Bæjarráð

2061. fundur 11. maí 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2794. fundur
11.05.2000 kl. 09:00 - 10:44
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Stefán Stefánsson
Dan Jens Brynjarsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Framkvæmdanefnd - fundargerð dags. 8. maí 2000
Fundargerðin er í 7 liðum.
1. liður - Ketilhús.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Tréborg. Verk- og kostnaðarskipting framkvæmdarinnar milli áranna 2000 og 2001 verður lögð fyrir bæjarráð til staðfestingar.2 Skólanefnd - fundargerð dags. 8. maí 2000
Fundargerðin er í 10 liðum og er lögð fram til kynningar.3 Gangstígar
2000050020
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 8. maí 2000.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til framkvæmdanefndar.


4 Húsnæðismál Síðuskóla - íþrótta- og félagsaðstaða
2000050021
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 8. maí 2000.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skólanefndar og íþrótta- og tómstundaráðs.


5 Gangstígar
2000050022
3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 8. maí 2000.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulagsnefndar.


6 Húsnæðismál Giljaskóla
2000050023
4. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 8. maí 2000.
Málið er í athugun og mun aftur verða tekið upp í bæjarráði.7 Giljaskóli - húsnæðismál
2000050023
Lagt fram erindi frá nemendum í 6. bekk Giljaskóla varðandi plássleysi í skólanum. Óska þeir eftir að bæjaryfirvöld endurskoði málið varðandi framkvæmdir við skólann á næstu árum.
Bæjarráð vísar til bókunar við 6. lið hér að framan.


8 Fiðlarinn ehf. - áfengisveitingaleyfi
2000050005
Umsókn um endurnýjun leyfis til áfengisveitinga dags. 28. apríl s.l. frá Fiðlaranum ehf., kt. 680689-2029.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.9 Hafrannsóknarstofnun - laxeldi í Eyjafirði
2000020064
Erindi dags. 23. mars 2000 frá Hafrannsóknarstofnun með umsögn dr. Björns Björnssonar fiskeldisfræðings um eldishugmyndir AGVA ehf. í Eyjafirði, en bæjarráð óskaði á fundi sínum 24. febrúar s.l. eftir áliti Hafrannsóknarstofnunar á því máli.
Fyrir liggur að landbúnaðarráðuneytið hefur hafnað umsókn fyrirtækisins, en ákveðið að vinna að frekari athugun málsins.
Bæjarráð sér því ekki ástæðu til að álykta um málið að svo stöddu.


10 Fiskeldi Eyjafjarðar hf. - laxeldi í Eyjafirði
2000020064
Erindi dags. 28. apríl 2000 frá stjórn Fiskeldis Eyjafjarðar, þar sem hún mótmælir alfarið hugmyndum AGVA ehf. um laxeldi í Eyjafirði.
Bæjarráð vísar til bókunar í 9. lið hér á undan.


11 Fiskeldi Eyjafjarðar hf. - rannsóknir á kræklingi
2000020089
Lagt fram erindi dags. 3. maí 2000 frá Fiskeldi Eyjafjarðar hf., þar sem gerðar eru athugasemdir vegna starfsleyfistillögu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra varðandi staðsetningu kræklingaeldisstöðvar í nágrenni starfsemi Fiskeldis Eyjafjarðar á Hjalteyri.12 Eyþing - fundargerðir dags. 27. mars og 12. apríl 2000
1999110066
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.13 Kjarasamningur Launanefndar sveitarfélaga við Samflot bæjarstarfsmannafélaga
2000040068
Lagður fram kjarasamningur Launanefndar sveitarfélaga við Samflot bæjarstarfsmannafélaga, sem undirritaður var 4. maí s.l.
Bæjarráð samþykkir samninginn.


14 Samþykkt um sorphirðu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra
2000020046
Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra sendir til yfirferðar endurskoðuð drög að samþykkt um sorphirðu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.
Bæjarráð mælir með staðfestingu samþykktarinnar.


15 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerðir dags. 10. apríl 2000 (tvær)
1999110059
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.16 Óshólmar Eyjafjarðarár - friðland
2000050011
Erindi dags. 3. maí 2000 frá sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar, þar sem óskað er eftir viðræðum við fulltrúa Akureyrarbæjar varðandi málefni friðlands og útivistarsvæðis í Óshólmum Eyjafjarðarár.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.


17 Kajaksiglingar í Glerá
2000050024
Erindi dags. 8. maí 2000 frá skipulagsstjóra og yfirverkfræðingi þar sem lagt er fyrir bæjarráð að veita Siglingaklúbbnum Nökkva heimild til að koma fyrir grjótvörn í Glerá þannig að mynduð verði heppileg æfingaaðstaða fyrir kajaksiglingar.
Bæjarráð samþykkir erindið.


18 Skógrækt utan Glerár
2000050015
Erindi dags. 3. maí 2000 frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga varðandi hugsanlega skógrækt norðan Glerár í samvinnu við Akureyrarbæ.
Bæjarráð bendir á að í vinnslu er skipulag svæðisins en lýsir yfir vilja til þess að Skógræktarfélagi Eyfirðinga verði falin skógrækt á afmörkuðum svæðum í umræddu landi þegar skipulag hefur verið staðfest.
Bæjarráð samþykkir að færa Skógræktarfélagi Eyfirðinga 700 þús. kr. að gjöf í tilefni 70 ára afmælis þess í dag.19 Hafnasamlag Norðurlands - aðalfundur
2000050025
Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands verður haldinn miðvikudaginn 17. maí 2000 kl. 15.00 á Fosshóteli KEA.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.          Fundi slitið kl. 10.44.