Bæjarráð

2056. fundur 29. júní 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2800. fundur
29.06.2000 kl. 09:00 - 11:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Hákon Stefánsson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari


1 Skólanefnd - fundargerð dags. 19. júní 2000
Fundargerðin er í 13 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


2 Umhverfisráð - fundargerð dags. 16. júní 2000
Fundargerðin er í tveimur hlutum. Fyrri hluti fundargerðarinnar er í 13 liðum og fjallar um skipulagsmál. Síðari hluti fundargerðarinnar sem fjallar um byggingamál er í 69 liðum.
Úr fyrri hluta:
9. liður - Suðurbyggð 3. Umsókn um byggingaleyfi og breytingar
10. liður - Urðargil 16. Byggingaleyfi
Fyrri hluti - skipulagsmál: Bæjarráð samþykkir 9. og 10. lið fundargerðarinnar, aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
Síðari hluti - byggingamál: Bæjarráð samþykkir fundargerðina.3 Íþrótta- og tómstundaráð - fundargerð dags. 20. júní 2000
Fundargerðin er í 5 liðum.
Bæjarráð samþykkir 1. lið fundargerðarinnar, aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.


4 Framkvæmdaráð - fundargerð dags. 26. júní 2000
Fundargerðin er í 8 liðum.
Bæjarráð tekur undir bókun í 4. lið fundargerðarinnar, aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.


5 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - fundargerð dags. 31. maí 2000
2000060061
Fundargerðin er í 17 liðum og er lögð fram til kynningar.
Einnig er lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun Héraðsnefndar Eyjafjarðar.
Bæjarráð samþykkir að vísa útgjöldum vegna fjárhagsáætlunar til endurskoðunar fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs.


6 Almannavarnanefnd Eyjafjarðar - fundargerð dags. 5. júní 2000
2000060061
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.7 Sorpeyðing Eyjafjarðar b.s. - fundargerð dags. 11. maí 2000
2000060061
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.8 Stjórn Eyþings - fundargerð dags. 16. júní 2000
1999110066
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.9 Vímuvarnaátak - umsagnir
2000030062
Lagðar fram umsagnir sem borist hafa bæjarráði vegna tillagna starfshóps um vímuvarnir.
Bæjarlögmanni falið að rita hlutaðeigandi aðilum þar sem ítrekuð er beiðni um umsögn. Afgreiðslu frestað.


10 Jazzklúbbur Akureyrar - Robin Nolan Trio
2000060060
Erindi dags. 25. júní 2000 frá Jazzklúbbi Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk vegna námskeiðs Robin Nolan Trio í sumar.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 150.000 kr.


11 Önnur mál
a) Rætt um málefni Halló Akureyri.
b) Lögð fram eftirfarandi tillaga frá Vilborgu Gunnarsdóttur og Oktavíu Jóhannesdóttur:
"Gerð verði úttekt á rekstri mötuneyta hjá stofnunum Akureyrarbæjar með hagræði og hugsanlegt samstarf í huga."
b) Afgreiðslu frestað til næsta fundar.          Fundi slitið kl. 11.20 .