Bæjarráð

2060. fundur 25. maí 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2795. fundur
25.05.2000 kl. 09:00 - 11:41
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Þórarinn B. Jónsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Stefán Stefánsson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Gleráreyrar - verslunarmiðstöð, deiliskipulag og aðalskipulagsbreyting
2000050058
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 19. maí 2000. Skipulagsnefnd vísaði tillögum að gatnamótum Borgarbrautar og Gleráreyra til bæjarráðs.
Gunnar H. Jóhannesson mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir tillögum skipulagsnefndar.
Bæjarráð tekur undir tillögu skipulagsnefndar og felur tæknideild að kynna málið fyrir hagsmunaaðilum. Skoðaðar verði tillögur 1A og 3A og jafnframt útkeyrsla til austurs við vesturenda húsaraðarinnar.2 Lindasíða 2 og 4 - sala á íbúðum
2000020091
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 16. maí s.l. að vísa 6. lið úr gerðabók húsnæðisnefndar 2. maí s.l. "Lindasíða 2 og 4" til bæjarráðs.
Guðríður Friðriksdóttir frá húsnæðisdeild mætti til fundar undir þessum lið og gerði grein fyrir tillögum húsnæðisnefndar um að kvöð á sölu íbúðanna verði aflétt.
Bæjarráð samþykkir tillögu húsnæðisnefndar varðandi Lindasíðu 2 og 4 og felur henni að óska eftir viðræðum við húseigendur í Víðilundi 20 og 24 um að samsvarandi kvöðum varðandi sölu á þeim íbúðum verði aflétt. Erindið verði kynnt Félagi eldri borgara.


3 Sumarvistun
2000050055
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa 22. maí 2000, þar sem vakin er athygli á mismun á kostnaði við sumarvistun á Akureyri og í Reykjavík.
Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar.


4 Skólamál
2000050056
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa 22. maí 2000.
Erindið er í vinnslu í bæjarkerfinu.


5 Áfengis- og vímuvarnanefnd - fundargerð dags. 9. maí 2000
2000010003
Fundargerðin er í 10 liðum og er lögð fram til kynningar.6 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 8. maí 2000
1999110059
Fundargerðin er í 10 liðum og er lögð fram til kynningar.7 Vetraríþróttamiðstöð Íslands - fundargerð dags. 15. apríl 2000
2000020050
Fundargerðin er í 9 liðum og er lögð fram til kynningar.8 Kísiliðjan hf. - aðalfundur
2000050027
Aðalfundarboð Kísiliðjunnar hf. fyrir árið 1999. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Kísiliðjunnar í Mývatnssveit þriðjudaginn 30. maí 2000, kl. 17.00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


9 Fiskeldi Eyjafjarðar - aðalfundur
2000050043
Aðalfundur Fiskeldis Eyjafjarðar vegna ársins 1999 verður haldinn á Fosshóteli KEA föstudaginn 26. maí 2000 og hefst klukkan 16.00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


10 Byggðastofnun - ársfundur
2000050044
Byggðastofnun býður til ársfundar stofnunarinnar, sem haldinn verður að Hótel KEA, miðvikudaginn 7. júní 2000 kl. 10.30.
Bæjarráð þiggur boðið.


11 Rammasamningur um lántökur Landsvirkjunar
2000050029
Með bréfi dags. 10. maí 2000 fer Landsvirkjun þess á leit við Akureyrarbæ að samþykkt verði þau atriði er tilgreind eru í bréfinu varðandi lántökur Landsvirkjunar er varða "Euro Medium Term Note Programme" eða "EMTN".
Bæjarráð fellst á beiðni Landsvirkjunar.


12 Heimild til efnistöku - ný ákvæði
2000050052
Erindi dags. 16. maí 2000 frá Náttúruvernd ríkisins þar sem vakin er athygli sveitarstjórna á ákvæðum um nám jarðefna, í lögum nr. 44/1999 um náttúruvernd.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.


13 Lánasjóður sveitarfélaga - úthlutun lána 2000
2000010015
Á fundi stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga 9. maí s.l. var samþykkt að veita Akureyrarbæ lán af eigin fé sjóðsins að fjárhæð kr. 100.000.000 vegna leik- og grunnskóla.
Bæjarráð samþykkir lántökuna.


14 Hraunholt 2 - lóðamál
2000050047
Erindi dags. 17. maí 2000 frá Braga Steinssyni, Hraunholti 2, Akureyri. Er í erindinu bent á að óeðlilegur vatnsagi er á lóðinni við Hraunholt 2 og óskar eigandi að Akureyrarbær grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir að ástandið versni. Vísað er til greinargerðar sem byggingafulltrúi lagði fram í júní 1998 varðandi málið.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdadeildar með ósk um að metin verði nauðsyn á frekari framkvæmdum.


15 Skautahátíð á Akureyri 21.-26. nóvember 2000
2000050048
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 16. maí s.l. að vísa 3. lið úr gerðabók íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 9. maí s.l. til bæjarráðs: "Skautahátíð á Akureyri 21.- 26. nóvember 2000.
Bæjarráð samþykkir tillögu ÍTA um að komið verði til móts við óskir AWSM Endearcors Ltd. varðandi mótshaldið.


16 Göng undir Vaðlaheiði
2000050049
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 16. maí s.l. að vísa lið 3.1 úr gerðabók atvinnumálanefndar 8. maí til bæjarráðs "Göng undir Vaðlaheiði".
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna möguleika á að koma á fundi með samgöngunefnd Alþingis.


17 Markaðsskrifstofa Akureyrar
2000050050
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 16. maí s.l. að vísa 2. lið úr gerðabók atvinnumálanefndar 8. maí til bæjarráðs.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins, en óskar eftir frekari greinargerð frá atvinnumálanefnd um fyrirhugaða Markaðsskrifstofu Akureyrar, þar sem gerð verði grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi og sundurliðaðar rekstraráætlanir lagðar fram.
Jafnframt verði fjármáladeild falið að taka saman yfirlit um þá fjármuni sem bæjarfélagið í heild leggur í kynningarstarf.18 Heimavistir framhaldsskólanna
1999060009
Lagt fram til kynningar bréf dags. 17. maí 2000 frá skólameistara MA, varðandi heimavistarmál skólans.19 Útboð bankaviðskipta
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra varðandi bankaþjónustu fyrir Akureyrarbæ.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Landsbanka Íslands hf. á grundvelli tilboðs.


20 Fjárhagsáætlun 2001 - útgjaldarammi
Fjármálastjóri gerði grein fyrir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2001.21 Önnur mál
a) Egill Jónsson tannlæknir.
b) 17. júní.
a) Í tilefni af verðlaunaveitingu Nýsköpunarsjóðs til Egils Jónssonar tannlæknis á Akureyri færir bæjarráð Agli hamingjuóskir.
Bæjarráð samþykkir að fela formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að óska eftir viðræðum við Egil Jónsson um með hvaða hætti Akureyrarbær geti komið að því máli að tryggja framgang og uppbyggingu þeirrar hugmyndar að nýiðnaði sem Egill hefur unnið að hér á Akureyri.
b) Bæjarráð samþykkir að framkvæmdaaðilar hátíðarhalda 17. júní hafi umsjón með úthlutun lausra svæða undir sölubása í Miðbæ Akureyrar á þjóðhátíðardaginn. Fyrirkomulag verði með sama hætti og var um síðustu verslunarmannahelgi.
          Fundi slitið kl. 11.41