Bæjarráð

2062. fundur 04. maí 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2793. fundur
04.05.2000 kl. 09:00 - 11:17
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Stefán Stefánsson
Dan Jens Brynjarsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Eignarhaldsfélagið Rangárvellir
1999110084
Á fundinn mætti Franz Árnason og gerði grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á skrifstofubyggingu að Rangárvöllum.
Bæjarráð mælir með því við bæjarstjórn að framkvæmdaáætlun Eignarhaldsfélagsins Rangárvalla verði staðfest.


2 Teikningar - um skil á teikningum
2000030073
23. liður í fundargerð bygginganefndar dags. 9. mars 2000, sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum 21. mars s.l.
Bygginganefnd leggur til að frá 1. september 2000 skuli öllum teikningum skilað inn á tölvutæku formi, auk teikninga á blöðum. Fram var lögð greinargerð og tillaga frá byggingafulltrúa um málið.
Bæjarráð fellst á tillöguna sem felur í sér að málinu er vísað aftur til bygginganefndar til skoðunar og undirbúnings.


3 Veitingaleyfi - Táp og Fjör ehf.
2000040081
Sýslumaðurinn á Akureyri sendir til umsagnar, umsókn Gísla Jónssonar, kt. 280645-2739, um leyfi til að reka veitingastofu að Strandgötu 3, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


4 Fiskverndarsjóður Norðurlands eystra - styrkbeiðni
2000040088
Erindi dags. í apríl 2000 frá Fiskverndarsjóði Norðurlands eystra þar sem óskað er eftir framlagi frá Akureyrarbæ.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


5 Sportferðir ehf. - hestatengd ferðaþjónusta
2000040076
Umsókn dags. 17. apríl 2000 frá Sportferðum ehf. um rekstur og staðsetningu hestatengdrar ferðaþjónustu að Hamraborgum þar sem nú er reiðskóli ÍTA og Léttis. Sótt er um tímabilið
maí - október.
Bæjarráð felur bæjarverkfræðingi og íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna leiðir til að verða við erindinu.


6 Aðalstræti 14
2000050001
Erindi dags. 27. apríl 2000 frá safnstjóra Minjasafnsins á Akureyri, varðandi húsið Aðalstræti 14, Gudmanns Minde og framkvæmdir þær sem staðið hafa yfir frá 1995. Húsfélag Gudmanns Minde býður bæjarstjórn Akureyrar í kynnisferð kl. 17.00 þann 22. maí n.k.
Bæjarráð þiggur boð um heimsókn.


7 Eignakaup vegna skipulags
2000040074
Lagðar fram umsagnir bæjarverkfræðings um eignirnar Litla-Garð og Gránufélagsgötu 31.
Á grundvelli umsagnanna felur bæjarráð bæjarlögmanni að taka upp viðræður við Iðunni Ágústsdóttur um kaup á húseign hennar að Gránufélagsgötu 31.
Þá felur bæjarráð bæjarlögmanni að taka upp viðræður við Fasteignasöluna ehf. um kaup á erfðafestulöndum og útihúsum við Litla-Garð.
Bæjarráð hafnar því að kaupa íbúðarhúsið Litla-Garð, en lýsir sig reiðubúið til að gefa út lóðarleigusamning fyrir húseignina.8 Alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar
2000040086
Lagt fram erindi dags. 25. apríl 2000 frá Fjölskylduráði þar sem minnt er á alþjóðlegan dag fjölskyldunnar þann 15. maí n.k.9 Fyrirspurn um byggingalóðir
1999120066
Erindi dags. 25. apríl 2000 frá húsnæðissamvinnufélögunum Búseta og Búmönnum, þar sem óskað er frekari upplýsinga um hentugar byggingalóðir á árunum 2001-2003. Upplýst var að erindið hefur einnig verið sent skipulags- og bygginganefnd.
Bæjarráð óskar eftir því við framangreindar nefndir að þær taki erindið til umfjöllunar.


10 Ársreikningur Akureyrarbæjar 1999
2000030106
Lögð fram gögn dags. 29. mars 2000 frá endurskoðendum varðandi endurskoðun og ársreikning vegna ársins 1999.11 Önnur mál
Lagt fram erindi frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga dags. 3. maí 2000.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.          Fundi slitið kl. 11.17.