Bæjarráð

2058. fundur 15. júní 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2798. fundur
15.06.2000 kl. 09:00 - 11:42
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Vilborg Gunnarsdóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari


1 Áfengis- og vímuvarnanefnd - fundargerð dags. 30. maí 2000
2000010003
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.2 Gudmanns Minde - kaup á Aðalstræti 14
2000060012
Erindi dags. 5. júní 2000 frá Brynjólfi Ingvarssyni f.h. nefndar um varðveislu Gudmanns Minde og f.h. stjórnar Læknafélags Akureyrar og H.F.Í. Óskað er eftir þátttöku Akureyrarbæjar í kaupum á íbúðum, sem eru í áfastri viðbyggingu við Aðalstræti 14 (Gudmanns Minde).
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og afla upplýsinga.


3 Markaðsskrifstofa Akureyrar
2000050050
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 16. maí s.l. að vísa 2. lið úr gerðabók atvinnumálanefndar 8. maí s.l. - Markaðsskrifstofa Akureyrar - til bæjarráðs.
Bæjarráð felur sviðsstjórum fjármálasviðs og þjónustusviðs að eiga viðræður við bréfritara á grundvelli umræðu bæjarráðs.


4 Tækni- og umhverfissvið
1999040004
Tillögur stýrihóps lagðar fram og ræddar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að deildum á tækni- og umhverfissviði verði fækkað í tvær og að tekin verði upp verkefnabundin stjórnun innan sviðsins. Núverandi skipulagsdeild, hluti umhverfisdeildar og starfsemi byggingafulltrúa verði sameinaðar í eina deild, umhverfisdeild, en inn á framkvæmdadeild bætist undirbúningur og yfirstjórn framkvæmda á vegum núverandi umhverfisdeildar. Sviðsstjóra og deildarstjórum sviðsins verði falið að vinna að útfærslu starfseminnar á grunni þeirra tillagna sem liggja fyrir úr vinnu stýrihóps um endurskipulagningu sviðsins.


5 Framtíð Bröttuhlíðarskóla
2000060019
3. liður fundargerðar skólanefndar dags. 5. júní 2000. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögur vinnuhóps er fram koma í skýrslu nefndar um framtíð Bröttuhlíðarskóla, dags.
2. júní 2000.
Gunnar Gíslason og Már V. Magnússon mættu á fundinn og fóru yfir skýrslu nefndarinnar.
6 Mál Ragnhildar Vigfúsdóttur
2000060024
Hæstaréttardómur - Akureyrarbær gegn kærunefnd jafnréttismála.
Greinargerð bæjarlögmanns lögð fram til kynningar.7 Öldrunarmál - Hrafnista
2000040083
Lagðir fram minnispunktar frá fundi með fulltrúum Sjómannadagsráðs dags. 7. júní 2000.
Bæjarráð vísar til bæjarstjórnar kosningu þriggja fulltrúa bæjarstjórnar í þróunarnefnd, sem einnig eigi í sæti fulltrúar Sjómannadagsráðs. Nefndin fái það hlutverk að kortleggja möguleika og hugmyndir og skili að lokum hugmyndum eða tillögu að rekstrarfyrirkomulagi.


8 Önnur mál
a) Fundagerðir atvinnumálanefndar dags. 15., 24. og 29. maí, 9. og 14. júní
- lífskjarakönnun.
Valur Knútsson formaður atvinnumálanefndar mætti á fundinn.

Þegar hér var komið kl. 11.25 vék Sigurður J. Sigurðsson af fundi.

b) Kosning formanns og varaformanns nefnda:
Bæjarráð vísar kosningu formanns og varaformanns í eftirtöldum nefndum til næsta fundar
bæjarstjórnar:
1. Framkvæmdaráð
2. Náttúruverndarnefnd
3. Umhverfisráð
          Fundi slitið kl. 11.42.