Bæjarráð

2059. fundur 08. júní 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2797. fundur
08.06.2000 kl. 09:00 - 10:52
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Stefán Stefánsson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Brynja Björk Pálsdóttir fundarritari


1 Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs
Á fundi bæjarstjórnar 6. júní sl. voru eftirtaldir kosnir aðalmenn og varamenn í bæjarráð til eins árs:
Aðalmenn: Varamenn:
Þórarinn B. Jónsson Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir Valgerður Hrólfsdóttir
Ásgeir Magnússon Oktavía Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson Ásta Sigurðardóttir
Oddur Helgi Halldórsson Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Bæjarráð skipti þannig með sér verkum að Ásgeir Magnússon var kjörinn formaður og Þórarinn B. Jónsson varaformaður bæjarráðs.


2 Gleráreyrar - verslunarmiðstöð deiliskipulag og aðalskipulagsbreyting
2000050058
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 6. júní 2000. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að gatnamót Borgarbrautar og Gleráreyra verði útfærð skv. tillögu eftir Kristin Magnússon, verkfræðing, Verkfræðistofu Norðurlands.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar um sporöskjulaga torg á mótum Gleráreyra og Borgarbrautar og vísar málinu til framkvæmdaráðs og fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


3 Stefnumótun í öldrunarþjónustu
2000060010
3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 22. maí 2000. Bæjarstjórn 6. júní sl. vísaði liðnum til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar stefnumótuninni með framkomnum athugasemdum til félagsmálaráðs til frekari umræðu.


4 Samkomulag um kjarasamningsumboð
2000040068
Frá Launanefnd sveitarfélaga kemur Samþykkt fyrir Launanefnd sveitarfélaga sem gildir frá 31. mars 2000 ásamt eyðublaði þar sem sveitarfélögin geta skrifað undir samkomulag um kjarasamningsumboð. Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin taki afstöðu til þess hvort og í hve miklum mæli þau vilja veita nefndinni umboð sitt og sendi samkomulagið útfyllt og undirritað til nefndarinnar fyrir 15. júní nk. Gert er ráð fyrir að umboðin taki gildi 1. júlí 2000.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið vegna eftirtalinna félaga:
KÍ, STAK, Félag leikskólakennara, Landssamband slökkviliðsmanna, Matvís, Stéttarfélag tæknifræðinga/verkfræðinga, Stéttarfélag sálfræðinga, Kjaradeild Félags bókasafnsfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Þroskaþjálfafélag Íslands, Rafiðnaðarsamband Íslands, Verkalýðsfélagið Eining-Iðja.5 Fræðslunefnd - fundargerð dags. 5. maí 2000
Fundargerðin er í 9 liðum og er lögð fram til kynningar.6 Visthópur Global Action Plan á Akureyri
2000060003
Erindi dags. 16. maí 2000 frá visthópi á Akureyri sem tengist Vistvernd í verki (Global Action Plan) á vegum Landverndar. Hópurinn hefur rætt ýmis umhverfismál á Akureyri og gerir nú bæjarráði grein fyrir nokkrum af þeim málum sem voru rædd í trausti þess að bæjaryfirvöld taki mið af þeim.
Bæjarráð þakkar þær ábendingar sem fram koma í erindi frá visthópi (Global Action Plan).


7 Styrkur úr Forvarnasjóði vegna starfs forvarnafulltrúa
2000060001
Fram lagt erindi dags. 30. maí 2000 frá Áfengis- og vímuvarnaráði, Barónstíg 47, Reykjavík varðandi hálft starf forvarnafulltrúa á Akureyri, sem dómsmálaráðherra, í samvinnu við Sýslumanninn á Akureyri, hyggst setja á laggirnar. Áfengis- og vímuvarnaráð leggur áherslu á að verkið verði unnið í fullu samráði við bæjarstjórn Akureyrar og í samræmi við annað forvarnastarf á Akureyri.8 Búum til betri byggð
2000060004
Fram voru lagðar ályktanir frá vorfundi atvinnuþróunarfélaga á landsbyggðinni dags. 3. maí 2000 frá forstöðumanni Þróunarsviðs Byggðastofnunar og verkefnisstjóra verkefnisins "Búum til betri byggð". Ályktanirnar eru taldar mikilvægar fyrir þróun búsetu í landinu.9 Víkingaferð í kjölfar Leifs Eiríkssonar
2000060008
Í tengslum við leiðangur víkingaskipsins Íslendings, er Akureyrarbæ boðið að kaupa einn af 64 skjöldum sem verða á skipinu í för milli Íslands og Bandaríkjanna. Er með þessu móti verið að afla fjárstuðnings við verkefnið sem mun koma til með að vera mikil auglýsing fyrir Ísland og Íslendinga.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
10 Tækni- og umhverfissvið
1999040004
Tillögur stýrihóps lagðar fram og ræddar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.          Fundi slitið kl. 10.52.