., 5., 8. og 9. lið, aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
Vegna bókunar umhverfisráðs í d-lið, 3. töluliðar, lítur bæjarráð svo á að ákvæði samnings
dags. 22.desember 1999 (tl. 8 og 9) sem staðfestur var í bæjarstjórn 18. janúar 2000 yfirtaki bókun nefndarinnar.
Síðari hluti - byggingamál: Bæjarráð samþykkir 2., 3., 4. og 9. lið, aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar, en bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum varðandi lið 10.6 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 5. júní 2000
1999110059
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.7 Skáksamband Íslands - styrkbeiðni
2000060064
Erindi dags. 26. júní 2000 frá stjórnarformanni Skáksambands Íslands þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna þátttöku tveggja íslenskra skáksveita á Evrópumeistaramót ungmenna
í Balatonella í Ungverjalandi dagana 8. til 16. júlí nk.
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundaráðs.


8 Stafrænt sjónvarpsnet
2000020043
Lagt fram bréf dags. 23. júní 2000 frá Gagnvirkri Miðlun sem vinnur að uppbyggingu á stafrænu sjónvarpsneti. Erindi bréfsins er að kynna stöðu verkefnisins. Áður kynnt í bæjarráði 17. febrúar 2000.9 Aðalfundur Eyþings 2000
2000060072
Lagt fram bréf frá Eyþingi þar sem tilkynnt er sú ákvörðun að halda aðalfund Eyþings föstudaginn 8. september og laugardaginn 9. september nk. í Stórutjarnaskóla.10 Mötuneyti hjá stofnunum Akureyrarbæjar
2000060075
Í bæjarráði dags. 29. júní 2000 var lögð fram eftirfarandi tillaga:
"Gerð verði úttekt á rekstri mötuneyta hjá stofnunum Akureyrarbæjar með hagræði og hugsanlegt samstarf í huga." Afgreiðslu var frestað til næsta fundar.
Bæjarráð felur framkvæmdaráði að gera úttektina, sbr. 1. lið fundargerðar framkvæmdanefndar frá 22. mars 2000.


11 Lífskjarakönnun
2000060066
Á fundi sínum dags. 21. júní sl. samþykkti bæjarstjórn tillögu atvinnumálanefndar varðandi lífskjarakönnun á Akureyri og felur nefndinni, ásamt bæjarráði, frekari útfærslu verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir að fela Ásgeiri Magnússyni, Kristjáni Þór Júlíussyni og Jakobi Björnssyni að vinna með atvinnumálanefnd að frekari útfærslu verkefnisins.


12 Skipulagsstjóri
2000060062
Erindi dags. 25. júní 2000 frá skipulagsstjóra Akureyrarbæjar varðandi starfslok.
Bæjarráð þakkar Árna Ólafssyni vel unnin störf í þágu Akureyrarbæjar og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.13 Starfslok
2000060079
Lagt fram uppsagnarbréf dags. 30. júní 2000 frá Guðmundi Guðlaugssyni, yfirverkfræðingi.
Bæjarráð þakkar Guðmundi Guðlaugssyni vel unnin störf í þágu Akureyrarbæjar og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa stöður deildarstjóra á tækni- og umhverfissviði lausar til umsóknar.14 Miðbæjarsamtök Akureyrar - göngugatan og Skátagil
2000040020
Erindi dags. 26. júní 2000 frá Miðbæjarsamtökum Akureyrar sem óska þess að framkvæmdum við göngugötu verði hraðað sem fyrst.15 Fyrirmynd að nýrri reglugerð um holræsagjöld
2000020023
Erindi dags. 28. júní 2000 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem sendir fyrirmynd að nýrri reglugerð um holræsagjöld.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni, yfirverkfræðingi og fjármálastjóra að fara yfir gjaldskrá Akureyrarbæjar um holræsagjald og leggja tillögu að nýrri reglugerð fyrir bæjarráð.


16 Herkir ehf.
2000070005
Erindi dags. 3. júlí 2000 frá Gísla Jónssyni, f.h. Herkis ehf., þar sem gerð er athugasemd við staðsetningu pylsuvagns og klukku á Ráðhústorgi.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisráðs.


17 Launamunur kynjanna
2000020014
Lagðar fram tillögur starfshóps um úrbætur varðandi launamismun kynjanna hjá Akureyrarbæ.
Bæjarráð óskar eftir því við starfshópinn að hann leggi fram nánari tillögur um framkvæmd þeirra aðgerða sem hann leggur til.


18 Reikningsyfirlit janúar - maí
Lagt fram reikningsyfirlit fyrir janúar - maí 2000.19 Erfðafestulönd - Litli-Garður
2000040034
Bæjarstjóri og bæjarlögmaður kynntu stöðu samningaviðræðna við hugsanlegan kaupanda íbúðarhúss.
Bæjarstjóra verði heimilað að selja eignina og leigja hlöðuna sem stendur á viðkomandi lóð.


20 Uppsögn erfðafestulanda
2000070006
Lögð fram tillaga um uppsögn erfðafestulanda norðan Búðargils vegna skipulags.
Bæjarráð samþykkir að segja upp erfðafestulöndum nr. 620 og 622 austan Þórunnarstrætis og norðan Búðargils vegna fyrirhugaðrar úthlutunar svæðisins fyrir orlofshúsabyggð.


21 Stefna: Ingibjörg Eyfells gegn Akureyrarbæ
1999110080
Lögð fram stefna Ingibjargar Eyfells gegn Akureyrarbæ.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að annast málið fyrir hönd Akureyrarbæjar.


22 700 ára kaupstaðarafmæli Randers árið 2002
2000060076
Erindi dags. 28. júní 2000, frá Jubilæumssekretaritet í Randers. Kynnt eru hátíðarhöld vegna 700 ára kaupstaðarafmælis Randers.23 Önnur mál
Halló Akureyri.
Rætt var um skemmtanahald um verslunarmannahelgi á Akureyri og þau verkefni sem snúa að Akureyrarbæ í tengslum við samkomuhald í bæjarfélaginu þá daga.          Fundi slitið kl. 11.55 .