Bæjarráð

2064. fundur 13. apríl 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2791. fundur
13.04.2000 kl. 09:00 - 11:27
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Stefán Stefánsson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Umferðarmál ofl.
2000040027
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. apríl 2000.
Í tengslum við þetta mál var tekið fyrir að nýju erindi úr 3. tl. framkvæmdanefndar frá 8. nóvember 1999 sem vísað var til bæjarráðs af bæjarstjórn þann 16. nóvember s.á.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdanefndar með ósk um yfirferð málsins í ljósi breyttra aðstæðna.2 Atvinnumál
2000040028
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. apríl 2000.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdanefndar.


3 Síðuskóli - íþrótta- og félagsaðstaða
2000040029
3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. apríl 2000.
Málið er til umfjöllunar hjá skólanefnd og íþrótta- og tómstundaráði.4 Leikskólinn Iðavöllur - nýbygging
2000040030
4. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. apríl 2000.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdanefndar.


5 Fasteignagjöld
2000040031
5. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. apríl 2000.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að svara erindinu og gera grein fyrir stöðu málsins.


6 Lífskjarakönnun
2000040033
3. liður í fundargerð atvinnumálanefndar dags. 4. apríl 2000.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna 3 bæjarfulltrúa í nefndina og vísar tilnefningu til afgreiðslu bæjarstjórnar.


7 Menningarsjóður
2000030058
Liður 2.1 í fundargerð menningarmálanefndar dags. 6. apríl 2000, samningur við Karlakór Akureyrar-Geysi.
Bæjarráð samþykkir viðbótarframlag til Menningarsjóðs að upphæð kr. 300.000 og vísar erindinu að öðru leyti til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Ásgeir Magnússon óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.8 Búðargil orlofshús - umsókn um lóð
2000040026
7. liður í fundargerð bygginganefndar dags. 5. apríl 2000. Bygginganefnd óskar heimildar bæjarráðs til að auglýsa svæðið við Búðargil laust til umsóknar.
Bæjarráð vísar málinu til framkvæmdanefndar með ósk um að leitað verði leiða til að verða við erindinu.


9 Reglur barnaverndarnefndar Eyjafjarðar um könnun og meðferð mála sem undir hana heyra
2000040023
Teknar fyrir reglur barnaverndarnefndar Eyjafjarðar. Einnig lagðar fram fundargerðir 1. - 3. fundar barnaverndarnefndar Eyjafjarðar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar.


10 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerð dags. 6. apríl 2000
1999120015
Fundargerðin er í 5 liðum og lögð fram til kynningar.11 Staðardagskrá 21 - Umhverfisstefna og framkvæmdaáætlun
2000030023
Lagt var fram bréf dags. 10. apríl frá formanni umhverfisnefndar. Meðfylgjandi er umhverfisstefna og framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 (fyrri hluti).
Bæjarráð samþykkir að kynning á umhverfisstefnu og framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 fari fram á degi umhverfisins 25. apríl n.k.


12 Fræðslunefnd - tilnefningar fulltrúa
1999030018
Tilnefningar fulltrúa í fræðslunefnd: Leifur Þorsteinsson, Eiríkur Bj. Björgvinsson, Sigríður Stefánsdóttir (formaður), Þórgnýr Dýrfjörð og Kristján Þór Júlíusson
Bæjarráð staðfestir tilnefningarnar.


13 Brávellir - stöðuleyfi
2000040003
Erindi dags. 31. mars 2000 frá Jóni Hilmari Lútherssyni og Þóreyju Egilsdóttur þar sem þau sækja um varanlegt stöðuleyfi fyrir íbúðarhús og útihús að Brávöllum. Einnig óska þau eftir að fá leigusamning um landið að Brávöllum.Bæjarráð samþykkir að lóðarsamningur fyrir íbúðarhús og hluta útihúsa í landi Brávalla útgefinn 1974, með leiguskilmálum til 40 ára, verði framlengdur um 25 ár frá 2014 að telja og eftir það um eitt ár í senn. Ennfremur að leigusamningur verði gerður um annað land Brávalla til 5 ára, sem framlengist um eitt ár í senn að þeim tíma liðnum. Tæknideild falið að ganga frá framangreindum leiguskilmálum byggingarlóðar og annars leigulands að Brávöllum.14 Miðbæjarsamtök Akureyrar - göngugatan og Skátagil
2000040020
Erindi dags. 6. apríl 2000 frá Miðbæjarsamtökum Akureyrar sem óska þess að framkvæmdum við göngugötu og Skátagil verði hraðað og þeim lokið eigi síðar en 5. júní 2000.15 Fyrri fulltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2000
2000030068
58. fulltrúaráðsfundur Samb.ísl. sv.fél. var haldinn 30. - 31. mars s.l. Helstu ályktanir fundarins voru ályktun um endurskoðun á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, ályktun um endurmat á kostnaði og tekjuþörf vegna yfirtöku grunnskólans og ályktun um endurskoðun á framkvæmd laga um þjóðlendur. Ályktanirnar eru lagðar fram til kynningar ásamt skýrslu til 58. fundar fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykholti 30. og 31. mars 2000.16 Nýjan ehf. - umsókn um leyfi til reksturs greiðabíla
2000040025
Erindi dags. 7. apríl 2000 frá Almennu lögþjónustunni ehf., f.h. Nýjunnar ehf. þar sem sótt er um leyfi til reksturs greiðabíla.
Afgreiðslu frestað og felur bæjarráð bæjarlögmanni að útbúa umsögn um málið.


17 Starfsáætlanir
2000010023
Unnið að gerð starfsáætlana.
Bæjarráð samþykkir starfsáætlanir þjónustusviðs, fjármálasviðs og fræðslunefndar. Jafnframt var samþykkt að vísa starfsáætlunum nefnda skv. framlögðum lista til afgreiðslu bæjarstjórnar.


18 Erfðafestulönd - Litli-Garður
2000040034
Erindi dags. 11. apríl 2000 frá Fasteignasölunni ehf., f.h. erfingja hjónanna að Litla-Garði, Akureyri. Akureyrarbæ er boðið að kaupa húsin í Litla-Garði ásamt leigulóð, svo og erfðafestulönd.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni og bæjarverkfræðingi að yfirfara málið fyrir næsta fund bæjarráðs.


19 Þriggja ára áætlun
2000020028
Þriggja ára áætlun - 2001-2003.
Bæjarráð samþykkir að vísa áætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn.


20 Rafmagnsveitur ríkisins
Lögð var fram ályktun sem bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum 11. apríl s.l. svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Akraness styður framkomna hugmynd um flutning RARIK til Akureyrar. Bæjarstjórn Akraness skorar á iðnaðarráðherra og ríkisstjórn Íslands að sjá til þess að þetta mikilvæga mál nái fram að ganga og bendir á að flutningur á umræddri stofnun gæti verið mikilvægur liður í eflingu landsbyggðarinnar."
          Næsti fundur bæjarráðs verður 27. apríl n.k. Fundi slitið kl. 11.27.