Bæjarráð

2057. fundur 22. júní 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2799. fundur
22.06.2000 kl. 09:00 - 10:27
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Kristján Þór Júlíusson
Guðmundur Guðlaugsson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari


1 Áfengis- og vímuvarnanefnd - fundargerð dags. 13. júní 2000
2000010003
Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.


2 Skoðun teikninga
2000060033
Bæjarstjórn 06.06. 2000 samþykkti að vísa 3. lið úr gerðabók samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra dags. 18.05. 2000 til bæjarráðs.
Bæjarráð óskar eftir greinargerð byggingafulltrúa um málið ásamt tillögum um úrbætur.


3 Rekstur fráveitukerfa Akureyrarbæjar
2000060034
Bókun stjórnar veitustofnana 25.05. 2000: Vegna yfirstandandi sameiningar á Hita- og vatnsveitu Akureyrar og Rafveitu Akureyrar leggur stjórnin til við bæjarráð að könnuð verði hagkvæmni þess að rekstur fráveitukerfa Akureyrarbæjar verði færður undir nýtt veitufyrirtæki.
Bæjarráð samþykkir að rekstur fráveitukerfis Akureyrarbæjar verði færður undir nýtt veitufyrirtæki og felur bæjarstjóra að hlutast til um tillögugerð að framkvæmd og fjármögnun þess.


4 Erfðafestulönd - Litli-Garður, kauptilboð
2000040034
Lagt fram samþykkt kauptilboð í húseignina Litla-Garð og erfðafestulönd.
Bæjarráð samþykkir að kaupa Litla-Garð, þ.e. mannvirki og erfðafestu og felur bæjarstjóra að undirrita kaupsamning í samræmi við samþykkt kauptilboð og selja íbúðarhúsið.

5 Hesjuvellir
2000040075
Bæjarstjóri og bæjarlögmaður kynntu stöðu mála.6 Stúdíóíbúðir ehf - Gistiheimili
2000060023
Sýslumaðurinn á Akureyri sendir til umsagnar umsókn Hauks Haukssonar, kt. 110963-5649, f.h. Stúdíóíbúða ehf. um leyfi til að reka gistiheimili að Strandgötu 9, 2. og 3. hæð, Akureyri. Um er að ræða útleigu á 5 íbúðum og var fyrirtækið áður með starfsemi í Strandgötu 13 en flutti sig um set. Nú hefur nýr eigandi tekið við.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


7 Veitinga- og gistileyfi - Brekkugata 1b
2000050080
Erindi dags. 31. maí 2000 frá Sýslumanninum á Akureyri, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Stefáns Júlíussonar, kt. 040376-3999, til að reka hótel að Brekkugötu 1b.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


8 Veitinga- og gistileyfi - Langahlíð 6
2000060032
Erindi dags. 9. júní 2000 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Úllu G. Árdal, kt. 270230-6609, um að starfrækja gistiaðstöðu að Lönguhlíð 6, 603 Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


9 Veitingaleyfi - Línukaffi
2000060038
Sýslumaðurinn á Akureyri sendir til umsagnar umsókn Önnu Hildar Guðmundsdóttur, kt. 221169-3449, um leyfi til að reka kaffistofu að Hafnarstræti 104, undir heitinu Línukaffi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


10 Áfengisveitingaleyfi v. Golfskálans
2000060040
Umsókn dags. 20. júní 2000 frá Þórhalli Pálssyni um endurnýjun á áfengisveitingaleyfi fyrir Golfskálann.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfi til áfengisveitinga að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum, mælt er með bráðabirgðaleyfi til 1. ágúst n.k. Athygli er vakin á að unnið er að endurskoðun á opnunartíma vínveitingastaða og getur hún leitt til breytinga á útgefnum leyfum.


11 Tölvudeild - úttekt
1999100004
Bæjarstjóri gerði grein fyrir vinnu starfshóps sem sviðsstjóri þjónustusviðs setti á laggirnar 27. apríl 2000.
Bæjarráð felur starfshópnum að vinna áfram með skýrsluna sem hópurinn lagði fram. Í því felst að hópurinn skal hafa yfirumsjón með forvinnu og gerð útboðsgagna og úrvinnslu tilboða.
12 Sjónvarpsþættir um umhverfismál
2000060028
Erindi dags. 14. júní 2000 frá Gísla Gunnlaugssyni á Aksjón. Uppi eru hugmyndir að framleiðslu 28 stuttra sjónvarpsþátta um umhverfismál og er óskað eftir framlagi Akureyrarbæjar, 300.000 krónur, til styrktar framleiðslunni.
Erindið lagt fram til kynningar.


13 Önnur mál
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. - aðalfundur

Með bréfi dagsettu 20. júní 2000 boðar Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. til aðalfundar sem haldinn verður á Fosshótel KEA miðvikudaginn 28. júní 2000, kl. 17.00.
Bæjarráð felur Sigurði J. Sigurðssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
          Fundi slitið kl. 10.27