Bæjarráð

2065. fundur 30. mars 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2789. fundur
30.03.2000 kl. 09:00 - 12:04
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Sigríður Stefánsdóttir
Stefán Stefánsson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Oddeyrarskóli
2000030094
1. liður í fundargerð framkvæmdanefndar dags. 27. mars s.l.
Bæjarráð fellst á tillögu framkvæmdanefndar um viðbætur vegna fyrirhugaðra breytinga á eldra skólahúsnæði Oddeyrarskóla.
Áætlaður heildarkostnaður framkvæmdarinnar með þessari breytingu og frágangi suður- og vesturlóðar er tæpar 157 millj. kr.2 Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð dags. 27. mars 2000
Fundargerðin er í 6 liðum.
1. liður: Dagvistunarmál.
2. liður: Öldrunarmál ofl.
3. liður: Vímuvarnamál ofl.
4. liður: Umferðarmál.
5. liður: Nefndamál.
6. liður: Miðbærinn.
1. liður: Vísað til skólanefndar.
Liður 2.1: Öldrunarmál. Sent félagsmálaráði til kynningar.
Liður 2.2: Umferð um göngugötuna. Sent skipulagsnefnd til kynningar.
3. liður: Lagt fram til kynningar.
6. liður: Vísað til skipulagsnefndar.3 Yfirlit yfir atvinnuástand, febrúar 2000
Lagt fram til kynningar yfirlit frá Vinnumálastofnun um atvinnuástand, febrúar 2000.4 Ályktun aðalfundar Samflots bæjarstarfsmannafélaga
2000030077
Með erindi dags. 22. mars 2000 frá STAK fylgja ályktanir aðalfundar Samflots bæjarstarfsmannafélaga sem haldinn var í Vestmannaeyjum
17.- 18. mars s.l.5 Hafrannsóknarstofnun - laxeldi í Eyjafirði
2000020064
Erindi dags. 23. mars 2000 frá Hafrannsóknarstofnun með umsögn dr. Björns Björnssonar fiskeldisfræðings um eldishugmyndir AGVA ehf. í Eyjafirði, en bæjarráð óskaði á fundi sínum 24. febrúar s.l. eftir áliti Hafrannsóknarstofnunar á því máli. Í umsögn Björns kemur fram að þó hann telji ýmsar hættur geta verið á vegi framkvæmdaraðila þá séu hugmyndirnar athyglisverðar og framkvæmanlegar, sé rétt á málum haldið og farið að öllu með gát.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.


6 Félagsmálanefnd Alþingis - Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga
2000030082
Félagsmálanefnd Alþingis sendir Akureyrarbæ til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, 418. mál, heildarlög.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs.


7 Íþróttafélagið Þór - Ársreikningur 1998
Lagður fram til kynningar.8 Íþróttafélagið Þór - umsókn um lán
2000030083
Erindi dags. 22. mars s.l. frá Íþróttafélaginu Þór, þar sem óskað er eftir leyfi bæjarstjórnar Akureyrar til lántöku fyrir félagið.
Vegna framkominnar óskar fellst bæjarráð á að félagið fái heimild til lántöku að fjárhæð kr. 4,3 millj. vegna þessara krafna, sem ekki lágu fyrir við skuldaskil félagsins 1997. Með tilliti til ársreiknings félagsins 1998 leggur bæjarráð áherslu á að félagið standi við skuldbindingar sínar sem fylgdu samkomulaginu 1997 og óskar eftir því við stjórn félagsins að bæjarráði verði kynnt á hvern hátt félagið hyggst mæta þessum skuldbindingum, strax og reikningar ársins 1999 liggja fyrir.


9 Kosning borgarstjóra í Murmansk
Með bréfi dags. 27. mars s.l. er tilkynnt um kjör borgarstjóra í Murmansk. Lagt fram til kynningar.10 Miðbæjarsamtök Akureyrar
Tilkynning um aðalfund Miðbæjarsamtakanna sem haldinn verður 30. mars kl. 20:00.
Bæjarráð felur Vilborgu Gunnarsdóttur bæjarfulltrúa að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


11 Háskólinn á Akureyri - ósk um styrk vegna ráðstefnuhalds
2000030100
Erindi dags. 10. mars 2000 frá Háskólanum á Akureyri, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000 vegna ráðstefnu um byggðaþróun á norðlægum slóðum sem haldinn verður 7. - 10. september n.k.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000.


12 Ársreikningur Akureyrarbæjar 1999
Á fundinn mættu endurskoðendur bæjarins og skýrðu ársreikninginn.
Bæjarfulltrúum sem ekki eiga sæti í bæjarráði var gefinn kostur á að sitja fundinn undir þessum lið.
Mætt voru bæjarfulltrúarnir Guðmundur Ómar Guðmundsson og Oktavía Jóhannesdóttir.
Bæjarráð samþykkir að vísa Ársreikningi Akureyrarbæjar og stofnana hans til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


13 Aðalfundur Minjasafnsins
Aðalfundur Minjasafnsins á Akureyri verður haldinn 30. mars 2000.
Bæjarráð felur Karli Guðmundssyni sviðsstjóra félagssviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundi Minjasafnsins. Bæjarfulltrúum er jafnframt gefinn kostur á að sækja fundinn eða tilnefna mann í sinn stað.          Fundi slitið kl. 12.04.