Bæjarráð

2065. fundur 30. mars 2000

Bæjarráð - Fundargerð
2789. fundur
30.03.2000 kl. 09:00 - 12:04
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Sigríður Stefánsdóttir
Stefán Stefánsson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Oddeyrarskóli
2000030094
1. liður í fundargerð framkvæmdanefndar dags. 27. mars s.l.
Bæjarráð fellst á tillögu framkvæmdanefndar um viðbætur vegna fyrirhugaðra breytinga á eldra skólahúsnæði Oddeyrarskóla.
Áætlaður heildarkostnaður framkvæmdarinnar með þessari breytingu og frágangi suður- og vesturlóðar er tæpar 157 millj. kr.



2 Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð dags. 27. mars 2000
Fundargerðin er í 6 liðum.
1. liður: Dagvistunarmál.
2. liður: Öldrunarmál ofl.
3. liður: Vímuvarnamál ofl.
4. liður: Umferðarmál.
5. liður: Nefndamál.
6. liður: Miðbærinn.
1. liður: Vísað til skólanefndar.
Liður 2.1: Öldrunarmál. Sent félagsmálaráði til kynningar.
Liður 2.2: Umferð um göngugötuna. Sent skipulagsnefnd til kynningar.
3. liður: Lagt fram til kynningar.
6. liður: Vísað til skipulagsnefndar.



3 Yfirlit yfir atvinnuástand, febrúar 2000
Lagt fram til kynningar yfirlit frá Vinnumálastofnun um atvinnuástand, febrúar 2000.



4 Ályktun aðalfundar Samflots bæjarstarfsmannafélaga
2000030077
Með erindi dags. 22. mars 2000 frá STAK fylgja ályktanir aðalfundar Samflots bæjarstarfsmannafélaga sem haldinn var í Vestmannaeyjum
17.- 18. mars s.l.



5 Hafrannsóknarstofnun - laxeldi í Eyjafirði
2000020064
Erindi dags. 23. mars 2000 frá Hafrannsóknarstofnun með umsögn dr. Björns Björnssonar fiskeldisfræðings um eldishugmyndir AGVA ehf. í Eyjafirði, en bæjarráð óskaði á fundi sínum 24. febrúar s.l. eftir áliti Hafrannsóknarstofnunar á því máli. Í umsögn Björns kemur fram að þó hann telji ýmsar hættur geta verið á vegi framkvæmdaraðila þá séu hugmyndirnar athyglisverðar og framkvæmanlegar, sé rétt á málum haldið og farið að öllu með gát.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.


6 Félagsmálanefnd Alþingis - Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga
2000030082
Félagsmálanefnd Alþingis sendir Akureyrarbæ til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, 418. mál, heildarlög.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs.


7 Íþróttafélagið Þór - Ársreikningur 1998
Lagður fram til kynningar.



8 Íþróttafélagið Þór - umsókn um lán
2000030083
Erindi dags. 22. mars s.l. frá Íþróttafélaginu Þór, þar sem óskað er eftir leyfi bæjarstjórnar Akureyrar til lántöku fyrir félagið.
Vegna framkominnar óskar fellst bæjarráð á að félagið fái heimild til lántöku að fjárhæð kr. 4,3 millj. vegna þessara krafna, sem ekki lágu fyrir við skuldaskil félagsins 1997. Með tilliti til ársreiknings félagsins 1998 leggur bæjarráð áherslu á að félagið standi við skuldbindingar sínar sem fylgdu samkomulaginu 1997 og óskar eftir því við stjórn félagsins að bæjarráði verði kynnt á hvern hátt félagið hyggst mæta þessum skuldbindingum, strax og reikningar ársins 1999 liggja fyrir.


9 Kosning borgarstjóra í Murmansk
Með bréfi dags. 27. mars s.l. er tilkynnt um kjör borgarstjóra í Murmansk. Lagt fram til kynningar.



10 Miðbæjarsamtök Akureyrar
Tilkynning um aðalfund Miðbæjarsamtakanna sem haldinn verður 30. mars kl. 20:00.
Bæjarráð felur Vilborgu Gunnarsdóttur bæjarfulltrúa að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


11 Háskólinn á Akureyri - ósk um styrk vegna ráðstefnuhalds
2000030100
Erindi dags. 10. mars 2000 frá Háskólanum á Akureyri, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000 vegna ráðstefnu um byggðaþróun á norðlægum slóðum sem haldinn verður 7. - 10. september n.k.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000.


12 Ársreikningur Akureyrarbæjar 1999
Á fundinn mættu endurskoðendur bæjarins og skýrðu ársreikninginn.
Bæjarfulltrúum sem ekki eiga sæti í bæjarráði var gefinn kostur á að sitja fundinn undir þessum lið.
Mætt voru bæjarfulltrúarnir Guðmundur Ómar Guðmundsson og Oktavía Jóhannesdóttir.
Bæjarráð samþykkir að vísa Ársreikningi Akureyrarbæjar og stofnana hans til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


13 Aðalfundur Minjasafnsins
Aðalfundur Minjasafnsins á Akureyri verður haldinn 30. mars 2000.
Bæjarráð felur Karli Guðmundssyni sviðsstjóra félagssviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundi Minjasafnsins. Bæjarfulltrúum er jafnframt gefinn kostur á að sækja fundinn eða tilnefna mann í sinn stað.



          Fundi slitið kl. 12.04.