Bæjarráð

2063. fundur 27. apríl 2000
 
Bæjarráð - Fundargerð
2792. fundur
27.04.2000 kl. 09:00 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi

 


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Stefán Stefánsson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari

 


1 Áfengis- og vímuvarnanefnd - fundargerð dags. 11. apríl 2000
2000010003
Fundargerðin er í 9 liðum og er lögð fram til kynningar.2 Héraðsnefnd Eyjafjarðar
2000040065
Fundargerð Héraðsráðs dags. 22. mars 2000 er lögð fram til kynningar og jafnframt tilkynning um aðalfund Héraðsnefndar Eyjafjarðar miðvikudaginn 31. maí n.k.3 Yfirlit yfir atvinnuástand, mars 2000
Yfirlit frá Vinnumálastofnun lagt fram til kynningar.4 Hagstofa Íslands - Búferlaflutningar janúar-mars 2000
Lagt fram til kynningar.5 Veitingaleyfi - Kaffi-Kverið
2000040041
Erindi dags. 7. apríl 2000 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem hann óskar eftir umsögn um umsókn Önnu Hildar Guðmundsdóttur um leyfi til að reka veitingastofu að Hafnarstræti 91-95, undir heitinu Kaffi-Kverið.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna


6 Áfengisveitingaleyfi - Kaffi-Kverið.
2000040049
Umsókn Önnu Hildar Guðmundsdóttur dags. 12. apríl 2000 um áfengisveitingaleyfi fyrir Kaffi-Kverið, Hafnarstræti 91-95.


Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfi til áfengisveitinga að uppfylltum öðrum lögbundnum skilyrðum, en vekur athygli á að unnið er að endurskoðun á opnunartíma vínveitingastaða og getur hún leitt til breytinga á útgefnum leyfum.7 Félagsstofnun stúdenta á Akureyri - ársreikningur 1999
2000040047
Ársreikningurinn lagður fram til kynningar.8 Þakkarbréf
Lagt fram bréf dags. 12. apríl 2000 frá Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands þar sem hann færir bæjarstjórn Akureyrar sínar bestu þakkir fyrir hlýjar móttökur og góðar samverustundir við vígslu nýrrar Strýtu og opnun Skautahallar á Akureyri.9 Sameiginlegur kortagrunnur fyrir allt Eyjafjarðarsvæðið
2000040066
Erindi dags. 17. apríl s.l. til sveitarfélaga í Héraðsnefnd Eyjafjarðar varðandi sameiginlegan kortagrunn fyrir allt Eyjafjarðarsvæðið. Málið verður tekið til afgreiðslu á fundi Héraðsnefndar 31. maí n.k.
Bæjarráð tekur undir hugmyndir um gerð sameiginlegs kortagrunns fyrir allt Eyjafjarðarsvæðið, en telur eðlilegra að landfræðileg stærð sveitarfélaga vegi meira í skiptingu kostnaðar við gerð kortagrunnsins.


10 Útrás-VGK - raforkuframleiðsla úr heitu vatni
2000030065
Erindi frá verkfræðistofnununum Útrás og VGK sem hafa hafið samstarf. Útrás-VGK vilja kanna möguleika á stofnun íslensks fyrirtækis sem býður heildarlausn á raforkuframleiðslu úr afgangsvarma og heitu vatni.
Bæjarráð telur eðlilegast að veitustofnanir Akureyrar komi að þessu máli fyrir hönd heimamanna og vísar málinu til afgreiðslu hjá stjórn veitustofnana.


11 Málræktarsjóður 2000 - aðalfundur
2000040061
Erindi dags. 13. apríl 2000 frá framkvæmdarstjóra Málræktarsjóðs. Aðalfundur verður haldinn þann 14. júní n.k. og á Akureyrarbær rétt á að tilnefna mann í fulltrúaráð. Tilnefningar þurfa að berast skriflega fyrir 19. maí n.k.
Bæjarráð tilnefnir Erling Sigurðarson í fulltrúaráðið og Ingólf Ármannsson til vara.


12 Nýjan ehf. - umsókn um leyfi til reksturs greiðabíla
2000040025
Erindi dags. 7. apríl 2000 frá Almennu lögþjónustunni ehf., f.h. Nýjunnar ehf. þar sem sótt er um leyfi til reksturs greiðabíla.
Með vísan til framlagðrar greinargerðar bæjarlögmanns er bæjarráði ekki heimilt að veita umbeðið leyfi.


13 Hesjuvellir
2000040075
Bæjarlögmaður gerði grein fyrir viðræðum varðandi hugsanleg kaup á hluta af jörð Hesjuvalla.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að leita samkomulags um kaup bæjarins á landi Hesjuvalla ofan fjallgirðingar.14 Tekjuáætlun fyrir árið 2001
2000040074
Lögð fram tekjuáætlun fyrir árið 2001.
Bæjarráð samþykkir að vinna að gerð fjárhagsáætlunar ársins 2001 á grunni framlagðra upplýsinga.


15 Flutningur ónýttra fjárveitinga milli ára
Fjármálastjóri lagði fram tillögu að flutningi fjárveitinga vegna fjárfestingaverkefna milli áranna 1999 og 2000.
Bæjarráð leggur til að eftirtaldar ónýttar fjárveitingar til framkvæmda frá árinu 1999 verði fluttar til þessa árs og verði fjármögnun mætt með skerðingu veltufjár:
02-212-511-7 Leikskólinn Iðavöllur 5.000 þús. kr.
03-907-599-6 Óskipt fjárv. félagsmála 6.700 " "
04-214-511-7 Lundarskóli 7.800 " "
04-215-511-7 Síðuskóli 4.600 " "
05-211-502-7 Amtsbókasafn 7.600 " "
05-612-511-7 Listamiðstöð Kaupvangsstr. 7.800 " "
06-411-511-7 Sundlaug Akureyrar 11.000 " "
06-618-511-7 Skautahöll 16.200 " "
13-615-591-6 Tjaldsvæði Hömrum 2.400 " "
16-221-511-7 Ráðhús 3.000 " "
19-219-889-7 Vélasjóður 4.500 " "
Samtals 76.600 þús. kr.

 

          Fundi slitið kl. 10.50.